Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.12.2019, Side 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.12.2019, Side 2
Hvernig gengur að klára skaupið? Það gengur vel, við erum á síðustu metrunum. Hverju á þjóðin von á í ár? Vonandi gríni og glensi og frekar sterkri þjóðfélagsádeilu með hæfi- legri blöndu af leiknu og sungnu gríni. Mun eitthvað koma á óvart? Formið er frekar hefðbundið. Við erum með eitt meginþema sem ég get ekki gefið upp hvert er. Við tökum fyrir þekkt fólk og pólitíkusa en líka fólkið í landinu. Ertu stressaður fyrir viðtökunum? Ég hef eiginlega ekki haft tíma til að hugsa um það. Nei, ég held að ef maður sé of mikið að pæla í því hvað öðrum finnst þá gerir maður ekki neitt. Það er ekki hægt að gera öllum til geðs, en vonandi flest- um. Það er samt gott að minna á að þetta er ekki annáll. Nú datt Samherjamálið inn seint á árinu, var kall- aður saman neyðarfundur til að breyta skaupinu? Já, já. En það var ekkert stress, við erum búin að læra af þeim sem á undan okkur hafa verið, og ég hef líka gert þetta einu sinni áður, þannig að við gerðum ráð fyrir að eiga inni fyrir því að eitthvað myndi gerast. Það er alveg merkilegt hvað margt gerist á haustin! Fram eftir árinu eru engir skandalar en svo seint á haustin verður allt brjálað. Hvert ykkar handritshöfunda er fyndnast? Þau eru öll jafn skemmtileg. Ætli ég sé ekki minnst fyndinn. Morgunblaðið/Eggert REYNIR LYNGDAL SITUR FYRIR SVÖRUM Skandalar á haustin Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.12. 2019 Jólaleyndarmál Matarkjallarans Tryggðu þér borð á www.matarkjallarinn.is Aðalstræti 2 | s. 558 0000 Ég fór að hugsa um það eftir að hafa horft á viðtal Loga Bergmanns viðRagnhildi Gísladóttur í Sjónvarpi Símans á dögunum hversu snúiðhlutverk listrýnisins getur verið. Ragnhildur, eða Guðmunda Ragn- hildur, eins og hún heitir víst fullu nafni og fram kom í þættinum, sagði þarna forvitnilega sögu. Sagan hverfðist um plötu sem hún gaf út og fékk ekki góða dóma hjá tónlistargagnrýnanda, sem hún nafngreindi ekki. Einhverju síðar rakst hún á téðan gagnrýnanda á förnum vegi og tóku þau tal saman. Við það tækifæri bað gagnrýnandinn Ragnhildi afsökunar; platan hefði vaxið í hans huga með tímanum og væri nú í uppáhaldi hjá honum. „Hvers vegna skrifarðu þá ekki um það?“ flýtti Ragnhildur sér að spyrja. „Nei, það er ekki hægt,“ svaraði gagnrýnand- inn. Gjört er gjört. En er það svo í raun og veru? Mælir eitthvað gegn því að listrýnir endurskoði umsögn sína, þyki hon- um ástæða til er frá líður? Er það ekki bara eðlilegt og heiðarlegt gagnvart öllum? Enda þótt það myndi eflaust ekki falla í kramið hjá þeim sem úthluta þeirri takmörkuðu auðlind dálksentimetrum. Þetta yrði auðvitað að vera innan hóflegra marka, til dæmis fjögurra til sex mánaða. Svolítið skrýtið yrði að endurskoða slíka umsögn að fimm eða tíu árum liðnum. Enda þótt annað eins hafi nú gerst. Ég veit til dæmis að mínir menn í Black Sabbath fengu yfirleitt hraksmánarlega dóma fyrir verk sín þegar þeir komu fram á sjónarsviðið fyrir hálfri öld en í dag hefur bandið goðsögulega stöðu í málmheimum. Fá bönd hafa haft meiri áhrif á sviðið. Og gagnrýnendurnir sem upphaflega blésu í lúðra eru löngu þagnaðir, eins og rokkarnir forðum. Sem minnir mig á það að þungarokkið verður fimmtugt 13. febrúar næstkomandi. Við megum til með að halda upp á það með einhverjum hætti hér í blaðinu. Ekki satt? Menn hafa nú gert sér dagamun af minna tilefni í þessu lífi. En auðvitað myndi þetta með umrýnina virka í báðar áttir. Það er að segja slík leið yrði ekki bara til þess fallin að laga vondar umsagnir, heldur líka til að draga úr góðum. Og yrði ef til vill algengara, þegar maður pælir í því. Hvað ef plata Ragnhildar hefði upphaflega fengið góða dóma en rýnirinn séð sig um hönd og haft orð á því þegar þau hittust á förnum vegi. Þá hefði þessi pæling vafalaust aldrei komið upp í spjallinu við Loga. Gagnrýni á gagnrýnina Pistill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is ’Hvers vegna skrifarðuþá ekki um það?“flýtti Ragnhildur sér aðspyrja. „Nei, það er ekki hægt,“ svaraði gagnrýn- andinn. Gjört er gjört. Sunna Karen Arnardóttir Rjúpa. Mér finnst hún góð. SPURNING DAGSINS Hvað er í jólamat- inn? Björn Halldór Björnsson Rjúpur sem ég skaut sjálfur. Það er uppáhalds. Nellý Pétursdóttir Heitt hangikjöt beint úr pottinum. Svo kalt á jóladag. Markús Guðjónsson Alltaf hamborgarhryggur og bayonneskinka. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Ásdís Ásgeirsdóttir Reynir Lyngdal er handritshöfundur og leikstjóri áramótaskaupsins í ár. Dóra Jóhannsdóttir leiðir handritsgerð en Þorsteinn Guðmunds- son, Sævar Sigurgeirsson, Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir, Hugleikur Dags- son, Vala Kristín Eiríksdóttir og Jakob Birgisson leggja sitt af mörkum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.