Fréttablaðið - 23.12.2002, Page 32
Íslenska þjóðin vinnur myrkrannaá milli. Það helgaðist í byrjun af
því að landnámsmenn voru svo mikl-
ir umhverfisverndarsinnar og
smekkmenn í hvívetna að þeim kom
ekki til hugar að reisa ljót raforku-
ver í fagurri náttúru landsins þar
sem lagðprúðar sauðkindur reikuðu
um og kjömsuðu á birkilaufi og ilm-
kvistum. Ennfremur voru engin
tankskip í hriplekum víkingaskipa-
flotanum svo að óhægt var um vik að
flytja inn bensín og olíur. Því var
brugðið á það ráð að liggja í rúminu
og hafa það gott meðan dimmt var -
en um leið og birti spruttu allir á
fætur og unnu kappsamlega að því
að auka hagvöxtinn fram í myrkur.
Í LJÓSASKIPTUNUM tók tóvinn-
an við því að flestir gátu spunnið og
prjónað og jafnvel saumað án þess
að sjá handa skil. Að vísu bar fatnað-
urinn þess nokkur merki að vera
framleiddur í þreifandi myrkri en
áður en þjóðin eignaðist búðarglugga
til að spegla sig í þótti smart við að
líta út eins og ullarbingur.
VEGNA ÞESS AÐ ekki var les-
bjart á kvöldvökum við tóvinnuna
brugðu menn á það ráð að ríma frá-
sagnir og ævintýri til að festa sér
betur í minni frásagnir af hetjudáð-
um forfeðranna. Þessi minnisleikur
kallaðist „rímnakveðskapur“ og er
hliðstæður við „rapp“ nútímans en
það er tilorðið vegna þess að ung-
menni hafa týnt niður lestrarkunn-
áttu sinni eða aldrei nennt að útvega
sér hana og verða því að nota rím til
upprifjunar.
ÞRÁTT FYRIR rafljós og tækni-
væðingu hefur íslenska þjóðin haldið
þeim forna sið að vinna myrkranna á
milli. Sumir vinna ennþá lengur og á
vetrin krefst slíkt háttalag þess að
vinnufíklum sé útvegað rafmagn og
ljósmeti með tilheyrandi kostnaði og
skuggalegum afleiðingum fyrir um-
hverfið. Það er ástæða til að taka
þetta mál á dagskrá einmitt nú að
nýafstöðunum vetrarsólstöðum því
að nú tekur vinnudagurinn að lengj-
ast um tímaeininguna hænufet á dag.
Það er lágmarkskrafa að bannað
verði að vinna lengri vinnudag en
myrkranna á milli - og helst að fólki
verði gert að halda sig sem mest í
rúminu í skammdeginu til að spara
rafmagn. Um þetta ættu ASÍ og þeir
sem halda að þeir stjórni landinu að
gera þjóðarsátt hið bráðasta. Gleði-
leg jól!
!
"
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is
Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is
VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500
Lokað Aðfangadag, opið 9-12 Gamlársdag
Makt
myrkranna
Bakþankar
Þráins Bertelssonar