Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.12.2019, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.12.2019, Blaðsíða 14
VIÐTAL 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.12. 2019 T veir menn eru myrtir með stuttu millibili í Reykjavík. Fljótt á litið virðast þeir ekki tengjast á neinn hátt. Annar er úr undirheimunum en hinn virtur fjárfestir. Verklag morðingjans vekur lögreglu þó ugg; búið er að skera augun úr báðum líkum. Áleitin spurning rís: Gengur raðmorðingi laus í Reykjavík? Til að byrja með er Katrínu Gunnarsdóttur rannsóknarlögreglukonu falin rannsókn máls- ins. Hún er metnaðarfull og býr að drjúgri reynslu en á undir högg að sækja í einkalífinu, að því er virðist, og ekki bætir úr skák þegar framhjá henni er gengið þegar nýr yfirmaður deildarinnar er skipaður. Undir niðri kraumar gremja. Vegna þess hvernig málið er vaxið er ákveðið að kalla eftir utanaðkomandi aðstoð við rann- sóknina. Íslendingurinn Arnar Böðvarsson kemur heim frá Ósló, þar sem hann hefur um árabil starfað hjá norsku rannsóknarlögregl- unni. Þau Katrín verða teymi, þvert á vilja beggja og neistar fljúga frá fyrstu kynnum. Meðan við höfum í upphafi aðgang að lífi Katr- ínar, heimili hennar og fjölskyldu, þá vitum við minna um Arnar. Nema hvað hann hefur ekki átt hamingjuríka æsku. Svo mikið er víst. Æðislegir höfundar Þannig liggur landið í Broti, nýjum glæpaþátt- um í átta hlutum, sem hefja göngu sína í Ríkis- sjónvarpinu annan í jólum. Eftir það verður Brot á dagskrá á sunnudagskvöldum. „Það eru að verða fjögur ár frá því að ég byrjaði að vinna með þessa hugmynd,“ segir Þórður Pálsson, sem á hugmyndina að þátt- unum og er jafnframt einn þriggja leikstjóra, ásamt Davíð Óskari Ólafssyni og Þóru Hilm- arsdóttur. Þórður leikstýrir fjórum þáttum en Davíð og Þóra tveimur hvort. „Fyrsta skrefið var að kynna hugmyndina fyrir Kristni Þórð- arsyni hjá framleiðslufyrirtækinu Truenorth og eftir það fóru hjólin að snúast; Davíð Óskar kom inn sem framleiðandi fyrir hönd Mystery, eins Margrét Örnólfsdóttir og svo handritshöf- undarnir, Óttar M. Norðfjörð, Mikael Torfason og Ottó Geir Borg.“ Þórður segir söguna hafa breyst og þróast mikið síðan en grunnhugmyndin sé sú sama. „Það var frábært að fá þessa æðislegu höfunda að verkefninu og forréttindi að hafa fengið að vinna með þeim. Ég er líka innilega þakklátur Kristni og Davíð fyrir að hafa tekið séns á mér en þessi sería hefði aldrei orðið til ef þeir höfðu ekki barist fyrir henni eins og þeir gerðu í gegnum allt þetta ferli.“ Hvað tekur nú við? Þórður útskrifaðist úr The National Film and Television School í Bretlandi árið 2015 með eft- irfarandi spurningu á vörum: Hvað tekur nú við? Hann hefur lengi haft brennandi áhuga á sakamálakvikmyndum og -þáttum og langaði að reyna sig við efni af því tagi. „Eins og svo margir var ég gagntekinn af True Detective á þessum tíma; tvær löggur, eitt sakamál en mörg vandamál. Þá hafði heimildarmyndin Syndir feðranna eftir Ara Alexander Ergis Magnússon djúpstæð áhrif á mig á sínum tíma. Hvers vegna hefur maður ekki heyrt meira um mál af því tagi sem þar eru til umfjöllunar? Þar sem menn leita hefnda fyrir eitthvað sem gerð- ist í fortíðinni. Ég er ekki að bera Brot saman við þetta tvennt en það hafði klárlega áhrif á mig. Annars hef ég alltaf haft áhuga á þrillerum og langar að vinna innan þess „genre“ eða sviðs. Það heillar mig að vinna innan þessa ramma, að lausn sakamála, þar sem einkalíf að- alpersónanna fléttast inn í söguna líka.“ Þannig er það einmitt í Broti, við fylgjumst með einkalífi lögreglufólksins meðfram morð- rannsókninni. „Líf beggja aðalpersónanna er hjúpað ákveðinni dulúð; það kemur strax fram hjá Arnari en dýpra er á því hjá Kötu en við fáum strax aðgang að henni. Út seríuna erum við hins vegar alltaf að sýna nýjar hliðar á aðal- karakterunum.“ Og hraðinn er býsna mikill en tímarammi seríunnar er átta dagar; um það bil einn sólar- hringur líður í hverjum þætti. Með landsliðið með sér „Það er æðislegt,“ svarar Þórður þegar spurt er hvernig tilfinning það sé að sjá hugmyndina og söguna lifna við á skjánum. „Svo er ekki verra að hafa landslið leikara með sér í þessu,“ bætir hann við en með hlutverk Kötu og Arnars fara Nína Dögg Filippusdóttir og Björn Thors. „Það var frábært að vinna með Nínu og Bjössa; þau gefa þessum karakterum líf og gera þá mannlega. Sama máli gegnir um aðra leikara.,“ segir hann en í öðrum helstu hlutverkum eru Sigurður Skúlason, Arndís Hrönn Egilsdóttir, Bergur Ebbi Benediktsson, Valur Freyr Ein- arsson, Edda Björgvinsdóttir og fleiri. Þórður segir Nínu og Björn smellpassa í hlutverkin. „Nína getur verið mjög hörð til orðs og æðis, hún er líkamlega á sig komin eins og fimleikakona, en hefur líka góð tök á mjúku hliðinni sem var akkúrat það sem við vorum að leita að. Ég veit satt best að segja ekki hvaða önnur leikkona hefði getað leikið þetta hlut- verk. Bjössi neglir líka hlutverk Arnars. Við þurftum leikara í mjög háum gæðaflokki í það hlutverk enda þarf hann að geta gefið af sér án þess að gefa af sér, ef þú skilur hvað ég á við. Þarna er Bjössi kominn eins langt frá Kenneth Mána [úr Fangavaktinni] og hugsast getur sem staðfestir hversu mikilli breidd hann býr yfir sem leikari.“ Og Nína og Björn gerðu meira en að leika. „Þau eru bæði mjög hugmyndarík og góðir pennar og komu oft með sínar hugmyndir að borðinu fyrir senur dagsins. „Þetta myndi minn karakter aldrei segja eða aldrei gera,“ og þar fram eftir götunum. Þarna vó reynsla þeirra þungt og þau voru búin að eigna sér karakter- inn, eins og góðir leikarar gera.“ Eins og flís við rass Þórður segir „crewið“ í heild raunar alveg geggjað. „Árni Filippusson er okkar besti töku- maður í dag, það var mikill heiður að fá að vinna með honum. Eins klippurunum, Valdísi Óskars- dóttur og Sigurði Eyþórssyni, Heimi Sverris- syni leikmyndahönnuði, Helgu Rós Hannam búningahönnuði og Áslaugu Dröfn Sigurðar- dóttur sminku og gerfahönnuði. Svo leikur tón- listin stórt hlutverk í þáttunum en hún er meistaralega samin af Pétri Ben. og fellur eins og flís við rass. Það er í raun sama hvert litið er; það er valinn maður í hverju rúmi og hver ein- asti maður gaf allt sitt, tíma og ástríðu, en margir tökudagar voru langir og erfiðir. Allt verður betra með svona góðu fólki og ég við- urkenni að ég er pínulítið meyr eftir þessa frá- bæru reynslu. Fyrir gaur eins og mig, sem er nýútskrifaður úr skóla, að fá að stjórna svona verkefni er eins og fyrir fótboltaáhugamann að standa upp frá Football Manager í tölvunni til að stjórna Manchester United.“ Hann hlær. „Að öllu gríni slepptu leið mér eins og ég hefði komið úr einum háskóla yfir í annan með- an á gerð þáttanna stóð. Ég lærði heilmargt af öllu þessu fólki og dauðlangar að gera seríu númer tvö.“ – Er hún á teikniborðinu? „Já, drög liggja fyrir og við erum komin með sterka hugmynd um plottið. Við lokum sumum Raðmorðingi í Reykjavík? Brot, ný íslensk glæpasería í átta hlutum, hefur göngu sína í Ríkissjónvarpinu annan í jólum. Þar kveður við nýjan tón, að sögn Þórðar Pálssonar, sem á hugmyndina að þáttunum og leik- stýrir þeim ásamt fleirum, en í Broti mun vera að finna meiri hraða og drunga en við eigum að venjast úr íslensku sjónvarpi. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Katrín á vettvangi morðs sem framið var við höfnina og hrindir atburðarásinni af stað. Björn Thors og Nína Dögg Filippusdóttir í hlutverkum rannsóknarlögreglumannanna Arnars og Katrínar. „Það heillar mig að vinna innan þessa ramma, að lausn sakamála, þar sem einkalíf aðalpersónanna fléttast inn í söguna líka,“ segir Þórður Pálsson.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.