Fréttablaðið - 27.11.2002, Blaðsíða 7
8 27. nóvember 2002 MIÐVIKUDAGUR
PARÍS, AP Flugumferð lá að miklu
leyti niðri í Frakklandi í gær
vegna verkfalls flugumferðar-
stjóra. Þjóðfélagið var auk þess að
stórum hluta lamað vegna verk-
falls annarra opinberra starfs-
manna, þar á meðal póstmanna,
flutningamanna og starfsfólks
sjúkrahúsa og veitustofnana.
Verkfallið hófst klukkan tíu á
mánudagskvöld og stóð þar til
klukkan fimm í morgun, samtals í
32 klukkustundir. Verkfallið hafði
mikil áhrif á flug, bæði innan
Frakklands og til annarra Evrópu-
landa. Áhrifin voru þó minni á
flug til fjarlægari staða í Amer-
íku, Afríku og Asíu.
Vöruflutningamenn hófu verk-
fallsaðgerðir sínar snemma á
mánudaginn og stöðvuðu um hríð
umferð víða um land með því að
leggja flutningabifreiðum sínum
á fjölförnum umferðaræðum.
Verkföllin eru ein alvarlegasta
prófraun ríkisstjórnar Jean-
Pierre Raffarin til þessa. Stjórnin
hefur aðeins verið við völd í fimm
mánuði en hefur gert það að for-
gangsmáli að selja hlut ríkisins í
mörgum fyrirtækjum til þess að
afla fjár. ■
Stærstu félögin með
sjö milljarða hagnað
Fyrstu níu mánuðir ársins hafa skilað útgerðinni góðri afkomu. Framlegð fer lækkandi þegar
líður á árið. Fimm stærstu félögin sem ráða þriðjungi aflaheimilda högnuðust um sjö milljarða
króna. Horfur eru þokkalegar en búist er við að næsta ár skili félögunum heldur lakari afkomu.
SJÁVARÚTVEGUR Hagnaður fimm
stærstu útgerðarfélaga landsins
er um sjö milljarðar fyrstu níu
mánuði ársins. Félögin, Eimskip,
Samherji, Grandi, Þormóður
rammi og Þorbjörn Fiskanes,
ráða yfir þriðjungi aflaheimilda
landsins. Eimskipafélagið ræður
yfir 11,4% af aflaheimildum.
Hagnaður félagsins af sjávarút-
vegi er rúmir tveir milljarðar
króna. Hagnaður Eimskipafé-
lagsins fyrir afskriftir og fjár-
magnsliði var tæpir 2,5 milljarð-
ar.
Samherji birti uppgjör í gær
og var niðurstaðan fyrir afskrift-
ir og fjármagnsliði svipuð og í
fyrra eða um 2,5 milljarðar. Fjár-
magnsliðir voru hagstæðir í ár
hjá útgerðarfélögum og var
hagnaður Samherja tæpir tveir
milljarðar króna.
Ytri aðstæður sjávarútvegsins
hafa verið nokkuð góðar á árinu.
Styrking krónunnar myndar
gengishagnað hjá fyrirtækjun-
um, en veikir hins vegar tekju-
myndun þeirra. Framlegð fyrir-
tækjanna hefur að þessum sök-
um lækkað á seinni hluta ársins.
Auk þess hefur verð afurða lækk-
að lítillega. Verð afurða hefur
verið frekar hátt, nema í rækju,
þar sem afkoman er slök.
Búast má við því að afrakstur-
inn verði minni á síðasta fjórð-
ungi ársins. Afkoma sjávarút-
vegsfyrirtækja er að jafnaði
betri á fyrri helmingi ársins en
þeim síðari.
Afkoma útgerðarfyrirtækja
fyrir afskriftir og fjármagnsliði
er mjög góð í sögulegu samhengi.
Hagnaður er um 26% af tekjum.
Eimskipafélagið er með lægri
framlegð eða um 22%. Það
skýrist af annari samsetningu
vinnslunnar. Framlegð í kringum
20% þykir vel ásættanleg í grein-
inni.
Horfur í rekstri fyrirtækj-
anna eru þokkalegar. Flest bend-
ir til þess að gengi krónunnar
verði stöðugt eða hækki örlítið.
Menn gera sér vonir um að afla-
heimildir verði auknar á næsta
ári. Fiskverð og olíuverð eru
þættir sem erfitt er að spá fyrir
um. Stríð í Írak gæti leitt til
hækkandi olíuverðs. Flest bendir
til að næsta ár verði ekki jafn
gott og þetta ár. Framlegð fyrir-
tækjanna fari lækkandi, en verði
þó vel viðunandi.
haflidi@frettabladid.is
VERKFALLSAÐGERÐIR Á VEGUM ÚTI
Umferð stöðvaðist á vegum víða um Frakkland á mánudaginn vegna verkfallsaðgerða bif-
reiðastjóra. Í gær lamaðist svo flugumferð vegna verkfalls flugumferðarstjóra.
Verkfall flugumferðarstjóra í Frakklandi:
Lamar alla
flugumferð
AP
/C
H
R
IS
TO
PH
E
EN
A
GÓÐ AFKOMA
Stærstu útgerðirnar fá um 26% af tekjum
sínum í hagnað fyrir afskriftir og fjár-
magnsliði. Hlutfallið er hátt í sögulegu
samhengi, en ekki er búist við því að það
haldist svo hátt á næsta ári.
HORFUR Í REKSTRI FYRIRTÆKJANNA ERU ÞOKKALEGAR
Fyrirtæki: Hagnaður Hagnaður fyrir afskrifir Aflahlutdeild
í milljónum kr. og fjármagnsliði
Eimskip sjávarútvegur 2.040 2.446 11,4%
Samherji 1.950 2.496 8,1%
Grandi 1.425 1.220 4,9%
Þorm. rammi/Sæberg 899 1.049 4,8%
Þorbjörn Fiskanes 775 901 4,7%
KAFFI Fyrirtækið Kaffitár hefur
ákveðið að ráðast í byggingu 1330
fermetra glerhýsis í Njarðvík við
Reykjanesbrautina og koma sér þar
fyrir til framtíðar. Nú er fyrirtækið
í 400 fermetra húsnæði í Ytri-
Njarðvík.
„Þetta hús er búið að vera tvö ár
í hönnun og við lítum á það sem
auglýsingu við veginn auk þess sem
það á að hýsa starfsemi okkar,“ seg-
ir Aðalheiður Héðinsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Kaffitárs. „Það sést
inn í bygginguna í gegnum glerið
og þarna getum við tekið á móti
gestum og verið með rannsóknar-
stofu,“ segir hún.
Auk þess að mala og framleiða
kaffi rekur Kaffitár þrjú kaffihús í
Reykjavík og er tilbúið að mæta
hvaða samkeppni sem er: „Við höf-
um átt Íslandsmeistara kaffiþjóna
þrjú undanfarin ár og ætlum að
halda því áfram. Þó Starbucks eða
aðrar stórar keðjur kæmu hingað
ættum við í fullu tré við þær,“ seg-
ir Aðalheiður en hjá fyrirtækinu
starfa 45 manns, þar af 15 í kaffi-
brennslunni sjálfri. Ef að líkum
lætur verður nýja byggingin vígð í
október á næsta ári. ■
Niðurlagning Umsýslu-
stofnunar varnarmála:
Milljónir
í biðlaun
UMSÝSLUSTOFNUN Utanríkisráð-
herra hefur farið fram á átta
milljóna króna tímabundið fram-
lag í eitt ár í kjölfar niðurlagning-
ar Umsýslustofnunar varnarmála.
Framlaginu er ætlað að standa
straum af kostnaði vegna bið-
launa og lífeyrisréttinda fyrrver-
andi forstjóra stofnunarinnar og
ritara hans. Þá fer ráðherra
einnig fram á níu milljóna króna
fjárveitingu vegna flutnings
verkefna til sýslumannsins á
Keflavíkurflugvelli. Samþykkt
var að leggja stofnunina niður í
haust og fela sýslumanninum á
Keflavíkurflugvelli að hafa um-
sjón með sölu á afgangsvarningi
varnarliðsins og varnarliðs-
manna. Talið er að ráða þurfi tvo
starfsmenn til embættisins til að
vinna umrædd verkefni. ■
NÝJA HÚSIÐ
Kaffitár ætlar að byggja við Reykjanes-
brautina.
ORÐRÉTT
VIÐ ÞEKKJUM LÍKA
SVONA MENN
Bush er í rauninni snillingur,
því að Bandaríkjamenn hrópa
húrra, þegar hann sparkar í þá.
Jónas Kristjánsson varar menn við að
líta á Bush sem bjána. Jonas.is, 26. nóv-
ember.
GÆSLUVARÐHALD TIL
AÐ LEITA ÁSTÆÐU
Engar ástæður og ekkert til-
efni er til þessara hugmynda sem
hann telur rökstuddar.
Jón H.B. Snorrason, saksóknari Ríkis-
lögreglustjóra, um tölvupóst
Ástþórs Magnússonar.
Morgunblaðið, 26. nóvember.
RÍFUM NÝJU HVERFIN!
Þeir nota hvert tækifæri til að
rífa niður hverfið.
Kristinn Bjarnason, framkvæmdastjóri
Frjálsa fjárfestingarbankans, um málflutn-
ing sjálfstæðismanna um Grafarholts-
hverfið. Morgunblaðið 23. nóvember.
Reykjanesbrautin:
Kaffitár byggir glerhýsi
GEIR H. HAARDE
Klára á fjárlögin í næstu viku. Þá kemur í
ljós hvaða tekjur koma á móti útgjöldum.
Fjármálaráðherra:
Sér ekki fyrir
sér halla-
rekstur
FJÁRLÖG Geir H. Haarde fjármála-
ráðherra segist ekki sjá fyrir sér
að halli verði á rekstri ríkissjóðs,
hvorki á þessu ári né því næsta,
þrátt fyrir miklar hækkanir á út-
gjaldaliðum fjárlagafrumvarps
næsta árs og fjáraukalagafrum-
varps fyrir þetta ár.
„Það er hefðbundið að það
komi dýfa við aðra umræðu,“ seg-
ir fjármálaráðherra og vísar til
þess að þar komi inn tillögur um
aukin útgjöld en tekjuhliðin sé
tekin fyrir við þriðju umræðu og
þá sé endurskoðuð tekjuáætlun
ríkisins birt. „Þar koma tekjurnar
inn.“ Niðurstaðan fæst ekki fyrr
en þær tölur koma inn.
Fjármálaráðherra segist ekk-
ert geta tjáð sig um efnislega
vinnu við fjárlögin meðan hún
standi yfir. Hann svarar því þess
vegna ekki hvort fundnir verði
nýir tekjustofnar eða hvort aðrar
álögur verði auknar til þess að
skila hallalausum fjárlögum fyrir
næsta ár. Samkvæmt heimildum
blaðsins getur reynst erfitt að
skila hallalausum fjárlögum án
þess að annað hvort þeirra atriða
komi til. ■