Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.12.2019, Page 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.12.2019, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.12. 2019 LÍFSSTÍLL Þórdís Ólöf Sigurjónsdóttir, 24ára háskólanemi, býr í afarlitlu sætu einbýlishúsi ásamt kærasta, hundi og ketti og von er á erfingja í apríl. Hún tekur á móti blaðamanni með bros á vör og leiðir hann í allan sannleikann um veg- anlífsstíl. Þórdís er grænkeri sem hefur ástríðu fyrir matargerð. Hún hefur lokið BA-námi í arkítektúr og leggur nú stund á hagnýta siðfræði en notar frítímann til að elda góðan veganmat sem hún deildir með lesendum á vegansíðunni graenkerar.is. Þar má finna afar girnilegar og áhugaverðar veganuppskriftir sem hún og móðir hennar, Guðrún Dröfn Gunnars- dóttir, hafa þróað í sameiningu en jólamaturinn hennar Þórdísar er engum líkur. Samkennd með dýrum Þórdís ákvað að gerast vegan um tvítugt. „Ég gerðist vegan á einni nóttu. Ég hafði ákveðnar skoðanir og hef alltaf haft sterka samkennd með dýrum. Þegar ég fór að fræðast betur áttaði ég mig á því að ég þyrfti að fara að lifa eftir mínum skoð- unum. Ég hafði ekki verið tilbúin til að taka skrefið en allt í einu var komið að því. Ég horfði á heim- ildamyndir og gerðist vegan daginn eftir,“ segir Þórdís. Hún hefur aldrei litið til baka. „Mér fannst þetta ekki erfitt hvað varðar matinn; frekar fannst mér það ofboðslega spennandi. Það var helst viðbrögð samfélagsins sem voru erf- ið. Það var erfitt að segja ættingjum og vinum og í byrjun þegar ég mætti í matarboð þá skammaðist ég mín smávegis; ég mætti í veislur með minn eigin mat en fannst þetta dálítið óþægilegt. En þetta tímabil varði bara í hálft ár. Foreldrar mínir, sem búa hér við hliðina á mér, tóku mjög vel í þetta og tóku sjálf skrefið rúmu ári á eftir mér,“ segir hún og segir að hún hafi fundið ótrúlegan mun á sér eftir að hún gerðist vegan. „Þetta hefur haft ótrúlega mikil og góð áhrif. Ég hélt alltaf að ég væri bara þreytt manneskja sem þyrfti alltaf að leggja sig á daginn. Ég hafði ekki mikla orku í lífinu. Eftir að ég gerðist vegan snar- breyttist það allt. Ég varð orkumeiri og hætti að þurfa að leggja mig og hár og húð varð miklu betri.“ Í eldhúsinu með mömmu Matargerð hefur alltaf verið áhuga- mál hjá Þórdísi og hafði hún áður verið byrjuð að fikra sig í átt að holl- ari matreiðslu. Þegar hún gerðist vegan fór hún af stað í ýmiss konar tilraunir í eldhúsinu. „Fyrir rúmu ári opnaði ég svo vefsíðuna en hafði verið að undirbúa hana í dálítinn tíma áður; að búa til uppskriftir og taka myndir. Þetta er ótrúlega mikil vinna; það kom mér dálítið á óvart. Á bak við eina færslu er elda- mennskan, myndatakan, textinn og uppskriftirnar. Þetta er mjög tíma- frekt. Í byrjum setti ég inn eina nýja uppskrift í hverri viku en hef aðeins slakað á,“ segir hún. Aðspurð hvaðan hugmyndirnar koma segir Þórdís að þær kvikni margar í eldhúsi móður hennar. „Mamma lærði að elda af ömmu og ég af mömmu og við ræðum mikið mat. Áður vorum við gjarnan með hefðbundinn heimilismat en nú erum við búnar að vera að þróa uppskriftir út frá því og gerum veganslátur og veganhangikjöt,“ segir Þórdís og segir hún þær mæðgur þróa upp- skriftirnar frá grunni. „Það gerir enginn úti í heimi veg- anhangikjöt!“ segir hún og skelli- hlær. „Við mamma fáum hugmyndir og förum svo að espa hvor aðra upp og svo prófum við okkur áfram, sér- staklega ef um er að ræða hefð- bundnar íslenskar uppskriftir.“ Ertu mikið jólabarn? „Ég er ótrúlega mikið jólabarn og þetta er uppáhaldstími ársins. Ég elska jólin!“ Morgunblaðið/Ásdís „Það gerir enginn vegan- hangikjöt!“ Þórdís Ólöf er með veganvefsíðuna graenkerar.is og má þar finna dásam- legar uppskriftir. Hún ætlar að borða hamborgaroumph á jólunum og karameluostaköku í eftirmat. Hver segir að grænkerar geti ekki fengið sér hefð- bundinn íslenskan jólamat? Þórdís Ólöf Sigur- jónsdóttir hefur þróað hangioumph og hamborg- aroumph og segir bragðið af jólum ná vel í gegn. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is ’ Við mamma fáumhugmyndir og förumsvo að espa hvor aðra uppog svo prófum við okkur áfram, sérstaklega ef um er að ræða hefðbundnar íslenskar uppskriftir. 3 bananar, frosnir 150 ml kaffi, t.d. hafra- latte eða mocha Annað góðgæti 1-2 ferskar döðlur 2 msk. gott hnetu- smjör, t.d. frá Mindful Bites 2 tsk. kakóduft Skerið banana niður og setjið í frysti. Hellið kaffinu í klakabox og frystið. blandaranum en einnig er sniðugt að setja hann í ílát og frysta. Passið að taka ísinn reglulega út fyrsta klukkutímann og hræra í honum til að brjóta alla ískrist- alla sem myndast. Ísinn er æðislegur með heitri súkku- laði- eða karamellu- sósu og rjúkandi kaffibolla. Til að búa til ísinn, setjið bananana í matvinnsluvél eða öflugan blender og blandið þar til úr verður léttur, mjúk- ur og þykkur ís. Bætið kaffiklök- unum út í (ásamt öðru góðgæti ef vill) og blandið áfram. Gott er að borða ísinn beint úr mat- vinnsluvélinni/ Banana-kaffiís Matarmyndir/Aron Gauti Sigurðarson ... stærsti uppskriftarvefur landsins!

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.