Fréttablaðið - 23.12.2002, Qupperneq 1
AFMÆLI
Stóðu vörð
um afmælið
bls. 30
Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Mánudagurinn 23. desember 2002
Myndlist 18
Bíó 20
Íþróttir 10
Sjónvarp 22
KVÖLDIÐ Í KVÖLD
TÓNLEIKAR Þorláksmessutónleikar
Bubba Morthens á Hótel Borg eru
orðnir fastur liður í aðdraganda
jóla hjá hópi fólks. Bubbi lætur
ekki deigan síga og heldur upp-
teknum hætti þessi jólin líka. Tón-
leikarnir hefjast klukkan 20:30.
Rósa Guðmundsdóttir mun hita upp
fyrir Bubba að þessu sinni.
Hinn árlegi Bubbi
FRIÐUR Friðarganga á Þorláksmessu
verður gengin niður Laugaveginn í
23. sinn í dag. Safnast verður sam-
an kl. 17:30 á Hlemmi og lagt af
stað klukkan 18. Fólk er hvatt til að
mæta tímanlega. Kristín Helga
Gunnarsdóttir flytur ávarp Sam-
starfshóps friðarhreyfinga en fund-
arstjóri verður Katrín Jakobsdóttir
háskólanemi.
Friðarganga
á Þorláksmessu
MESSA Páll Óskar Hjálmtýsson og
Monika Abendroth hörpuleikari
flytja íslensk jólalög og sálma í
miðnæturmessu Fríkirkjunnar í
Reykjavík í kvöld klukkan 23:30.
Anna Sigríður Helgadóttir mun
einnig flytja jólasálminn fræga „Ó
helga nótt.“ Slökkt verður á öllum
rafmagnsljósum um miðbik
messunnar og kirkjugestir bera lif-
andi kertaljós út í jólanóttina.
Prestur er séra Hjörtur Magni
Jóhannsson.
Páll Óskar í
miðnæturmessu
JÓLASPIL
Róið
á sömu mið
MÁNUDAGUR
260. tölublað – 2. árgangur
bls. 16
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
K
R
I
19
57
2
12
/2
00
2
dagur til jóla
e r m e › a l l t f y r i r j ó l i n
1
Opið til kl. 23.00
ÍÞRÓTTIR
Talaði
illa
um konuna
bls. 10
KVIKMYNDIR
Djásnið
snýr aftur
bls. 20
REYKJAVÍK Austan 3-5 m/s og
rigning eða súld framan af,
en suð-austan 8-13 og rign-
ing síðdegis. Hiti 1-7 stig.
VEÐRIÐ Í DAG
VINDUR ÚRKOMA HITI
Ísafjörður 10-15 Rigning 5
Akureyri 3-8 Skýjað 6
Egilsstaðir 5-10 Skýjað 7
Vestmannaeyjar 8-13 Rigning 7➜
➜
➜
➜
+
+
+
+
STJÓRNMÁL „Við viljum mjög gjarn-
an halda Ingibjörgu Sólrúnu áfram
sem borgarstjóra en ef hún kýs að
fara í landsmálin þá verður hún að
fara frá. Við óskum henni þá bara
velfarnaðar í því,“ sagði Alfreð Þor-
steinsson, oddviti framsóknar-
manna í Reykjavík, eftir sameigin-
legan fund beggja kjördæmisráða
Framsóknarflokksins í Reykjavík,
borgarfulltrúa og formanns flokks-
ins í gær.
Fundurinn ítrekaði þar fyrri af-
stöðu sína þess efnis að Ingibjörg
Sólrún geti ekki sinnt starfi borgar-
stjóra áfram, fari hún fram fyrir
Samfylkinguna í vor. Framsóknar-
menn telja nauðsynlegt að þessi mál
verði til lykta leidd á allra næstu
dögum, borgarstjóri verði að gera
upp við sig á hvaða vettvangi hún
ætli að starfa.
„Við gefum þessu ekki langan
tíma. Við viljum eyða þeirri óvissu
sem er uppi og flýta ákvarðanatöku.
Það þýðir að lausn verður að finnast
fyrir jól,“ sagði Alfreð.
„Við ákváðum síðast þegar við
hittumst á vettvangi borgarmálanna
að hittast aftur 30. desember, menn
gæfu sér tíma til að fara yfir stöð-
una þangað til. Það er engin ögur-
stund og ég tel enga ástæðu til að
flýta því ferli,“ sagði Ingibjörg Sól-
rún Gísladóttir.
Hún þingaði með Halldóri Ás-
grímssyni, formanni Framsóknar-
flokksins, áður en forystusveit
Framsóknarflokksins hittist í gær-
morgun.
„Það fór ágætlega á með okkur
en ég á ekki von á því að við þingum
í dag,“ sagði Ingibjörg og bætti við
að engan bilbug væri að finna á sér.
„Ég er ekki að bakka út úr minni
ákvörðun um framboð. Jafnframt
stendur mitt tilboð um að gegna
embætti borgarstjóra áfram. Það er
mitt að ákveða það og ég treysti mér
fyllilega til að gæta alls trúnaðar
gagnvart Reykjavíkurlistanum og
því sem hann stendur fyrir og gagn-
vart því fólki sem hann kaus,“ sagði
Ingibjörg.
Sá möguleiki hefur verið nefnd-
ur að Ingibjörg Sólrún taki sér leyfi
frá störfum borgarstjóra og Helga
Jónsdóttir borgarritari leysi hana
af. Borgarritari er staðgengill borg-
arstjóra samkvæmt ráðningar-
samningi og samþykktum borgar-
innar.
„Það leysir engan vanda,“ sagði
Alfreð Þorsteinsson.
Hugmyndin hefur samkvæmt
heimildum Fréttablaðsins ekki ver-
ið rædd við Helgu sjálfa, enda
næsta víst að hún sé afhuga henni.
Hálfur annar áratugur er síðan
Helga hætti afskiptum af pólitík og
hefur verið embættismaður síðan.
Vinstri grænir eru enn á þeirri
skoðun að ekki fari saman þing-
framboð Ingibjargar Sólrúnar og
áframhaldandi seta hennar í emb-
ætti borgarstjóra.
„Menn munu þó teygja sig eins
langt og hægt er til að leysa málið.
En ég held að það væri farsælast
fyrir alla að spara stóryrðin,“ sagði
Steingrímur Ólafsson, formaður
Vinstri grænna í Reykjavík.
meira bls. 4
the@frettabladid.is
Ingibjörg svari
Framsókn í dag
Forystumenn Framsóknarflokksins segja að Ingibjörg Sólrún Gísladótt-
ir borgarstjóri verði að fara frá, ætli hún í framboð. Þeir vilja svar fyrir
jól. Engin ögurstund, segir Ingibjörg Sólrún og hvikar hvergi.
NOKKRAR STAÐREYNDIR UM
MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 12 TIL 80 ÁRA
Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 69,6% SAMKVÆMT
FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í OKTÓBER 2002.
Fr
é
tt
a
b
la
ð
ið
Meðallestur 25 til 49 ára
samkvæmt fjölmiðlakönnun
Gallup frá október 2002
29%
D
V
80.000 eintök
70% fólks les blaðið
Hvaða blöð lesa
25 til 49 ára
íbúar á höfuð-
borgarsvæðinu
á mánudögum?
73%
Gleðileg jól!
JÓLABALL Það er gleði víða í dag og óþreyju er farið að gæta hjá smáfólkinu. Það er kjörið að stytta sér biðina með jólasveinunum.