Fréttablaðið - 27.11.2002, Síða 2

Fréttablaðið - 27.11.2002, Síða 2
ALÞINGI Fjáraukalagafrumvarpið kom til annarar umræðu á Alþingi í gær og sneri umræðan að mestu að viðbótartillögum sem höfðu bæst við frumvarpið upp á rúma þrjá milljarða króna. Ólafur Örn Haraldsson, for- maður fjárlaganefndar, mælti fyrir meirihlutaáliti og lagði til að frumvarpið yrði samþykkt með fyrrnefndum breytingum. Sumum stjórnarandstæðingum þótti ekki mikið til framsögu Ólafs Arnar koma. „Hann mælti fyrir einum og hálfum milljarði á mínútu,“ sagði Jón Bjarnason, vinstri grænum, um tveggja mín- útuna ræðu Ólafs Arnar. „Meira að segja, virðulegur forseti, ég tók eftir því að honum svelgdist ekki einu sinni á.“ Ísólfur Gylfi Pálmason, Framsókn, benti þing- mönnum á að tillögurnar lægju fyrir prentaðar og röksemda- færsla nefndarinnar einnig. Það þyrfti ekki alltaf að flytja langar ræður um hvert mál. Einar Már Sigurðarson, Sam- fylkingu, sagði frumvarpið til marks um slaka stjórn fjármála og flokksbróðir hans lýsti þeirri skoðun sinni að fjárreiðulög væru brotin með útgjöld framhalds- skóla umfram heimildir. Einnig var fundið að því að tekið væri á halla sumra stofnana en annarra ekki. Ólafur Örn svaraði því til að menn hefðu tekið fyrir þær stofn- anir sem hægt væri að hjálpa nú og brugðist yrði við vanda ann- arra stofnana síðar. ■ 2 27. nóvember 2002 MÁNUDAGUR Fjáraukalögin rædd á þingi: Mælt fyrir einum og hálf- um milljarði á mínútu Hollensk yfirvöld vegna dauða Hjálmars Björns- sonar: Svar í vikunni LÖGREGLUMÁL Erindi íslenskra stjórnvalda til hollenskra yfir- valda vegna sviplegs dauða Hjálmars Björnssonar í Hollandi í sumar verður svarað í þessari viku, samkvæmt upplýsingum dómsmálaráðuneytisins. Sólveig Pétursdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra, ræddi mál Hjálmars sérstaklega við hol- lensku sendinefndina á ráðstefnu um glæpi, sem fram fór í London. Íslensk yfirvöld hafa í bréfi til hollenskra yfirvalda boðið fram aðstoð við rannsókn málsins og óskað eftir tilteknum upplýsing- um. ■ STJÓRNMÁL Útgjaldaliðir fjárlaga- frumvarpsins hækka um rúma 4,3 milljarða króna við aðra um- ræðu, samkvæmt tillögum meiri- hluta fjárlaganefndar að fengn- um tillögum ráðuneyta og stofn- ana auk umsagna annarra þing- nefnda. Nefndin vinnur enn að tillög- um sem verða lagðar fram fyrir þriðju og síðustu umræðu um fjárlögin. Þar er meðal annars um að ræða útgjöld vegna samkomu- lags stjórnvalda við Landssam- band eldri borgara til að bæta hag aldraðra. Stærstur hluti viðbótartillagn- anna sem lagðar eru fram fyrir aðra umræðu falla til í ráðuneyt- um menntamála og heilbrigðis- og tryggingamála. Útgjaldaliðir menntamálaráðuneytisins hækka um tæpar 1.200 milljónir króna. 310 milljónir verða lagðar í að ljúka byggingu Náttúrufræði- hússins í Vatnsmýri og 200 millj- ónir til að bæta stöðu framhalds- skóla. Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið tekur til sín rúman einn og hálfan milljarð í útgjalda- aukningu. 700 milljónir fara í að bæta rekstrarstöðu Landspítal- ans og rúmar 300 milljónir í að styrkja rekstrargrunn dvalar- heimila. 570 milljónir bætast við vegna lyfjakaupa en tekjutrygg- ing lækkar um 280 milljónir. ■ FÉLAGSMÁL Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, seg- ir að biðtími eftir greiningarmeð- ferð á Stuðlum og Árvöllum sé í flestum tilfellum einungis nokkr- ar vikur en í alvarlegri tilvikum nokkrir dagar. „Hins vegar getur biðtími eftir lang- tímameðferð orðið nokkrir mánuðir og ræðst það af þeim tíma árs sem umsókn berst,“ segir Bragi. Hann segir það stafa af því að inn- og útskriftir fylgi gjarnan skólaári barnanna. Þau börn sem þurfi að bíða í lengri tíma eftir langtímameðferð eigi hins vegar rétt á stuðningi og að- stoð frá viðkomandi barnavernd- arnefnd jafnframt því sem endur- innlögn á Stuðla eða Árvelli geti vel komið til greina. Bragi upplýsir að Barnavernd- arstofa hafi orðið vör við verulega aukningu umsókna á síðustu sex vikum. Það er ljóst að það mun ganga erfiðlega að mæta þeirri eftirspurn fyrr en í vor þó ein- hverjir fái örugglega úrlausn sinna mála. „Umsóknir ganga gjarnan í bylgjum og ef með- ferðarkerfið á alltaf að miða við toppana á bylgjunni felur það í sér verulega vannýtingu þegar ástandið er eðlilegt,“ segir Bragi. Á Vogi er einnig tekið við ung- um fíkniefnaneytendum og segir Valgerður Rúnarsdóttir, læknir á Vogi, að bið eftir innlögn sé aðeins örfáir dagar. Hún segir að í boði sé sérhæfð meðferð fyrir ung- linga undir tvítugu en ekki sé al- gengt að börn undir fimmtán ára aldri leiti eftir meðferð. „Ekki er um lokaða meðferð að ræða en þeir unglingar sem vilja vera hjá okkur dvelja fyrst á Vogi en fara síðan í fjögurra vikna eftirmeð- ferð. Það er einstaklingsbundið hvernig til tekst en reyndin er nú sú að þau þurfa oft að taka þetta í tilhlaupum og koma nokkrum sinnum áður en vel fer að ganga hjá þeim,“ segir Valgerður. Hún segir að á Vogi sé aðeins áfengis- og vímuefnameðferð en þar sé ekki tekið á öðrum vanda- málum sem oft séu fylgifiskar þeirra sem eiga í vanda. bergljot@frettabladid.is Biðtími ræðst af skólatíma Bið ungra fíkla eftir langtímavistun á meðferðarheimili á vegum Barnaverndarstofu ræðst af skólaárinu, segir Bragi Guðbrandsson. Vogur tekur einnig við unglingum í vímuefnameðferð. Spáir verulegu tapi af Kárahnjúkavirkjun: Skynsam- legra að fjár- festa í Alcoa STÓRIÐJA Þorsteinn Siglaugsson hagfræðingur segir lítil líkindi til þess að Kárahnjúkavirkjun nái að standa undir ásættanlegri arðsemi. Afkoma verkefnisins sé mun óhagstæðari en miðað við fyrri áætlanir með þátttöku Norsk Hydro og Hæfis. Að mati Þorsteins væri skyn- samlegra að fjárfesta í álfyrir- tækinu Alcoa eða safni sambæri- legra fyrirtækja heldur en að ráðast í að reisa Kárahnjúka- virkjun. Hann segir að miðað við forsendur sem Landsvirkjun og stjórnvöld gefi sér yrði tap af Kárahnjúkavirkjun 17 milljarð- ar króna. ■ OG SVO SÁST HANN ALDREI MEIR Rússnesku eldflauginni Proton var skotið út í geiminn í gærmorgun frá Kasakstan. Meðferðis var evrópski samskiptagervi- hnötturinn Astra-1 K, sem hefur ekki sést síðan. Stærsti samskiptagervi- hnöttur heims: Týndist í geimnum MOSKVA, AP Evrópski gervihnöttur- inn Astra-1 K týndist í gær úti í geimnum vegna bilunar í eld- flaug. Gervihnöttinn átti að nota til samskipta, bæði fyrir farsíma og Netið. Einnig átti að nota hann til þess að dreifa sjónvarps- og út- varpsefni. Þetta var stærsti sam- skiptagervihnöttur sem nokkru sinni hefur verið smíðaður. Hann átti að koma í staðinn fyrir þrjá Astra-gervihnetti, sem nú sinna þessum verkefnum. Gervihnettinum var skotið út í geiminn snemma í gærmorgun frá Kasakstan með rússnesku geimflauginni Proton. Gervihnött- urinn komst á braut um jörðu, en bilun í eldflauginni varð til þess að ekki var hægt að skjóta honum áfram lengra út í geiminn þar sem hann átti að vera til frambúðar á braut um jörðu. Gervihnötturinn var smíðaður í Frakklandi fyrir gervihnattafyr- irtæki í Lúxemborg. Hann er fimm og hálft tonn að þyngd. Rannsókn verður gerð á því hvers vegna þessi bilun varð. Gervihnötturinn var tryggður eins og vera bar. ■ VOGUR TEKUR VIÐ UNGUM FÍKLUM Þangað geta unglingar allt niður í fjórtán ára sótt 4-6 vikna meðferð ef þeir vilja. ÓLAFUR ÖRN HARALDSSON Mælti fyrir áliti meirihluta fjárlaganefndar. Bókin sem slegið hefur í gegn hjá öllu áhugafólki um náttúru Íslands. „Mæla má eindregið með bók þessari handa þeim sem vilja kynnast öræfaslóðum.“ ÁHB í Mbl. JÓLAGJÖF JEPPAFÓLKSINS! Bókin í jeppann METSÖLUBÓK! Barnaverndar- stofa hefur orðið vör við verulega aukningu um- sókna á síð- ustu sex vik- um. Sala Tals frágengin: Að fullu í eigu Íslandssíma VIÐSKIPTI „Nú eru kaupin fullfrá- gengin og við höfum frá og með deginum í dag tekið við Tali,“ sagði Óskar M a g n ú s s o n , forstjóri Ís- landssíma, í gær eftir að gengið var frá kaupum á hlut Norður l jósa og tengdra að- ila í Tali. Fyrir rúm- um mánuði keypti Íslands- sími 57,31% hlut Western Wireless í Tali fyrir 2.349 m i l l j ó n i r króna. Fyrir lá að Íslandssími keypti einnig hlut Norðurljósa og tengdra aðila og var gengið form- lega frá kaupunum í gær. Kaup- verð þessara hluta er 1.750 millj- ónir króna. Samanlagt kaupverð allra hlutabréfa Tals er því 4,1 milljarðar króna og var það greitt í gær. ■ KAUPVERÐ HLUTABRÉFA Í TALI Í MILLJÓNUM KRÓNA Western Wireless 57,31% 2.349 Norðurljós 35,00% 1.435 Tal holding 6,00% 246 Þórólfur Árnason 1,00% 41 Ragnar Aðalsteinsson 0,51% 21 ÓSKAR MAGNÚSSON gekk í gær frá kaupum á öllum hlutabréfum í Tali og greiddi kaup- verðið, 4,1 milljarða króna. Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra. Svíar sendu í gær formlega kvörtun til Alþjóða hvalveiði- ráðsins vegna aðildar Íslands að ráðinu. Atkvæði Svía réði úrslitum um að aðild Íslands að ráðinu var samþykkt á fundi ráðsins fyrr á þessu ári en þeir segja að fyrir mistök hafi þeir greitt atkvæði þvert á vilja sinn. Ég sé ekki hvernig það ætti að geta gerst. Þetta eru mótmæli sem við áttum von á. SPURNING DAGSINS Verður okkur kastað út á nýj- an leik? KÁRAHNJÚKAVIRKJUN 17 milljarða króna tap að mati Þorsteins Siglaugssonar hagfræðings: Rúmra fjögurra milljarða hækkun fjárlaga: Stærstur hluti í heil- brigðis og menntamál

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.