Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.12.2019, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.12. 2019
LÍFSSTÍLL
Hún er mætt í smurbrauðs-dressinu sínu; hvítumsloppi, með hvíta kokka-
húfu og eldrauðan varalit. Marentzu
Poulsen þekkja margir, enda hefur
hún komið víða við og heillað þjóðina
með smurbrauði sínu og drekk-
hlöðnum jólahlaðborðum í gegnum
tíðina. Nú fær hún að bera á borð
fyrir gesti Kjarvalsstaða en þangað
er yndislegt að koma, fá sér hádegis-
mat eða kaffi og köku og njóta bæði
kyrrðar og myndlistar.
„Þetta er eitt dýrmætasta hönn-
unarhús sem við eigum og það er
gaman að fá tækifæri til að byggja
upp veitingastað hér í miðju hússins.
Upplifun hefur svo mikið að segja og
hér er fólk með list á báða vegu. Það
spilar vel saman við veitingastað-
inn,“ segir Marentza og segir stað-
inn hafa yfir sér afar skandinavískt
yfirbragð, sem tónar vel við matinn
hennar.
Að sitja fallega til borðs
„Maturinn á rætur í skandinavískri
matargerð; ég er skandinavísk, lærð
smurbrauðsjómfrú frá Danmörku.
Ég hef alltaf unnið eins og mamma
gerði; eldað feitt kjöt, pikklað og
súrsað. Mamma var mikil matmóðir
og við erum öll systkinin alin upp við
mikla matargerð. Og líka að leggja
fallega á borð. Heima var alltaf dúk-
að borð,“ segir hún.
„Um helgar var settur útsaumað-
ur dúkur á borðstofuborðið og borð-
að þar en annars við eldhúsborðið.
Ég lærði líka að sitja fallega til
borðs,“ segir Marentza en hún er
færeysk og ólst upp í Skopun á
Sandey.
„Mamma smurði alltaf fyrir okkur
fallegar brauðsneiðar á kvöldin.
Þessar stundir voru svo sterkar og
djúpar hjá mér.“
Þannig að þú ert með þessa
ástríðu fyrir mat í blóðinu?
„Já, maður flýr ekki uppeldið. Svo
bætir maður við það á lífsleiðinni. Ef
maður hefur áhuga á því sem maður
er að gera fer maður djúpt í allt. Ég
er búin að vera í þessu frá 1966 og
finnst ennþá gaman og ég er enn
alltaf að skapa eitthvað nýtt.“
Gaman að útbúa síld
„Þessi árstími sem gengur nú í garð
er alltaf jafn skemmtilegur. Til
margra ára sá ég um jólahlaðborð,
bæði á Borginni og á Hótel Loftleið-
um. Það var eins og þegar pabbi fór
á vertíð á vorin. Þá fór hann í útlegð
og kom heim þegar fór að hausta.
Hjá mér byrjaði þetta um miðjan
nóvember, þá fór ég í útlegð og það
stóð yfir til jóla. Nú er ég hætt í jóla-
hlaðborðunum en ber góðan mat á
borð hér á Klömbrum.“
Marentza býður nú gestum upp á
sérstakan jólamatseðil.
„Íslendingar hafa alltaf veitt
mikla síld en hafa aldrei borðað mik-
ið af henni, enda er ekki mikla fjöl-
breytni í síldarréttum að finna hér.
Ég hef alltaf haft ánægju af því að
útbúa ýmsa síldarrétti eins og að
steikja ferska síld og leggja í lög, en
mín uppáhaldssíld er Gammel
Dansk-síld en hún er lögð í hlaup og
steinkuð með Gammel Dansk. Síld
tengist aðventunni og jólum, og það
sama má segja um lifrarkæfuna.
Þetta er eitthvað sem hægt er að út-
búa fyrirfram og geyma í kæli.“
Á aðventumatseðlinum er bæði
fjölbreyttur síldarplatti og jóla-
platti.
„Á jólaplattanum á Klömbrum má
finna reyktan og grafinn lax, tvær
tegundir af síld, reykta önd með
piparrótarsalati og að sjálfsögðu
purusteik með heimatilbúnu rauð-
káli og öðru tilheyrandi. Gott er að
enda góða máltíð á einhverju sætu
og býð ég upp á ris a la mande með
kirsuberjasósu, það gerist varla jóla-
legra,“ segir Marentza og bendir á
að það sé bara opið til klukkan fimm
á daginn þannig að það borgar sig að
panta borð, en jólaplattinn er borinn
fram frá klukkan 11 til 16.30 alla
daga.
Samvera er stór gjöf
Marentza segir að góður matur og
samvera sé oft miklu betri hugmynd
en stórar og dýrar gjafir og segist
hún finna fyrir auknum áhuga á
hefðbundinni matargerð.
„Það er kynslóð sem þekkir ekki
þessa matargerð en það er að koma
til baka. Ég er mjög mikið spurð að
því hvernig ég bý til lifrarkæfu eða
síld. Þetta tengist þessum nýja lífs-
stíl, að hverfa til fortíðar og nýta
matinn betur. Svo geta þetta verið
mjög skemmtilegar gjafir; það er
gaman að gefa mat. Það er mikil um-
hyggja í svona gjöfum og það er gott
fyrir sálina að gefa svolítið af sér,“
segir Marentza.
„Margir eiga allt og vantar ekk-
ert. En að eiga stund með for-
eldrum og systkinum yfir góðum
mat er mikils virði. Það er stór og
dýrmæt gjöf og verður ekki metið
til fjár.“
Ég kveð Marentzu og held út í
myrkrið en fyrst útbýr hún frábæra
jólarétti fyrir lesendur Morgun-
blaðsins að spreyta sig á.
Morgunblaðið/Ásdís
Matur og
samvera fyrir
sálina
Marentza er tilbúin í jóla-
vertíðina og stendur nú
vaktina á Klömbrum Bistro.
Smurbrauðsjómfrúin Marentza Poulsen ræður
ríkjum á Klömbrum Bistro á Kjarvalsstöðum.
Hún tekur vel á móti gestum og gangandi
á aðventunni með girnilega jólarétti.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
6 cm fersk piparrót
hýði af 3 sítrónum, ysta lag
1 epli
1 lítri vodka
Skrælið piparrótina og sker-
ið í mjög þunnar sneiðar. Af-
hýðið sítrónuna og skerið
hýðið í þunna strimla. Sker-
ið eplið til helminga, kjarn-
hreinsið og skerið í báta,
meðalþunna.
Setjið hráefni í krukku
með góðu loki og hellið ein-
um lítra af vodka yfir og lát-
ið standa á köldum og
dimmum stað í tíu daga eða
lengur eftir smekk um styrk-
leika og bragð.
Síið og setjið á flösku.
Piparrótar-
eplasnaps
Silfurmunir og skartgripir síðan 1924
ERNA
Skipholti 3 – Sími 552 0775 – erna.is
GULL- OG SILFURSMIÐJA
Hönnuður
Ragnhildur Sif Reynisdóttir
Verð kr. 21.500
Hönnuður
Ösp Ásgeirsdóttir
Verð kr. 8.500
Jólaskeiðin &
jólabjallan
2019