Fréttablaðið - 23.12.2002, Qupperneq 14
14 23. desember 2002 MÁNUDAGUR
Njóttu þess
að vera til
um leið og
þú hugar að
heilsunni
MANNLÍFIÐ BLÓMSTRAR
Þorláksmessan er einn þeirra daga á árinu þegar Íslendingar safnast saman í miðbæjar-
kjarna bæja og borga til að sýna sig og sjá aðra.
Það liggur skötulykt í loftinu. Það sést til nokkurra á hlaupum,
kófsveittra að redda síðustu jólagjöfunum. Miðbæir íslenskra þéttbýla
fyllast af fólki af öllum stærðum og gerðum.
Skötulykt undanfari friðar
Messa heilags Þorláks er núgengin í garð enn eitt árið.
Eins og aðra daga ársins er það
misjafnt hvað fólk tekur sér fyr-
ir hendur. Á meðan hluti þjóðar-
innar er á þönum að kaupa síð-
ustu jólagjafirnar, þrífa heimilið
eða stunda annan nauðsynlegan
jólaundirbúning tekur annar
hluti því rólega, röltir um og
upplifir mannlífið í ljósaskiptun-
um, sötrar kaffibolla eða öl á
kaffi- eða öldurhúsum, slappar
af og safnar kröftum fyrir jóla-
hátíðina. Þá halda sumir í þá hefð
að snæða kæsta skötu á meðan
hinir geifla sig og gretta yfir fer-
legum fnyknum sem leggur af
fiskinum.
Það er hins vegar sama hvað
fólk tekur sér fyrir hendur. Þessi
dagur skipar sérstakan sess hjá
landsmönnum og -konum. Jóla-
undirbúningurinn er að renna
sitt skeið og friðhelgi jólanna
tekur við af stressinu. Tónlistar-
fólk stendur á götum úti og spil-
ar og kyrjar jólalög. Sumir eiga
sér fastar hefðir á meðan aðrir
spila þetta af fingrum fram. ■
Þótt enn örli á kaupstaðarstemningunni gömlu í miðbæ Reykjavíkur
á Þorláksmessu hefur ýmislegt breyst í áranna rás.
Skartgripaverslanir halda þó enn sínum hlut.
Stemningin ýtir
undir eyðslugleðina
Þorláksmessa er síðasti eigin-legi verslunardagurinn fyrir
jól. Þá streyma allir sem vettlingi
geta valdið í bæinn til að drekka í
sig síðustu dreggjar aðventu-
stemningarinnar. Þetta er sá dag-
ur þegar miðbærinn réttir hlut
sinn gagnvart verslunarmiðstöðv-
unum og sjaldan er fjörlegra um
að litast í hjarta borgarinnar en
einmitt á Þorláksmessukvöld. En
þetta er einnig sá dagur þegar
miðaldra heimilisfeður í hund-
ruðavís vakna af værum blundi og
uppgötva að jólin eru rétt handan
við hornið. Auðvitað eru fleiri
sem eru á síðustu stundu og þurfa
að gera öll jólainnkaupin á Þor-
láksmessu en einhvern veginn
hefur sú saga orðið lífseig að karl-
menn á miðjum aldri séu hér í
meirihluta.
Það er engum blöðum um það
að fletta að Þorláksmessa er ein-
hver stærsti söludagur hjá gull-
smiðum landsins og hefur svo
verið um árabil. Þó það heyrist
einnig klingja í silfri hjá öðrum
kaupmönnum þennan dag virðist
svo vera sem stór hluti verslunar-
innar þennan dag komi í hlut
skartgripasala. „Meirihluti þeirra
sem kaupa skartgripi eru karl-
menn og þeir fara gjarnan á kreik
á Þorláksmessu,“ segir Þorbergur
Halldórsson, gullsmiður hjá Gull-
höllinni. „Það virðist vera partur
af jólastemningunni hjá þeim að
laumast frá konunni til að kaupa
handa henni jólagjöf og fá sér svo
einn og einn öl í leiðinni.“
Þótt enn eimi eftir af kaup-
staðarstemningunni gömlu viður-
kennir Þorbergur að ýmislegt
hafi tekið breytingum í áranna
rás. „Þetta hefur breyst mikið til
batnaðar og er nú mun yfirveg-
aðra og eðlilegra. Þegar ég var
enn að læra voru verslanir fullar
út úr dyrum á Þorláksmessu og
góðglaðir karlmenn létu pelana
ganga á milli sín.“ Þorbergur
minnist þó þessa tíma með dálitl-
um söknuði. „Þetta var auðvitað
oft mjög skemmtilegt, bæði fyrir
kúnnana og okkur hin. Það hljóp
stundum mikið kapp í menn og
þeir tóku að auka til muna upp-
hæðina sem upphaflega stóð til að
versla fyrir. Það var líka einn
mjög skemmtilegur hópur manna
á miðjum aldri sem fór alltaf að
skemmta sér á Þorláksmessu og
kom svo til okkar á aðfangadag til
að kaupa gjöf handa eiginkon-
unni. Þeir voru þá stundum búnir
að panta hluti fyrir fram eða
gengu beint að því sem vantaði í
settið hjá konunni. Þeir treystu á
okkur til að hjálpa þeim að velja
og þá var vissara að vera með það
á hreinu hvað væri búið að kaupa
áður.“ Að sögn Þorbergs fór það
oft svo að hann og samstarfsfólk-
ið komust ekki heim á leið fyrr en
um það leyti sem klukkurnar
hringdu inn jólin. ■
Kaupi allar jólagjafirnar
Ég hef enga sérstaka hefð áþví hvað ég geri á Þorláks-
messu. Reyni líka að forðast
slíkt,“ svarar Stefán Karl Stef-
ánsson leikari aðspurður um
hvernig hann eyði þessum degi
kæstrar skötu og síðustu-mín-
útu jólagjafareddinga. „Ég
borða til dæmis ekki skötu.
Reyndi það eitt sinn þegar ég
var lítill og lágur í loftinu en
heillaðist ekki. Lyktin af þessu
er svo viðbjóðsleg, eins og ein-
hver sé búinn að míga duglega
yfir þetta. Þyrfti að fá einhvern
til að kenna mér að borða þetta.“
Það stefndi í að Stefán þyrfti
að vinna á Þorláksmessu en
hann fékk svo óvænt frí. Þess
vegna ætlar hann að gera sem
minnst á Þorláksmessu fyrir
utan það að versla, slappa af, fá
sér jólakaffið á Súfistanum og
upplifa mannlífið. „Ég á ekki
stóra fjölskyldu þannig að ég
leyfi mér að kaupa jólagjafirnar
á Þorláki. Mér finnst gaman að
taka þátt í geðveikinni sem fylg-
ir þessum degi. Þetta jafnast á
við að vera á hernumdu svæði,“
útskýrir Stefán og segist halda
sig við miðbæinn. „Stemningin
þar verður svo meyr og
skemmtileg þegar líða tekur á
kvöldið.“ ■
ÞORBERGUR HALLDÓRSSON GULLSMIÐUR
„Það ríkir allt annað andrúmsloft í miðbænum á Þorláksmessu. Stemningin er öll miklu
léttari og fyrir vikið kaupir fólk líka meira.“
STEFÁN KARL STEFÁNSSON
Fékk óvænt frí á Þorláksmessu og ætlar að nota daginn til að slappa af.
Handmáluð, munnblásin glös
www.konunglegt.is
s:561 3478 og 891 7657
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/I
N
G
O
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/I
N
G
O