Fréttablaðið - 23.12.2002, Side 30

Fréttablaðið - 23.12.2002, Side 30
30 23. desember 2002 MÁNUDAGUR VIKUNESTI Njótið jólanna og andið léttar. Sleppið fram af ykkur beislinu í mat og gleði. Gefið ykkur tíma. Lesið. Íhugið eigin stöðu og ykkar nán- ustu. Með velvilja. Farið helst ekki á fætur nema til að mæta í jóla- boðin. Og elskið ástina ykkar. Fjölskyldan er aðaláhugamálið Jónína Bjartmarz alþingismaður er fimmtíu ára í dag. Fjölskyldan er hennar helsta áhugamál og hún segir það eilíft verkefni að skapa sam- verustundir fyrir hana. 50 ÁRA Jónína Bjartmarz alþingis- maður er fimmtug í dag og lætur jólaundirbúninginn ekki koma í veg fyrir að fjölskyldan komi saman. „Ég geri mér og mínum nánustu alltaf dagamun á afmæl- isdaginn og er vön að bjóða ætt- ingjum mínum í kaffi þegar líða fer á kvöldið. Ég held mig við þetta í ár en þar sem ég er að verða fimmtug ætla ég einnig að halda upp á afmælið í stærri hópi á milli jóla og nýárs.“ Jónína er gift Pétri Þór Sig- urðssyni og þau eiga tvo syni; Erni Skorra sem er 13 ára og Birni Orra sem er 17 ára. Þá búa tíkin Skoppa og kötturinn Garri einnig í sátt og samlyndi á heim- ilinu. Jónína bjó inni í Hverfi (Bústaðahverfi og Smáíbúða- hverfi) frá fimm ára aldri og gekk fyrst í Breiðagerðisskóla, þá Réttarholtsskóla og fór að honum loknum í ár sem skipti- nemi til Bandaríkjanna. Hún lauk stúdentsprófi frá Kennaraskól- anum 1974, vann svo í eitt ár og byrjaði í lögfræði við Háskólann 1975. Hún telur sig hafa verið nokk- uð eðlilegan ungling. „Ég veit ekki hvað foreldrar mínir og bræður myndu segja en ætli mér sé ekki óhætt að segja að ég hafi verið svona meðal erfið.“ Jónína segir það vera eilíft áhugamál og viðfangsefni að skapa fjölskyld- unni tíma til samvista, enda sé fátt mikilvægara. „Ég hef látið fjölskyldumál mig mikið varða og við hjá samtökunum Heimili og skóli höfum meðal annars einmitt verið að vekja athygli foreldra á hversu þýðingarmikið það sé að fjölskyldan eyði tíma saman. All- ar samverustundir hafa gildi en það er ekki síst núna um jólin sem þær vega þungt.“ Fyrir utan fjöl- skyldumálin hefur Jónína mikinn áhuga á ferðalögum og útivist og gengur um fjöll og firnindi þegar tækifæri gefast. „Það er auðvitað lítið um frí og alltaf nóg að starfa og ég held að það sé óhætt að minnast á það í sambandi við um- ræður um hvort borgarstjóri geti einnig setið á þingi að þing- mennska er í það minnsta fullt starf. Það eru bara 24 tímar í sól- arhringnum hjá okkur öllum og ég hef enga trú á því að til séu of- urmenni sem geti komist yfir þetta allt með sóma.“ thorarinn@frettabladid.is FÓLK Í FRÉTTUM AFMÆLI TROMMARI Haraldi Frey Gísla- syni, betur þekktum sem Halla í Botnleðju, hefur tekist að sam- eina hinar, að því er virðist, ósamræmanlegu iðjur að tromma í rokkhljómsveit og vinna á leikskóla. Í átta ár hefur Halli barið húðirnar með félögum sínum Raggi og Heiðari í Botnleðju. Strákarnir hafa fengið góðar viðtökur, jafnt hér heima sem erlendis. Halli segir að þeir ætli sér að gefa út plötu á næsta ári auk þess að standa fyrir ýmsum uppákomum óvæntum. Þá gaf Halli út sólóplötu fyrir síðustu jól, barnaplötuna Hallelúja. Að- spurður segir Halli að ekki sé á döfinni að gefa aðra út. „Þetta var bara eitthvað sem ég ákvað þar sem ég átti orðið nokkuð af lögum. Það komu 1.300 eintök sem eru uppseld núna og ég ætla að láta þar við sitja,“ segir Halli og tekur undir að það verði gott að eiga plötuna til að horfa til baka í ellinni. Barnaplatan passar ágætlega við vinnu Halla. Hann hefur undanfarin fimm ár unnið á leik- skóla og segir það eiga mjög vel við sig. Hann er ómenntaður til þeirra starfa en segir: „Ég gæti vel hugsað mér að læra til leik- skólakennara.“ Halli, sem er 28 ára gamall, býr með Dögg Hugosdóttur og saman eiga þau Gabríel Gísla. Fjölskyldan ætlar að eyða jólun- um út af fyrir sig heima í Hafn- arfirðinum. „Við vorum fyrst til skiptis hjá foreldrum okkar þeg- ar við vorum barnlaus. En eftir að Gabríel Gísli fæddist ákváð- um við að vera út af fyrir okkur og líkar það mjög vel,“ útskýrir Halli. Hann er búinn að kaupa allar jólagjafirnar fyrir jólin, sem hann segir vera eitthvað það erf- iðasta sem hann gerir, og ætlar að nýta Þorláksmessuna til þess að slappa af með fjölskyldunni við skrif jólakorta og skreytingu heimilisins, auk þess að láta sig hlakka til jólanna. ■ Halli trommari í Botnleðju er búinn að kaupa allar gjafir og ætlar að slappa af með fjölskyldunni í dag. Presónan Erfitt að kaupa jólagjafir JÓNÍNA BJARTMARZ „Ég hef alltaf notið þess að foreldrar mínir stóðu vörð um afmælisdaginn og héldu upp á hann með vinum og fjölskyldu. Ég hélt þessu svo áfram eftir að ég stofnaði eigið heimili. Svo á bróðurdóttir mín, Brynhildur Ásta, líka afmæli þann 23. þannig að það er nóg að gera hjá fjölskyldunni á Þorláksmessu.“ Skötuhjúin Jón Baldvin Hanni-balsson og Kolbrún Bergþórs- dóttir tröllríða bókametsölulistum þessa dagana með Tilhugalífinu sínu. Bókin þykir skemmtileg af- lestrar enda æði dramatísk á köfl- um. Heimildargildi hennar þykir hins vegar ekki neitt sérstakt, í það minnsta ekki hvað íslenska stjórn- málasögu varðar. Hún þykir öllu betri heimild um það hvað gerist í kollinum á Jóni og hvernig hann man hlutina. Bróðir hans, Ólafur Hannibalsson, ræddi bókina í Silfri Egils í gær og byrjaði á að viður- kenna að hann væri ekki búinn að berjast í gegnum hana alla en gat þess að hann hefði flett upp á nafni sínu í nafnaskránni. Hann hafi komið þar fyrir 12 sinnum, ásamt jafn mörgum staðreyndavillum. Hann taldi þetta þó ekki koma neitt sérstaklega að sök en bræðurnir muna hlutina í það minnsta ekki eins. MEÐ SÚRMJÓLKINNI Að gefnu tilefni skal tekið fram að Sam- fylkingin hefur ekki skipt um nafn og heit- ir ekki Samhjálpin. Leiðrétting HALLI Heldur jólin með Dögg sambýliskonu sinni og syni þeirra, Gabríel Gísla. JARÐARFARIR 10.30 Kristbjörg Halldórsdóttir, Rauða- gerði 20, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju. ANDLÁT Hörður Birgir Vigfússon, Bogahlíð 14, lést 20. desember. Aðalheiður Þóroddsdóttir lést á Hjúkr- unarheimilinu Eir 20. desember. Valgerður Þorsteinsdóttir, áður til heimilis á Oddagötu 4, er látin. Sveinn Egilsson, Heiðargerði 59, lést 18. desember. Regína Stefánsdóttir lést 19. desember. Auður Brynþóra Böðvarsdóttir, Eskihlíð 12, lést 19. desember. LÓÐRÉTT: 1 ryk, 2 kvenmannsnafn, 3 fyndin, 4 pakk, 5 hrópa, 6 sáldra, 7 múr- steinar, fjasir, 11 önuga, 14 lykta, 16 kyrrð, 18 blautu, 20 fjárleit, 21 krókum, 23 töfrasproti, 26 andvarp, 28 hremma, 30 madressa, 31 tröll, 33 runa. LÁRÉTT: 1 góðgæti, 4 efstur, 9 skömmustulegi, 10 harmi, 12 urg, 13 mergð, 15 huldumanns, 17 eirir, 19 fugl, 20 vínblanda, 22 manir, 24 armur, 25 tré, 27 nöldur, 29 sprengiefni, 32 kisu, 34 skepnu, 35 aðhlynning, 36 fræga, 37 trjóna. Lárétt: 1 vott, 4 flóran, 9 örþjáða, 10 næða, 12 átak, 13 drunur, 15 rask, 17 traf, 19 sei, 20 slást, 22 eftir, 24 eir, 25 aula, 27 knár, 29 naggur, 32 tjón, 34 ræmu, 35 tómatar, 36 raular, 37 nagg. Lóðrétt: 1 vönd, 2 töðu, 3 trants, 4 fjára, 5 lát, 6 óðar, 7 rakast, 8 naskir, 11 ærslin, 14 urta, 16 seigum, 18 fela, 20 sekur, 21 áráttu, 23 fagran, 26 Unnar, 28 rjól, 30 gæra, 31 rugg, 33 óma. KROSSGÁTA Íslenska járnblendifélaginu. Alcoa er stór eigandi í Elkem sem á járnblendið. Svíþjóð. Davíð Oddsson. 1. 2. 3. Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 Hvers vegna hringdi ljóskan í féló? Hún vildi fá að vita hvernig ætti að elda úttektarmiðana.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.