Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.12.2019, Qupperneq 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.12.2019, Qupperneq 2
Hvaða uppistand er þetta? Þetta er á Brew Dog á Hverfisgötu en þeir hafa verið að prófa sig áfram með uppistandskvöld. Núna á sunnudag verður Ari Eldjárn líka með og ætlar að prófa efni fyrir ára- mótaskopið sitt. Við verðum þarna tveir. Ertu strax farinn að skemmta með stóru nöfnunum? Mér finnst þetta frábært tækifæri fyrir Ara, að fá að hita upp fyrir mig. En að öllu gríni slepptu, þá höfum við Ari verið vinir lengi og höfum verið að pæla í uppistandi saman. En klárlega er það heiður fyrir mig að vera með Ara, einum fremsta grínista Íslands. Hvernig byrjar lögfræðingur í uppistandi? Ég byrjaði í fyrrasumar að taka þátt í „open-mic“-kvöldi í Stúd- entakjallaranum. Það var fámennt en það er gott að byrja þannig. Svo hef ég verið að fikra mig áfram og var meðal annars með sýningu í haust á Rauða ljóninu, þar sem ég var með Jakobi Birgissyni. Þá var uppselt á tvær sýningar og svo var ég á Brew Dog í byrjun nóvember. Að hverju gerirðu grín? Ég er 38 ára skrifstofumaður og það er mjög stutt í miðaldrakrísu. Ég vinn sem lögmaður og er þriggja barna faðir sem býr í úthverfi. Ég fer yfir það hvernig þetta líf er að fara með mig, hvernig líf íslensks lögmanns er samanborið við bandarísku sjónvarpslögfræðingana sem við sjáum á skjánum og margt fleira. Sérðu fyrir þér að hætta í lögmennskunni? Ég hef mjög gaman af uppistandinu en hugsa að ég hætti ekki lögmennsk- unni alveg strax. Morgunblaðið/Ásdís ÁRNI HELGASON SITUR FYRIR SVÖRUM Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.12. 2019 Jólaleyndarmál Matarkjallarans Tryggðu þér borð á www.matarkjallarinn.is Aðalstræti 2 | s. 558 0000 Ég hef mikið dálæti á karlmannsnafninu Jón. Horfumst bara í augu viðþað, Jón er eitt af okkar allra bestu og fallegustu nöfnum og góðreynsla komin á það gegnum aldirnar. Alltof langt mál yrði þó að telja upp allar kempurnar sem bera eða borið hafa nafnið. Jón er í raun mörg nöfn en í bókinni Nöfn Íslendinga kemur fram að nafnið Jón sé stytting af Jóhannes eða Jóhann og líklegt sé að þróunin hafi verið þessi: Jóhannes, Jóhann, Jóan, Jón. Í því sambandi má rifja upp að spark- séníið sáluga Johan Cruyff hét alls ekki Johan, heldur Johannes en í Hollandi eru Jóhannesar gjarnan gælunefndir með þessum hætti. Ég heyrði mergjaða sögu á dögunum um fjögur sveinbörn úr sömu fjöl- skyldunni sem voru ausin vatni við sömu athöfnina – og öll nema eitt hlutu nafnið Jón. „Hvers vegna fær hann ekki að heita Jón?“ gall þá í hjarta- hreinu barni í kirkjunni. Er nema von að spurt hafi verið. En eftir stendur að hnokkinn sem ekki fékk að heita Jón getur hvenær sem er hent í endurminningar sínar undir titlinum: „Fékk ekki að heita Jón“. Ég ábyrgist að það yrði metsölubók. Fræg er sagan af því hér í Hádeg- ismóum þegar Pétur Blöndal, vinur minn og samstarfsmaður á blaðinu til fjölda ára, var að bíða á línunni eftir samtali við ráðherra í ríkisstjórn Íslands. Sá hét Jón. Og heitir enn. Meðan hann beið nýtti Pétur, sem er stundum obbolítið utan við sig, tímann til að spjalla við einhverja konu á Facebook í tölvunni, eða hvað þeir heita þessir samkvæmismiðlar. Nema hvað, skyndilega kom ráðherra í símann. Fát kom á Pétur (sem alla jafna heldur þó ró sinni undir hrikalegasta álagi) og rásum sló saman í kollinum á honum með eftirminnilegum hætti: „Já, Jón,“ mælti hann hátt og snjallt. „Sæl og blessuð!“ Ég get svo svarið að þá þurftum við sessunautur minn, Jón að nafni, að bregða okkur frá til þess að trufla ekki símtalið og jafna okkur enda frussuðum við og skyrptum úr hlátri. Sjálfur þekki ég mann sem heitir Jón og er mér afskaplega kær. Hann trúði mér einu sinni fyrir því að hann hefði aldrei verið almennilega sáttur við nafnið sitt. Hvers vegna? spurði ég þá, eins og þið gerið væntanlega núna. Þetta er nú einu sinni lofpistill um nafnið Jón. Jú, Jóni finnst nafnið í raun ekki vera neitt nafn. „Hvernig heldur þú að það sé að heita nafni sem ekki er til í nefnifalli?“ spurði Jón og sló sér á lær. Þar á hann við að Jón sé í raun þolfallsmynd, líklega af nafninu Jónn (borið fram Jódn), samanber prjónn sem er gott og gilt íslenskt orð sem beygist með eðlilegum hætti. „Það er nær lagi að heita Jónn,“ hélt Jón áfram og hefur þarna talsvert til síns máls. Og voldugt er nafnið á prenti, því getur enginn mælt í mót – Jónn! Jón Pistill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is ’Hvers vegna fær hannekki að heita Jón?“gall þá í hjartahreinubarni í kirkjunni … Rakel Ósk Antonsdóttir Já, fólk kemur sérstaklega heim til okkar að skoða jólahúsið. Það tók tvær, þrjár vikur að skreyta. SPURNING DAGSINS Ertu búin(n) að skreyta fyrir jólin? Þórir Jóhann Helgason Mamma er búin að gera það. Cristina Asangono Já, jólatré og allt heimilið. Og kaupa gjafir. Það er allt tilbúið. Jóhann Ingi Jóhannsson Að utan já. Ég er búinn að henda upp jólaljósum á skjólvegginn. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Ásdís Ásgeirsdóttir Lögfræðingurinn Árni Helgason verður með uppistand á Brew Dog á Hverfisgötu á sunnudag klukkan 21. Ari Eldjárn mætir einnig og gleður gesti. Frítt er inn. Stutt í miðaldrakrísu

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.