Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.12.2019, Side 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.12.2019, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.12. 2019 LÍFSSTÍLL Þetta kom þannig til að BjörnBragi Arnarsson hjá bókaút-gáfunni Fullt tungl bar þessa hugmynd undir mig; að skrifa bók um fjarþjálfun. Ég þurfti að hugsa mig aðeins um en komst fljótt að þeirri niðurstöðu að þetta væri spennandi verkefni og sló því til,“ segir Indíana Nanna Jóhannsdóttir sem sendi á dögunum frá sér bókina Fjarþjálfun. Indíana starfar sem einkaþjálfari, auk þess sem hún hefur verið að deila fróðleik hér og þar undanfarin misseri, svo sem á samfélags- miðlum. „Það hefur þó ekki verið á heildstæðu plani og þess vegna var hugmyndin svo heillandi; að taka allt sem ég hef verið að miðla saman á einum stað. Ekki spillti heldur fyrir að engin bók af þessu tagi er til á íslensku.“ Krefjandi og skemmtilegt Mikið er til af erlendum bókum um fjarþjálfun og Indíana kveðst hafa kynnt sér sumt af því, auk þess sem hún var með sínar eigin hugmyndir. „Þetta var mjög krefjandi og tíma- frekt verkefni með fullri vinnu, auk þess sem ég á fimmtán mánaða gamlan son, en líka ofboðslega skemmtilegt. Það sem kom mér mest á óvart var hvað ég hef sjálf lært mikið af því að taka saman lær- dóm fyrir aðra,“ segir hún hlæjandi. Og höfundurinn er mjög ánægður með útkomuna en valinn maður var í hverju rúmi við gerð bókarinnar. Sigrún Ebba Urbancic ritstýrði, Ernir Eyjólfsson og Baldur Krist- jánsson tóku ljósmyndir og umbrot og hönnun var í höndum Rakelar Tomas og Oddnýjar Svövu. Indíana og Friðrik Dór héldu sameiginlegt útgáfuhóf í vikunni en Fullt tungl gefur nú fyrir jólin einn- ig út matreiðslubókina Léttir réttir Frikka. „Hófið heppnaðist mjög vel og það var yndislegt að fagna með sínu fólki. Við erum á fullu í kynn- ingarvinnu þessa dagana, bókin hef- ur farið vel af stað og ég er bjartsýn á framhaldið.“ Handboltastelpa í grunninn Indíana er handboltastelpa í grunn- inn; æfði þá ágætu íþrótt frá sex ára aldri og fram á fullorðinsár og er raunar ennþá að leika sér í hand- bolta í utandeildinni. Hún stefndi þó í allt aðra átt um tíma; lauk BA- prófi í lögfræði, var komin með vinnu í faginu og ætlaði að verða lögfræðingur. „Af einhverjum ástæðum var það samt ekki að smella; ég fann ekki gleði í því sem ég var að gera. Þess vegna fór ég í einkaþjálfaraskólann hjá World Class og byrjaði í framhaldi af því með mína eigin hópeinkaþjálfun og leigi aðstöðu hjá World Class í Ögurhvarfi. Í þjálfun fann ég gleði og ástríðu.“ Spurð hvort Íslendingar séu al- mennt duglegir að hreyfa sig svarar Indíana: „Þegar maður fer í rækt- ina á hátíðum og helgidögum er iðu- lega fullt út úr dyrum og það segir sína sögu. Það er mikil vitund- arvakning í samfélaginu og fólk virðist vera mjög duglegt að hreyfa sig.“ Hún segir á hinn bóginn mik- ilvægt að fólk hreyfi sig á sínum forsendum og í því sambandi skul- um við vitna til orða hennar fremst í bókinni: Áður en þú hefur lestur og byrjar að æfa, spurðu þig þá að þessu: Af hverju hreyfi ég mig? Af hverju mæti ég á æfingu? Og ef þú ert að stíga þín fyrstu skref eða ert að fara af stað eftir langa hvíld: Af hverju vil ég byrja að hreyfa mig? „Minn boðskapur er skýr,“ segir hún hér í samtalinu. „Leggjum áherslu á gæði og verum skynsöm. Það þurfa ekki allir að hlaupa fimm sinnum á Esjuna, auðvitað hentar það sumum en fyrir aðra getur ver- ið nóg að ganga einu sinni þangað upp. Til lengri tíma litið er mjög mikilvægt að fara vel með líkamann og hafa gagn og gaman af hreyfing- unni. Og við æfum okkur víðar en okkur grunar. Hvað er það að lyfta innkaupapokum annað en rétt- stöðulyfta? Það má heldur ekki van- meta félagslega þáttinn við hreyf- inguna; að fara með vinunum á æfingu eða í ræktina gerir okkur ekkert nema gott.“ Indíana segir engum vafa undir- orpið að hægt sé að byrja að hreyfa sig hvar og hvenær sem er, jafnvel þótt grunnurinn sé ekki fyrir hendi. „Ég veit um marga afreks- íþróttamenn sem æfðu ekki íþróttir sem börn. Það er aldrei of seint að byrja að hreyfa sig og lifa heil- brigðu lífi. Sumir gefa sér mun minna kredit en þeir eiga skilið.“ Hvernig líður manni vel? Sérstakur kafli er um mataræði í bókinni enda segir Indíana það skipta miklu máli fyrir heilsuna. Ekki síður en hreyfinguna. Hennar tilfinning er sú að Íslendingar séu upp til hópa meðvitaðir um mat- aræði, hvað sé hollt og hvað ekki, enda sé þekking okkar og vitneskja alltaf að aukast. Sjálfri þykir henni gaman að prófa nýja hluti, til dæmis grænmetisfæði, án þess þó að setja sér skýrar reglur. „Aðalatriðið er að læra inn á sjálfan sig og finna hvernig manni líður vel. Það hjálpar mér að keyra mig áfram í því sem ég er að gera.“ Spurð hvort hún hyggi á frekari bókaskrif kveðst Indíana ekki hafa gert það upp við sig. „Þessi bók er svo nýkomin út að ég hef ekki haft svigrúm til að velta því fyrir mér en ég lærði heilmargt á þessu ferli og bý að því fyrir næstu skipti ef af verður.“ Aldrei of seint að byrja að hreyfa sig Indíana Nanna Jó- hannsdóttir einkaþjálf- ari hefur sent frá sér bókina Fjarþjálfun, þar sem hún gefur holl ráð og farið er yfir ýmsar góðar grunnæfingar í máli og myndum. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is „Það sem kom mér mest á óvart var hvað ég hef sjálf lært mikið af því að taka sam- an lærdóm fyrir aðra,“ segir Indíana Nanna Jóhannsdóttir Morgunblaðið/RAX Teygjur eru ekki spennandi en þær borga sig margfalt. Ljósmynd/Baldur Kristjánsson Til að hámarka árangur skiptir mataræðið gríðarlegu máli. Ljósmynd/Baldur Kristjánsson ’Þegar maður fer íræktina á hátíðum oghelgidögum er iðulegafullt út úr dyrum og það segir sína sögu. Það er mikil vitundarvakning í samfélaginu og fólk virð- ist vera mjög duglegt að hreyfa sig. SKILLBIKE er nýtt byltingarkenntæfingarhjól frá Technogym, búið gírskiptingum eins og í venjulegu götuhjóli sem byggt er á nýrri tækni Multidrive™. SKILLBIKE er hannað til líkja semmest eftir raun- verulegumhjólreiðum en hjólið hefur hlotið fjölda alþjóðlegra verðlauna fyrir hönnun og nýsköpun. Skoðaðu hjólið í sýningarsal okkar, hjá Holmris Síðumúla 35 NÝTT BYLTINGARKENNT ÆFINGAHJÓL Síðumúli 35 | 108 Reykjavík | S. 568 2828 | www.holmris.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.