Fréttablaðið - 23.12.2002, Side 18
UPPÁKOMUR
Boðið er upp á fjölbreyttan varning á
jólamarkaði á Lækjartorgi. Einnig verður
boðið upp á ýmis skemmtiatriði svo
sem Eyjólf Kristjánsson, Hörð Torfason,
KK, Valgeir Guðjónsson, Vinabandið,
Santiago og fleira.
PREDIKUN
20.00 Biskup Íslands, Karl Sigurbjörns-
son, predikar á Lækjartorgi.
Einnig munu konur úr Léttsveit
Reykjavíkur syngja jólasálma.
TÓNLEIKAR
19.30 Tenórarnir þrír verða með tón-
leika á svölum Kaffi Sólon á horni
Bankastrætis og Ingólfsstrætis.
Tenórarnir þrír eru Jóhann Friðgeir
Valdimarsson, Snorri Wium og
Þorgeir Andrésson. Með þeim á
pianó mun leika Steinunn Birna
Ragnarsdóttir.
21.00 KK spilar á Gauki á Stöng.
20.30 Árlegir Þorláksmessutónleikar
Bubba Morthens verða á Hótel
Borg. Rósa Guðmundsdóttir sér
um upphitun.
Árlegir Þorláksmessutónleikar Ullarhatt-
anna verða á Sportkaffi. Sveitina
skipa þeir Eyjólfur Kristjánsson,
Stefán Hilmarsson og fleiri.
Jagúar spilar á Nasa.
23.30 Fríkirkjan í Reykjavík efnir til mið-
næturmessu. Þar munu Páll Ósk-
ar Hjálmtýsson söngvari og
Monika Abendroth hörpuleikari
flytja íslensk jólalög og jólasálma
við athöfnina. Anna Sigríður
Helgadóttir söngkona mun flytja
„Ó, helga nótt“. Prestur er séra
Hjörtur Magni Jóhannsson. Um
miðbik athafnar verður slökkt á
öllum rafmagnsljósum í kirkjunni
og kirkjugestir bera lifandi kerta-
ljós út í jólanóttina.
SÝNINGAR
Birgir Rafn Friðriksson heldur sýning-
una Án samhengis- allt að klámi í
Café Presto Hlíðasmára 15, Kópavogi.
Birgir sýnir 34 þurrpastelmyndir unnar á
árinu 2001. Sýningin stendur út janúar
2003 og er opin á opnunartíma Café
Presto, 10-23 virka daga og 12-18 um
helgar.
Myndlistarsýning Bryndísar Brynjars-
dóttur, Elsu Soffíu Jónsdóttur, Hilmars
Bjarnasonar og Þórdísar Þorleiksdótt-
ur stendur nú yfir í Bankastræti 5 (áður
Íslandsbanki). Sýningin er opin mánu-
daga-þriðjudaga kl. 13-18 og stendur til
23. desember.
Ingvar Þorvaldsson heldur sýningu á
olíumálverkum á Kaffi Mílanó, Faxafeni
11. Sýningin stendur út desember.
Listakonan Vera Sörensen heldur sýn-
inguna „Töfrandi landslag“ í Gallerý Veru
að Laugavegi 100. Sýningin er opin frá
11 til 18 og stendur út desember.
Sýning Kristjáns Jónssonar myndlistar-
manns stendur yfir í galleríi Sal á Hverf-
isgötu 39. Þar sýnir Kristján, sem nam
grafík og málaralist í Barcelona, um tutt-
ugu málverk sem ýmist eru unnin með
blandaðri tækni eða olíulitum. Sýningin
er opin daglega frá kl. 17 til 19,
Ingólfur Júlíusson ljósmyndari stendur
fyrir sýningunni Grænland - fjarri, svo
nærri í Reykjavíkurakademíunni, 4.
hæð, Sýningin er opin virka daga frá 9-
17 og stendur til 31. janúar.
Sýning á útsaumuðum frummyndum
Elsu E. Guðjónsson úr bók hennar
Jólasveinarnir 13 stendur yfir í Bóka-
safni Kópavogs. Sýningin er opin á opn-
unartíma safnsins og lýkur 6. janúar.
Guðjón Ketilsson sýnir á myndvegg
skartgripaverslunarinnar Mariellu á
Skólavörðustíg 12. Sýningin stendur til
5. janúar.
Í hers höndum er yfirskrift á sýningu
sem stendur yfir í Borgarskjalasafni
Reykjavíkur, í Grófarhúsi, Tryggvagötu 15,
6. hæð. Sýningin er opin alla daga
klukkan 12-17 og stendur til 2. febrúar.
Sýningin Milli goðsagnar og veruleika
er í Listasafni Reykjavíkur. Sýningin
kemur frá Ríkislistasafni Jórdaníu í
Amman og er ætlað að varpa ljósi á
heim araba.
Hrafnkell Birgisson hönnuður heldur
sýningu á verkum sínum í Kaffitári,
Bankastræti 8. Sýningin er opin frá 7.30
til 18.00 og stendur til 10. janúar.
Magnús Guðjónsson og Gunnar Geir
sýna í húsi Gráa kattarins, Hafnargötu
18 í Keflavík. Magnús sýnir verk sem
unnin eru í grjót og smíðajárn. Gunnar
Geir sýnir málverk, teikningar og lág-
myndir frá ýmsum tímabilum. Sýningin
stendur út desember og verður opin frá
kl. 14 til 18 alla daga nema sunnudaga.
Einar Hákonarson og Óli G. Jóhanns-
son sýna verk sín í Húsi málaranna við
Eiðistorg. Í nýjum sýningarsal í Húsi mál-
aranna sýna Bragi Ásgeirsson, Einar
Þorláksson, Guðmundur Ármann, Jó-
hanna Bogadóttir og Kjartan Guðjóns-
son. Sýningin stendur til 23. desember
og er opin frá 14 til 18 fimmtudaga til
sunnudaga.
Myndlistarmennirnir Bryndís Brynjars-
dóttir, Elsa Soffía Jónsdóttir, Hilmar
Bjarnason og Þórdís Þorleiksdóttir
sýna málverk, þrívíð form og hljóðverk í
Bankastræti 5 (fyrrum húsnæði Íslands-
banka). Sýningin stendur til 23. desem-
ber og er opin mánudaga - laugardaga
kl. 13-18.
Sýning á málverkum Aðalheiðar Val-
geirsdóttur stendur yfir í Hallgríms-
kirkju í Reykjavík. Á sýningunni eru mál-
verk unnin á þessu ári sérstaklega fyrir
sýninguna í kirkjunni. Viðfangsefnið er
Lífið, tíminn og eilífðin.Sýningin í Hall-
grímskirkju er haldin í boði Listvinafé-
lags Hallgrímskirkju og stendur til loka
febrúarmánaðar.
Sýningin Heimkoman eða: heimurinn
samkvæmt ART stendur yfir í Listasafni
Reykjavíkur - Kjarvalsstöðum. Sýningin
samanstendur af málverkum og ljós-
myndum danska myndlistarmannsins
Martin Bigum frá árunum 1997-2002.
Aðalheiður S. Eysteinsdóttir sýnir smá-
myndir og skúlptúra sem unnin eru í
anda jólanna í Kompunni, Kaupvangs-
stræti 23, Listagili á Akureyri. Sýningin
stendur til 23. desember og er opin alla
daga frá klukkan 14 til 18.
Í Hafnarborg stendur yfir sýningin
“Sambönd Íslands“, alþjóðleg sýning
með þátttöku erlendra listamanna sem
hafa heimsótt Ísland og íslenskra lista-
manna búsettra erlendis. Sýningin
stendur til 22. febrúar.
Sýning á nokkrum verkum Guðmundar
Hannessonar ljósmyndara stendur yfir
í Gallerí Fold. Sýningin nefnist Reykja-
víkurminningar en myndirnar tók Guð-
mundur um miðja síðustu öld í Reykja-
vík.
Inga Svala Þórsdóttir sýnir Borg í Lista-
safni Reykjavíkur. Inga Svala fjallar um
og endurvekur draumsýnina um hið full-
komna samfélag. Hún leggur fram hug-
mynd að milljón manna borgarskipulagi
í Borgarfirði og á norðanverðu Snæfells-
nesi.
Hrafnhildur Arnardóttir sýnir „Shrine of
my Vanity“ sem útleggst á íslensku
„Helgidómur hégóma míns“ í Gallerí
Hlemmi. Leiðarstef sýningarinnar er hið
svokallaða IVD (intensive vanity dis-
order) eða hégómaröskun en það heil-
kenni verður æ algengara meðal þeirra
sem temja sér lífsstíl Vesturlandabúa.
Sýningin Þetta vilja börnin sjá er haldin
í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi.
Sýndar verða myndskreytingar úr nýút-
komnum barnabókum. Sýningunni lýkur
6. janúar 2003.
Lína Rut Wilberg sýnir olíumálverk á
Café Presto, Hlíðarsmára 15, Kópavogi.
Opið 10-23 virka daga og 12-18 um
helgar.
Hildur Margrétardóttir myndlistarkona
sýnir nokkur óhlutbundin málverk á
Mokka-kaffi. Sýningin stendur til 15. jan-
úar.
Kyrr birta - heilög birta er heitið á sýn-
ingu sem stendur yfir í Listasafni Kópa-
vogs. Sýningarstjóri er Guðbergur Bergs-
son.
Stærsta sýning á íslenskri samtímalist
stendur yfir í Listasafni Íslands. Sýnd
eru verk eftir um 50 listamenn sem
fæddir eru eftir 1950 og spannar sýning-
in árin 1980-2000.
Veiðimenn í útnorðri er yfirskrift á sýn-
ingu sem Edward Fuglö heldur í Nor-
ræna húsinu.
Jóhanna Ólafsdóttir og Spiros Misokil-
is sýna ljósmyndir sínar á Kaffi Mokka.
Sýningin heitir „Orbital Reflections“. Allir
eru velkomnir.
18 23. desember 2002 MÁNUDAGUR
MÁNUDAGUR
23. DESEMBER
hvað?
hvar?
hvenær?
AÐFANGADAGUR
24. DESEMBER
hvað?
hvar?
hvenær?
Jagúar með tónleika á Nasa í kvöld:
Hitað upp fyrir
Londonferð
TÓNLEIKAR Það eru þrennir tón-
leikar á döfinni hjá Jagúar
næstu daga. Í kvöld verður
hljómsveitin á Nasa, sama dag
og Bubbi Morthens heldur sína
frægu Þorláksmessutónleika.
„Þetta er ekki stríðsyfirlýsing
gegn Bubba,“ segir básúnuleik-
arinn Samúel J. Samúelsson en
sveitin er í óðaönn að vinna nýja
plötu. „Á henni verður meira
sungið, það er mikil þróun í
gangi.“
Aðgangur á Þorláksmessu-
tónleikanna á Nasa er ókeypis.
„Þetta verða rólegir tónleikar,“
útskýrir Samúel en tónleikar
Jagúar hafa ekki verið þekktir
fyrir rólegheit. „Þegar menn
komast í gírinn þá er þetta róleg
og þægileg tónlist.“
Árið 2002 var nokkuð anna-
samt hjá Jagúar, hljómleikaferð
um Noreg snemma á árinu og í
sumar léku þeir fyrir áhuga-
sama í Hollandi og Belgíu. „Í
febrúar á næsta ári förum við
til London að spila á mjög fræg-
um klúbb sem heitir Jazz Café.“
Eigandi staðarins, Adrian Gib-
son, er víst nokkuð hrifinn af
bandinu. „Hann er plötusnúður
og heyrði plötuna okkar og vildi
fá okkur.“
Tónleikarnir hefjast kl. 22. ■
JAGÚAR
Jagúar með þrenna tónleika yfir hátíð-
arnar.
TÓNLIST Á Þorláksmessu verða
tenórarnir þrír að venju með
tónleika á svölum Sólon Kaffis
á horni Bankastrætis og Ing-
ólfsstrætis. „Við verðum með
sitt lítið af hverju, andlegt og
veraldlegt í bland,“ segir Þor-
geir Andrésson tenórsöngvari.
„Við syngjum þarna sóló hver
um sig og svo allir saman, til
dæmis La Donna Mobile og Ó,
helga nótt. Svo vonum við
Reykvíkingar nær og fjær
syngi með okkur Heims um ból
í lokin. Steinunn Birna Ragn-
arsdóttir spilar undir á píanó og
við ætlum að syngja svo undir
tekur í miðbænum.“
Tenórarnir eru þeir Jóhann
Friðgeir Valdimarsson, Snorri
Wium og Þorgeir Andrésson.
Tónleikarnir eru í boðið
Reykjavíkurborgar og hefjast á
slaginu 19.30. ■
JÓHANN FRIÐGEIR
VALDIMARSSON
Einn tenóranna sem syngja í Banka-
strætinu á Þorláksmessu. Hinir eru Þor-
geir Andrésson og Snorri Wium.
Þrír tenórar í Banka-
strætinu:
Syngja svo
undir tekur í
miðbænum
Handmáluð, munnblásin glös
www.konunglegt.is
s:561 3478 og 891 7657
Stórútsala
Fatamarkaður
Barnaföt - dömuföt - herraföt
Skeifunni 8