Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.12.2019, Side 8
VETTVANGUR
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.12. 2019
Enn einn „samningurinn“ umframtíð Reykjavíkurflug-vallar hefur verið undirrit-
aður. Og enn einn atvinnubótahóp-
urinn settur á laggirnar. Þessum
nýjasta eru ætlaðar tvö hundruð
milljónir til að finna út hvernig viðri
til flugumferðar í Hvassahrauni í út-
jaðri Hafnarfjarðar, í tuttugu mín-
útna akstursfjarlægð frá Leifsstöð.
Ef veðurhorfur eru taldar góðar til
framtíðar litið kæmi til álita, að
sögn, að flytja allt flug þangað –
loka Reykjavíkurflugvelli og vænt-
anlega þá einnig Keflavíkurflugvelli
og gera splunkunýjan flugvöll fyrir
tvö hundruð og áttatíu milljarða,
nema menn vilji hafa tvo flugvelli
innan seilingar. Þetta myndi þýða
einhverja vélavinnu en að sjálfsögðu
yrði gróðursett til að jafna allar
syndir.
Á meðan bíði öryrkjar og aldr-
aðir.
Sá sem þetta skrifar undirritaði
fyrir mörgum árum eitt plaggið í
þessari samningaseríu. En varla var
blekið þornað fyrr en sýnt var að
borgaryfirvöld myndu ekki standa
við það. Inntakið var að reist yrði ný
flugstöð og búið þannig um hnútana
að innanlandsflugið hefði tryggingu
fyrir því að verða ekki hrakið á brott
í fyrirsjáanlegri framtíð.
Nokkrum mánuðum síðar kom
nýr innanríkisráðherra og nýr
„samningur“, líka um að skoða veð-
urlag svo flytja mætti völlinn.
Og enn kom nýr innanríkis-
ráðherra. Sá vildi halda í völlinn en
borgin fékk þá samþykkt í undar-
legri niðurstöðu Hæstaréttar að
sviksemi hennar væri þrátt fyrir allt
lögmæt.
Heyra mátti á samgönguráðherr-
anum sem nú situr að hann væri
stoltur af undirskrift sinni, enda
hefðu sérfóðir fagmenn komist að
þessari niðurstöðu.
Því miður var spurningunni ekki
fylgt eftir og hann spurður um álit
borgarbúa. Margoft hefði komið
fram í skoðanakönnunum hin síðari
ár að yfirgnæfandi meirihluti þeirra
vildi hafa völlinn á sínum stað.
Hvort ekki bæri að hlusta eftir al-
mannaviljanum?
Nú má það vel vera að niður-
stöður slíkra kannana komi til með
að breytast þegar fram líða stundir
á sama hátt og þreyttur lax gefst
upp á endanum og er þá landað ör-
magna.
En fleiri kunna að þreytast en
laxinn. Á endanum kann þessi af-
staða að valda því að almenningur
missi trú á því fyrirkomulagi lýð-
ræðis sem við búum við og leiti þá
annarra lausna en í svikulu fulltrúa-
veldi sem brennimerkir alla sem
„popúlista“ sem vefengja forræði
þess.
Þrjú dæmi koma upp í hugann um
hrokafulla afstöðu af þessu tagi.
Dæmi eitt: Bretar samþykkja að
ganga úr Evrópusambandinu í al-
mennri kosningu. Fréttaskýrendur
og stjórnmálamenn upp til hópa, að
ógleymdu Evrópusambandinu
sjálfu, segja almenning hafa verið
vankunnandi og því ekkert að
marka niðurstöðuna. Það þurfi að
kjósa aftur og þá væntanlega enn og
aftur ef fólkið heldur áfram að vera
jafnvitlaust.
Dæmi tvö: Fram kemur ítrekað í
skoðanakönnunum að yfirgnæfandi
meirihluti Íslendinga er andvígur
markaðsvæðingu raforkunnar og
vill hafna því að orkustefna ESB
verði innleidd hér á landi. Ríkis-
stjórn og meirihluti Alþingis segir
þjóðina ekki skilja hve frábær
stefna þetta sé og samþykkir enn
einn áfangann á þessari vegferð með
atkvæðum stjórnmálamanna sem
áður höfðu talað þvert á þessa
stefnu.
Dæmi þrjú: Reykjavíkurflugvöll
hefur meirihluti borgarbúa viljað
hafa á sínum stað; aðrir viljað hann
á brott og hafa að sjálfsögðu hald-
bær rök fyrir þeirri afstöðu sinni.
Þau eru engu að síður rök og vilji
minnihlutans eins og hann hefur
birst okkur í seinni tíð. Engu að síð-
ur skal hann ráða, því „vér einir vit-
um“.
Samkvæmt venju er okkur sagt
að allt sé þetta á könnunarstigi.
Málin verði skoðuð og gaumgæfð og
skeggrædd á mörgum, mörgum,
fundum.
En á meðan menn mæla vindáttir
sunnan Hafnarfjarðar eru gefin fyr-
irheit um að norður-suðurbrautinni í
Vatnsmýrinni verði lokað fyrr en
síðar svo byggingarverktakar geti
farið að vinna sína undirbúnings-
vinnu.
Þannig er lýðræðinu brotlent og
fluginu sjálfhætt.
Lýðræðinu brotlent
Úr ólíkum
áttum
Ögmundur
Jónasson
ogmundur@ogmundur.is
’ En á meðan mennmæla vindáttir sunn-an Hafnarfjarðar eru gefin fyrirheit um að
norður-suðurbrautinni í
Vatnsmýrinni verði lokað
fyrr en síðar svo bygging-
arverktakar geti farið að
vinna sína undir-
búningsvinnu.
RAX
Vetrarsól er umboðsaðili
40 ár
á Íslandi
Sláttuvélar
Snjóblásarar
Sláttutraktorar
Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is
Gulltryggð gæði
N Ý F O R M
h ú s g a g n a v e r s l u n
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Komið og skoðið úrvalið
K371 sófi
Fáanlegt í leðri og tauáklæði, margir litir
3ja sæta 2ja sæta og stólar
Opið virka daga
11-18
laugardaga
11-15
Erum á
facebook