Fréttablaðið - 27.11.2002, Side 18

Fréttablaðið - 27.11.2002, Side 18
MIÐVIKUDAGUR 27. nóvember 2002 KVIKMYND Þýska kvikmyndin Die Unberührbare segir frá Hönnu Flanders, sem forðum daga var vinsæll rithöfundur og hálfgert bókmenntagoð á sjöunda áratugn- um og var auk þess dýrkuð sem hugsjónakona á sviði samfélags- mála. Hún einangraðist með ár- unum, bæði í þjóðfélagslegu tilliti og í mannlegum samskiptum. Þegar Berlínarmúrinn fellur 1989 bresta síðustu vonir hennar, skáldsögurnar vekja enga athygli lengur og vinir og fjölskylda snúa við henni bakinu. Þessi sögulegi atburður fyllir hana depurð en viðhorf hennar til kommúnista- ríkjanna voru mjög jákvæð. Myndin hefur hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar en í henni styðst leikstjórinn, Oscar Roehler, við ævi og ævilok móður sinnar, rithöfundarins Giselu Elsner. Myndin, sem gerð var árið 2000, verður sýnd í Goethe- Zentrum á Laugavegi 18 klukkan 20.30 í kvöld. Hún er 103 mínútna löng og er sýnd ótextuð. ■ HANNA FLANDERS Lendir í ógöngum þegar Berlínarmúrinn fellur og reynist vonlaust að fóta sig í breyttum heimi. Þýsk kvikmynd: Einangrun eftir fall múrsins

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.