Fréttablaðið - 27.11.2002, Side 17

Fréttablaðið - 27.11.2002, Side 17
FUNDIR 12.30 Malin Zimm flytur fyrirlesturinn A Clockwork Urban í stofu 113 í LHÍ í Skipholti. Hún fjallar um rót- tækt hverfaskipulag frá tilviljana- kenndri fagurfræði fyrsta kvik- myndafélags heimsins til áhrifa Archigrams, og frá þráðlausu ímyndunarafli fútúristanna til áhrifa hinna þráðlausu kerfa al- þjóðavæðingar. 13:30 Kærleiksþjónustusvið Biskups- stofu stendur fyrir fræðslu- og umræðufundi í Hallgrímskirkju um atvinnumissi, áhrif hans á líð- an fólks og hvernig skynsamlegt er að bregðast við. Séra Jón Dal- bú Hróbjartsson fjallar um sorg- ina og vonina og leiðir síðan sam- tal. Fundarstjóri er Bryndís Val- bjarnardóttir guðfræðingur. Allir velkomnir. Boðið verður upp á kaffi og kleinur. 16.00 Þorvaldur Gylfason flytur erindi í málstofu viðskipta- og hagfræði- deildar. Erindið nefnir hann Tekjuskipting og hagvöxtur. Mál- stofan fer fram í húsnæði Hag- fræðistofnunar Háskólans að Ara- götu 14. 20.00 Kínaklúbbur Unnar kynnir næstu Kínaferð í húsi Kínaklúbbsins, Njálsgötu 33. Ferðin verður farin 8.-31. maí á næsta ári. Farið verð- ur vítt og breitt um Kína. Allir eru velkomir á kynninguna á meðan húsrúm leyfir. TÓNLEIKAR 12.30 Petrea Óskarsdóttir leikur á flautu og Þórarinn Stefánsson leikur á píanó verk eftir Camille Saint-Saëns, Gabriel Fauré og Philippe Gaubert á síðustu há- skólatónleikum haustmisseris. Tónleikarnir eru haldnir í Nor- ræna húsinu. Aðgangseyrir er kr. 500 en ókeypis er fyrir handhafa stúdentaskírteina. BÍÓ 20.30 Goethe-Zentrum á Laugavegi 18 sýnir þýsku kvikmyndina Die Un- berührbare frá árinu 2000. Mynd- in er 103 mínútur og er ótextuð. SKEMMTUN 22.00 Míkrófónkvöld verður haldið á Sportkaffi í samvinnu við Radíó X. Þar munu uppistandarar, reyndir sem óreyndir, fá tækifæri til að spreyta sig í bland við fagmenn. Gestgjafi kvöldsins verður Sigur- jón Kjartansson. SÝNINGAR Ljósmyndasýning Þorkels Þorkelssonar, Í skugga styrjaldar, stendur yfir í Lista- safni ASÍ í Ásmundarsal. Á sýningunni eru svart/hvítar ljósmyndir frá Palestínu og Ísrael sem hann tók síðastliðið vor. Listasafn ASÍ er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 14-18. Aðgangur er ókeypis. Sýningin stendur til 8. desem- ber. Sýningin Þetta vilja börnin sjá er haldin í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Sýndar verða myndskreytingar úr nýút- komnum barnabókum. Sýningunni lýkur 6. janúar 2003. Allir velkomnir. Hildur Margrétardóttir myndlistarkona sýnir nokkur óhlutbundin málverk á Mokka-kaffi. Sýningin stendur til 15. jan- úar. Sýningin Milli goðsagnar og veruleika er í Listasafni Reykjavíkur. Sýningin kemur frá Ríkislistasafni Jórdaníu í Amman og er ætlað að varpa ljósi á heim araba. Rósa og Stella sýna í Gallerí Skugga, Hverfisgötu 39. Sýningarnar standa til 1. desember og er galleríið opið frá 13 til 17 alla daga nema mánudaga. Sýning á nokkrum verkum Guðmundar Hannessonar ljósmyndara stendur yfir í Gallerí Fold. Sýningin nefnist Reykja- víkurminningar en myndirnar tók Guð- mundur um miðja síðustu öld í Reykja- vík. Inga Svala Þórsdóttir sýnir Borg í Lista- safni Reykjavíkur. Inga Svala fjallar um og endurvekur draumsýnina um hið full- komna samfélag. Hún leggur fram hug- mynd að milljón manna borgarskipulagi í Borgarfirði og á norðanverðu Snæfells- nesi. Hrafnhildur Arnardóttir sýnir „Shrine of my Vanity“ sem útleggst á íslensku „Helgidómur hégóma míns“ í Gallerí Hlemmi. Leiðarstef sýningarinnar er hið svokallaða IVD (intensive vanity dis- order) eða hégómaröskun en það heil- kenni verður æ algengara meðal þeirra sem temja sér lífsstíl Vesturlandabúa. Myndlistamaðurinn Hildur Ásgeirsdóttir Jónsson sýnir í Galleríi Sævars Karls. Kyrr birta - heilög birta er heitið á sýn- ingu sem stendur yfir í Listasafni Kópa- vogs. Sýningarstjóri er Guðbergur Bergs- son. Stærsta sýning á íslenskri samtímalist stendur yfir í Listasafni Íslands. Sýnd eru verk eftir um 50 listamenn sem fæddir eru eftir 1950 og spannar sýning- in árin 1980-2000. Sýningin Í sjöunda himni stendur yfir í gallerí Undirheimum, Álafossi, Mosfells- bæ. Þar sýna 7 listakonur vatnslitaverk. Opið er alla daga 12-17 nema miðviku- daga. Sýningin stendur til 24. nóvember. Anna Gunnlaugsdóttir sýnir 365 mynd- verk, unnin á jafnmörgum dögum, í Gallerí Glámi, Laugavegi 26, Grettisgötu- megin. Sýningin stendur til 24. nóvem- ber. Guðrún Tryggvadóttir sýnir í Listhúsinu í Laugardal. Sýningin ber heitið Furðu- dýr í íslenskum þjóðsögum og er sam- sett af myndskreytingum úr samnefndri bók. Sýningin stendur til 30. nóvember. Sýningin Hraun - ís - skógur er í Lista- safni Akureyrar. Sýningin er opin alla daga milli 12 og 17. Henni lýkur 15. des- ember. Veiðimenn í útnorðri er yfirskrift á sýn- ingu sem Edward Fuglö heldur í Nor- ræna húsinu. Í Ljósmyndasafni Reykjavíkur stendur yfir sýning á portrettmyndum Augusts Sanders. Sýningin er í Grófarsal, Grófar- húsi, Tryggvagötu 15, 101 Reykjavík og stendur til 1. desember 2002. Opnunar- tími er 12-18 virka daga en 13-17 um helgar. Jóhanna Ólafsdóttir og Spiros Misokil- is sýna ljósmyndir sínar á Kaffi Mokka. Sýningin heitir „Orbital Reflections“. Allir eru velkomnir. Tróndur Patursson frá Færeyjum sýnir málverk í aðalsal Hafnarborgar. Flökt - Ambulatory - Wandelgang er samsýning Magnúsar Pálssonar, Erics Andersens og Wolfgangs Müllers í Ný- listasafninu. Ágústa Oddsdóttir sýnir í gluggum Vatnsstígs 10. 18 27. nóvember 2002 MIÐVIKUDAGUR GRÍN Sigurjón Kjartansson verður gestgjafi á Míkrófónkvöldi sem haldið verður á Sportkaffi í kvöld. Fyrirmyndin að kvöldinu er sótt út í hinn stóra heim en þar kallast fyrirbærið „open mike“ og geng- ur út á það að gefa reyndum og óreyndum uppistöndurum tæki- færi til að spreyta sig í bland við fagmenn. Fyrsta Míkrófónkvöldið var haldið í síðustu viku og tókst að sögn Sigurjóns býsna vel. „Þar tróðu þeir Jón Mýrdal og Birgir Búason upp og gerðu mikla lukku. Þeir jaðra við að vera fagmenn en annars snýst þetta ekki um það hvort menn eru fagmenn eða ama- törar heldur bara að menn séu fyndnir. Og samkæmt hefðinni er öllum frjálst að troða upp. Þeir Jón og Birgir ætla að endurtaka leikinn og svo mætir Snorri Her- gill en hann komst í úrslit í keppn- inni Fyndnasti maður Íslands.“ Sigurjón sjálfur hyggst svo fara með nokkur vel valin gaman- mál. ■ TÓNLEIKAR Í kvöld heldur KK út- gáfutónleika í Austurbæ í tilefni af nýja diskinum sínum, Paradís. „Þetta verður allt af fingrum fram,“ segir KK. „Við spilum alla nýju plötuna, en líka nokkur eldri lög sem fólk þekkir og svo eitt- hvað úr sarpnum, sem mér per- sónulega þykir ofsalega vænt um og finnst gaman að spila.“ Með KK í kvöld er fimm manna hljómsveit og tvær ungar stúlkur sem syngja bakraddir. „Þær eru nemar í FÍH og heita Ragnhildur Gröndal og Þóra Gísladóttir. Það er nauðsynlegt að fá nýtt blóð í þennan bransa. Birgir Braga verð- ur á kontrabassanum, Guðmundur Péturs á gítar, Þórir Baldurs á Hammondinu og svo tekur Guðni Fransson fram „didserídúið“ sitt og bólívíska bassaflautu.“ KK segist vera á örlítið nýjum slóðum á Paradís. „Ég er að leyfa mér að spila eins og mig langar til án þess að láta það stjórna ferð- inni hvað ég held að aðrir vilji heyra. Ég er meira að segja svolít- ið - nei annars,“ segir hann og hik- ar, „bara heilmikið eigingjarn á þessari plötu, læt svona flæða.“ Hann segist vera mjög þakklátur fyrir þær viðtökur sem platan hef- ur þegar fengið. „Það er svo ljúft að fólk skuli sýna þessu „barni mínu“ áhuga. Það er ekki til betri tilfinning hjá foreldri en þegar einhver er góður við barnið þess og það er akkúrat tilfinningin mín núna.“ KK, sem lengi var götu- söngvari í Evrópu, býst ekki við að hann muni í sumar taka upp á því að syngja á götuhornum í Reykja- vík. „Íslendingar taka ekkert mark á mér sem götusöngvara. Þeir taka reyndar ekkert mark á götumúsíköntum yfirleitt og halda að þetta sé eitthvert djók, enda ekki vanir þessari tegund af tón- listarmönnum. Ísland er svo úr leið og þessir tónlistarmenn eru nú yfirleitt ekki mjög fjáðir.“ Útgáfutónleikarnir í Austur- bæjarbíói hefjast klukkan 21 og halda áfram fram eftir kvöldi eins og stemningin býður. ■ MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER hvað? hvar? hvenær? KK MEÐ TÓNLEIKA Götusöngvarinn fyrrverandi býst ekki við að syngja á götuhornum í Reykjavík í sumar af því að Íslendingar taka ekki mark á slíkum tónlistarmönnum. KK og félagar kynna nýútkominn disk, Paradís, í Austurbæ í kvöld: Spilum eins lengi og stemningin býður SIGURJÓN KJARTANSSON Tekur á móti brandaraköllum og -kelling- um á Sportkaffi og leyfir öllum að stíga á stokk. Eina skilyrðið sem hann setur er að fólk sé fyndið. Gamanmál: Orðið er laust

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.