Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.12.2019, Side 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.12.2019, Side 17
eru sumar þeirra engin smásmíði. Hvernig skyldi mönnum á borð við Al Gore líða þegar hann lítur um öxl til stórkarlalegra fullyrðinga sinna um það sem átti að gerast næstu 10-15 árin, þau sömu sem nú eru löngu liðin? Sennilega líður honum og kórfélögum hans bara vel, ella myndi hann og þeir kannski hafa slegið af í stór- spám sínum. En þess verður ekki vart, öðru nær. Stjórnmálamenn grípa þetta allt á lofti sem glóðheit sannindi sem byggja megi á heilu regluverkin um mannlega hegðun, og þvinga fram í krafti hópsann- færingar og þykir þá jafngott að gera það með góðu eða illu. Nordal og Einar Árið 1971 var gefin út áhugaverð og lipur bók Sig- urðar Nordal um Einar Benediktsson, sem var jöfur, hvernig sem á hann var horft, og tók það til fleiri sviða en skáldskapar þar sem hann gnæfði ofar flestum. Í þessari snotru og handhægu bók er prýðileg mannlýsing, hvort sem hún er af manni eða skáldi, framsæknum frumkvöðli sem sá margt á undan öllum hinum og talaði fyrir morgunroða framfara af kynngi- mögnuðum krafti. Hafi Einar stundum farið yfir mörk þá helgaði tilgangurinn þau meðul og allar þær mixtúrur. Í áratugi var það notað sem dæmi um óbeislað hug- myndaflug Einars og þó einkum um þann galgopahátt sem hann leyfði sér, þegar að hann boðaði að rétt væri að selja útlendingum norðurljósin. Héldu flestir að hann svifist einskis og sæi ekkert að því að hafa fé af fjarlægum fáráðlingum með því að selja þeim eitthvað sem flögraði hjá, eins og það væri þinglýst fasteign á besta stað í stórborg. Það er ekki langt síðan við landar skáldmæringsins hættum að segja flissandi hver öðrum sögur af þess- um ósvífnu tilþrifum skáldsins. Enda myndi nú orðið erfitt að finna menn sem skildu skensið þegar norður- ljósin hesthúsa inn gjaldeyri sem enginn sá fyrir nema skáldið. Tveir góðir Sigurður Nordal var einn af þeim snillingum sem lagaði orð í hendi sér svo að þau féllu miklu betur að íslenskunni en hið alþjóðlega heiti hefði nokkru sinni gert. Nágrannaþjóðir okkar hafa ekki allar búið við svona mannval og þess sér stað. Þessi íslensku orð lifa eins og þau hafi alltaf verið í málinu og má nefna töfratækið sem þessu bréfi er ýtt inn í núna. Sigurður hafði kynni af Einari Benediktssyni í aldarfjórðung og segir þau hafa verið ágæt en þó hafi hann ekki þekkt hann vel og margir mun betur. En hann nefnir til sögu setningu sem hann heyrði Einar segja þrem sinnum: „Konan mín sem er gáfuð kona, þó svona færi nú milli okkar, hefur ekkert brageyra.“ Sigurður taldi líklegast að Einar hefði „myndað orðið, a.m.k. er það ekki í orðabók Sigfúsar Blöndal og honum var það munntamt“. Þetta orð hefur því sömu eiginleika og mörg þeirra sem Sigurður sjálfur lagði málinu til og verður á auga- bragði eins og það hafi alltaf verið þar. En inntak þess má auðveldlega færa til og nota sem lýsingu á alls óskyldum efnum. Hve oft verða ekki á vegi manns ágætir menn fjölfróðir á einstökum svið- um og sumir sem taka jafnvel öllum fram um þann fróðleik en skortir algjörlega þá næmni, sem orðið brageyra segir um sitt svið? Manni kemur í hug alætur á stjórnmálalegan fróð- leik, lærdómsmenn á því sviði en vantar sárlega hið stjórnmálalega brageyra, en vita það ekki. Þeir eru á sama báti og sá sem hefur ekki hið upprunalega brag- eyra og veit ekki hvers hann fór á mis. Aðra rekst maður á sem hafa endaskipti á bæði þekktri sögu og útfærðum kenningum en eru hins veg- ar eins og fiskar í frísku hafsvæði. Þeim væri ómögu- legt að skrá eða skilgreina í hverju snilld þeirra liggur og myndu ekkert á því græða. Bréfritari veit minna um knattspyrnu en flestir. Hann veit þó hver Messi er og undrast hversu tá hans og tuðra eru samfætt og er gapandi hissa á öllum hans ólíkindum utan við mark andstæðinganna. Þeir vita ekki fyrr en löngu síðar hvað gerðist. En þó er ekki endilega víst að Lionel Messi fengi 10 á prófi í skriflegum fótbolta og alls ekki öruggt að hann myndi skora fleiri mörk þótt hann væri með doktorsgráðu í greininni. Doktor Messi. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon ’Í þessum átökum virðast því flest böndbresta og auðveldast eiga þeir með aðtaka þátt í slíkum undirmálum sem hafa þegar fært trúnað sinn frá eigin þjóðríki og til annarra heima. 8.12. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.