Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.12.2019, Qupperneq 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.12.2019, Qupperneq 4
Hvenær lögðu miðjumenn á djúpið? Gamli bakvörðurinn Lee Dix-on var spurður að því í er-lendum miðli á dögunum hvort félagið sem hann lék svo lengi með, Arsenal, sárvantaði ekki djúpan miðjumann. „Jú, og reyndar leik- menn í allmargar aðrar stöður,“ svar- aði hann um hæl. „Annars hef ég aldrei áttað mig almennilega á þess- um djúpu miðjumönnum. Á minni tíð þá voru bara miðjumenn – sem flengdust milli vítateiga.“ Dixon minntist þess ekki að annar miðjumaðurinn hefði verið eitthvað dýpri en hinn – alltént ekki í spark- legum skilningi. Erfitt að bregða öðr- um mælistikum á slíkt út frá tak- mörkuðum upplýsingum um eðlis- greind og almennt æði. En við erum sumsé að tala um hið klassíska leik- kerfi 4-4-2, sem lengi bar ægishjálm yfir önnur kerfi. Þegar annar brá sér fram, þá sat hinn eftir. Það var regl- an. Svo mátti auðvitað ganga til samningaviðræðna við vængmennina um að hlaupa í skarðið þyrftu báðir miðjumennirnir að æða fram völlinn. Eða annan senterinn. Vek sérstaka athygli á því að ég nota hér orðið „miðjumaður“ en ekki „miðvellingur“, sem er mér alla jafna tamara. Ég hef nefnilega verið skammaður talsvert í seinni tíð fyrir þann smekk enda þykir ýmsum orðið með afbrigðum subbulegt og ljótt. Í anda jólanna og Jesúbarnsins skulum við láta fegurðina njóta vafans! Áskil mér þó allan rétt til að grípa til „vell- ingsins“ á ný síðar enda þótti það herramannsmatur í minni sveit í gamla daga. Og enginn var verri eftir þrjár til fjórar ausur. Lee Dixon vann fyrir sér með tuðrusparki frá 1982 til 2002. Fyrr á þessu ári hitti ég mann sem man ennþá lengra aftur, Johan Neeskens, sem gerði garðinn frægan með gull- aldarliði Ajax og Hollands á áttunda áratugnum. Skipti svo að vísu niður í Barcelona. Eins og menn gerðu á þeim tíma. Hann kannaðist að vonum ekkert við að hafa verið einhver djúp- ur nagli enda unnu þau ágætu lið út frá hugmyndafræði alsparksins (h. totaalvoetbal). Á HM 1974 og 1978 skiptu leikmenn um stöður eins og hreinlátir um nærbuxur. Meira að segja markvörðurinn var númer 8. Jan gamli Jongbloed. Kjaftæði? Ég held nú síður. Hann var númer 8. Flettið því bara upp! Alspark í sinni tærustu og fallegustu mynd. Og hvað með sirkuslið Brasilíu á HM 1982? Besta liðið sem aldrei varð heimsmeistari, eins og margir segja. Sennilega vann það ekki vegna þess að allir tíu útileikmennirnir spiluðu stífan sóknarleik og markmanns- dulan meira og minna með hinu lið- inu, svíki minnið mann ekki. Og þá erum við ekki að tala um liðið sem marserar undir regnbogalitum fána. Waldir Peres var oftar en ekki besti maður andstæðinga Brasilíu. Hefðu Zico, Sókrates og félagar mögulega farið alla leið á HM ’82 hefðu þeir bú- ið að djúpum miðjumanni? Fernand- inho hefur til dæmis gert þetta ljóm- andi vel með Manchester City í ensku knattspyrnunni á undanförnum árum og misserum. Verst að hann var ekki fæddur árið 1982 – og vantaði raunar talsvert upp á það. Þrjú ár, sam- kvæmt þjóðskrá. Mögulega var Luis Fernández fyrsti vísirinn að djúpum miðjumanni í sparksögunni (segi ég án allrar ábyrgðar) en hann var alla jafna aftar á vellinum en Jean Tigana, Alain Gir- esse og Michel Platini í tignarlegu landsliði Frakka á níunda áratugn- um. Var þó með reglulegar áætlunar- ferðir fram völlinn, muni ég rétt, nokkuð sem djúpir miðjumenn kæm- ust ekki upp með í dag – nema taka á sig launalækkun. Úgg, nafn mitt er Sitjandi miðjumaður! Annað orð yfir djúpan miðjumann, sem haslað hefur sér völl á seinni ár- um, er „sitjandi“ miðjumaður. Sem er meinfyndið. Sé alltaf fyrir mér mak- indalegan mann í lautarferð þegar þetta ber á góma, ellegar virðulegan indíánahöfðingja. „Úgg, nafn mitt er Sitjandi miðjumaður!“ Sá miðjumaður sem ég man eftir og kemst næst því að hafa verið sitj- andi á velli er líklega Jan gamli Mølby, Daninn sem var í sigursælu liði Liverpool á níunda og tíunda ára- tugnum. Holdlegt atgervi hans gerði það að verkum að Mølby var mest á rólinu inni í miðjuboganum. Ömmur okkar hefðu sagt að hann hafi verið kjötvaxinn eða stórbeinóttur. Kapp- inn bjó á hinn bóginn yfir afbrigði- legri sendingagetu og var um langt árabil skæður sóknarmaður, þrátt fyrir að láta sjaldan sjá sig í grennd við markið. Og svo var Mølby pott- þétt djúpur fír, í andlegum skilningi. Talaði a.m.k. enskuna eins og inn- fæddur „skáser“. Í huga margra er Frakkinn Claude Makélélé holdgervingur hins djúpa miðjumanns enda sópaði hann að sér titlum með Real Madrid og Chelsea snemma á öldinni – úr þeirri ágætu stöðu. Og breytti ef til vill fótbolt- anum fyrir fullt og fast? Það eitt og sér gerir hann djúpan. Mynd er af Claude Makélélé við hugtakið djúpur miðjumaður í orðabókum um allan heim. Jav- ier Mascherano var einnig lið- tækur í því hlutverki. AFP Ekkert lið er lengur lið með liðum í heimi fót- menntanna nema það búi að djúpum miðju- manni. Því fer fjarri að það hafi alltaf verið þannig. Í gamla daga voru miðjumenn jafn- vígir á vörn og sókn. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Zico og Sókrates fagna á HM á Spáni 1982. Hefðu þeir betur haft djúpan miðjumann innanborðs? AFP HEIMURINN 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.12. 2019 Gildir á alla viðburði í húsinu Nánar á harpa.is/gjafakort Gjafakort Hörpu hljómar vel um jólin Silfurmunir og skartgripir síðan 1924 ERNA Skipholti 3 – Sími 552 0775 – erna.is GULL- OG SILFURSMIÐJA Hönnuður Ragnhildur Sif Reynisdóttir Verð kr. 21.500 Hönnuður Ösp Ásgeirsdóttir Verð kr. 8.500 Jólaskeiðin & jólabjallan 2019

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.