Morgunblaðið - 05.12.2019, Side 18

Morgunblaðið - 05.12.2019, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2019 Þetta er keppnisuppskrift að öllu leyti og mun slá í gegn á veisluborðinu. Höfundur hennar er Ólöf Ólafsdóttir sem starfar hjá Mosfellsbakaríi og þykir með þeim flinkari í bransanum. Engiferkex 125 g smjör 250 g púðursykur 250 g hveiti 1 egg 2 tsk. lyftiduft ½ tsk. matarsódi 1½ tsk. engifer ½ tsk. kanill ½ tsk. negull 1. Allt vigtað í skál og hnoðað. 2. Rúllað í lengju og skorið. 3. Raðað á plötu. 4. Bakað við 180°C í 8-10 mín. (Það er líka hægt að kaupa tilbúið engifer- kex) Brenndar möndlur 250 g möndlur 200 g sykur 100 g vatn 1. Möndlurnar settar á bökunarpappír á ofn- plötu og bakaðar við 180°C í u.þ.b. 10 mín. 2. Allt sett á pönnu við vægan hita og hrært þangað til sykurinn hefur kristallast í kringum möndlurnar og þær verða hvítar. 3. Þeim leyft að kólna. Karamellusúkkulaðimús 68 g mjólk 105 g súkkulaði 136 g rjómi ½ matarlímsblað 1. Matarlím lagt í bleyti. 2. Rjómi hitaður að suðu og matarlími bætt við. 3. Þá er rjómanum hellt yfir súkkulaðið og blandan látin kólna í 32-35 C. 4. Blöndunni svo blandað varlega við létt- þeyttan rjóma. Kanil- og eplapúrra 2 epli maukuð og þau hituð upp í litlum potti með smá kanil og sykri. Kanil-, epla- og estragonmiðja 200 g kanil- og eplapúrra 30 g sykur 1 stk. grænt epli fáfnisgras (eftir smekk) 1. Hýðið tekið af eplinu og það skorið í litla bita. 2. Kanil- og eplapúrra hituð varlega með sykri og fáfnisgrasi. 3. Tekið af hitanum og eplunum blandað var- lega út í. Vanillukaramella 200 g sykur 120 g rjómi 90 g saltað smjör vanillustöng smá vatn til að hylja sykurinn 1. Rjóminn soðinn upp með vanillunni. 2. Sykur og vatn sett í pott og hitað á vægum hita þangað til sykurinn er orðinn ljós- brúnn. 3. Þá er slökkt undir hellunni, rjóma og van- illu hellt út í og blandað saman. 4. Að lokum er mjúku smjöri bætt við. Engiferkexið brotið niður í litla bita og lagt í glösin, þar á eftir eru möndlurnar saxaðar gróft og settar ofan á kexið. Karamellumús er löguð og þunnu lagi af henni sprautað ofan á möndlurnar og látið standa í smástund inni í kæli. Epla- og fáfnisgrasmiðjan löguð og látin kólna smávegis, síðan varlega sett ofan á músina. Þá er lagaður annar skammtur af kara- mellumús og sprautað yfir eplamiðjuna. Síðast en ekki síst er vanillukaramellan löguð og látin kólna. Að lokum er henni sprautað ofan á. Eftirrétturinn svo skreyttur með súkkulaði, kexperlum og brómberjum. Súkkulaðiskraut Tempruðu súkkulaði er smurt á bóluplast og látið storkna. Síðan er það tekið af og notað til skreytingar. Ómótstæðilegur eftirréttur með eplum, kanil og fáfnisgrasi Eftirréttir Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Þessi uppskrift er svo sígild og æðisleg að hjartað tekur aukakipp. Það er enginn annar en Albert Eiríksson, lífs- kúnstner og matarbloggari með meiru, sem á þessa uppskrift sem ætti engan að svíkja. 50 g mjúkt smjör 1 dl sykur 2 egg 2⁄3 dl olía 1 dl hveiti 2⁄3 tsk. lyftiduft 1⁄3 tsk. salt 2⁄3 dl möndluflögur Þeytið vel saman smjör og sykur. Bætið við eggjum, síðan olíu. Loks hveiti, lyftidufti, salti og möndluflögum. Bakið við 175°C í um 15 mín. Látið kólna. Ofan á tertuna 3 msk. sérrí 3 msk. bláberjasulta Hellið sérríinu yfir kökuna og dreifið úr sultunni. Ananasfrómas 2 egg 2 msk. sykur 1½ dl rjómi ½ tsk. vanilla safi úr ½ sítrónu 2 matarlímsblöð 1 lítil dós ananaskurl Hellið safanum af ananaskurlinu í skál og bætið sítrónu- safa við. Bleytið matarlímsblöð í köldu vatni og setjið saman við. Bræðið í vatnsbaði. Þeytið egg og sykur. Stífþeytið rjóma, setjið hann saman við eggjahræruna og svo ananaskurlið. Hellið brædda matarlíminu saman við í mjórri bunu og hrærið í á meðan. Hellið yfir tertuna og kælið vel.Morgunblaðið/Árni Sæberg Möndluterta með ananasfrómas

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.