Fréttablaðið - 28.12.2002, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 28.12.2002, Blaðsíða 1
TÓNLIST Besta salan frá upphafi bls. 22 Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Laugardagurinn 28. desember 2002 Tónlist 20 Leikhús 20 Myndlist 20 Bíó 22 Íþróttir 14 Sjónvarp 24 KVÖLDIÐ Í KVÖLD LEIKHÚS Egg-leikhúsið frumsýnir Dýrlingagengið í Listasafni Reykja- víkur, Hafnarhúsinu klukkan 16 í dag. Sem fyrr er það Viðar Eggerts- son sem leikstýrir verkinu en hann er stofnandi leikhússins. Dýrlingagengið frumsýnt FUNDUR Aðalfundur Vélstjórafélags Íslands hefst klukkan 14. Fundur- inn er haldinn í Kiwanishúsinu við Engjateig. Á fundinum verða meðal annars kynntar niðurstöður rann- sóknar Vilhjálms Rafnssonar, pró- fessors í heilbrigðisfræðum, sem komist hefur að því að vélstjórum og vélfræðingum er hættara við krabbameini í lungum og brjóst- himnu en öðrum íslenskum karl- mönnum. Vélstjórar funda HANDBOLTI Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir Pressuliðinu í dag kl 16.15 í Austurbergi. Geir Sveins- son, þjálfari Vals, stýrir Pressulið- inu í leiknum. Heiðursgestur verð- ur Jón Hjaltalín Magnússon. Frítt verður inn á leikinn. Pressuleikur í Austurbergi ÁRAMÓTAHEIT Fínn eins og ég er LAUGARDAGUR 262. tölublað – 2. árgangur bls. 14 VIÐTALIÐ Hef séð stórkostlega hluti gerast bls. 18 VERSLUN Útsölur milli jóla og nýárs færast í aukana. Nokkur fjöldi verslana auglýsti útsölur á ákveðn- um vörum strax þriðja í jólum. „Við höfum verið með slíkar útsöl- ur síðastliðin tvö ár og engin ástæða til að slá af,“ segir Jóhann- es Rúnar Jóhannesson, fram- kvæmdastjóri IKEA. Hann segist mjög ánægður með viðtökurnar, en IKEA auglýsti 700 vörutegundir á útsölu. „Ég sé enga ástæðu til að bíða. Við erum að rýma fyrir nýj- um vörum sem koma í upphafi árs.“ Jóhannes segir það þekkt í ná- grannalöndunum að útsölur hefjist strax annan dag jóla. Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri Sam- taka verslunar og þjónustu, segir útsölur milli jóla og nýárs fara vax- andi. „Ég tek hins vegar eftir því að þessar útsölur eru margar hverjar á jólavörum eða tilgreindum fjölda vöruflokka.“ Jóhannes segir eina ástæðu þess að menn kjósa að byrja útsölur snemma þá að margir séu í fríi milli jóla og nýárs. „Okkur finnst þetta skapa skemmtilega stemn- ingu.“ Sigurður segir óvenju mikið hafa verið um tilboð í desember og útsölurnar fylgi nú í kjölfarið. Hann segist frekar gera ráð fyrir að sú þróun haldi áfram að útsölur hefjist fyrr en áður. „Margir munu samt halda í þann sið að hafa aðal útsölurnar í janúar.“ ■ Útsölur milli jóla og nýárs: Beint í búðir úr jólaboðinu bls. 28 FÓLK Ljósmyndari stjarnanna látinn FLUGELDAR Skotkökur sívinsælar bls. 22 EFTIRJÓLAVERSLUN Margir lögðu leið sína í IKEA, en verslunin er ein margra sem hefja útsölu strax að lokinni jólahelginni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T NOKKRAR STAÐREYNDIR UM MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 12 TIL 80 ÁRA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 69,6% SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í OKTÓBER 2002. Fr é tt a b la ð ið M o rg u n b la ð ið Meðallestur vikunnar meðal 25 til 49 ára samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá október 2002 29% D V 80.000 eintök 70% fólks les blaðið Hvaða blöð lesa 25 til 49 ára íbúar á höfuðborgar- svæðinu? 62% 72% STJÓRNMÁL Fulltrúar Vinstri grænna og Framsóknar í borgarstjórn lögðu í gær fram tillögu að lausn á kreppu Reykjavíkurlistans. Í því fólst að Árni Þór Sigurðsson tæki við embætti borgarstjóra frá ára- mótum. Þá tæki Steinunn Valdís Óskarsdóttir við embætti forseta borgarstjórnar og Alfreð Þorsteins- son yrði formaður borgarráðs. Ingi- björg Sólrún hafnaði tillögunni óbreyttri og vildi að um tíma- bundna ráðstöfun yrði að ræða þar til hún kæmi aftur til starfa. Sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins vissu fulltrúar Samfylkingarinnar af tillögunni. Þegar blaðið fór í prentun í gærkvöldi höfðu fulltrúar Samfylkingarinnar ekki þingað og vildu því ekkert tjá sig um tillög- una. Þótt tillagan hafi ekki náð fram að ganga leita fulltrúar R-lista flokkanna áfram logandi ljósi að lausn deilunnar. Mikil áhersla er lögð á að ljúka málum fyrir fund borgarstjórnar 2. janúar, en þá er hægt að leggja fram vantrauststil- lögu ef til þess kemur. Forysta Sam- fylkingarinnar í Reykjavík lýsti í gær stuðningi við borgarstjóra og borgarfulltrúa flokksins. Áhersla er lögð á að halda samstarfinu áfram en hvergi kveðið berum orð- um á um að forsenda þess sé að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verði áfram borgarstjóri. Páll Halldórs- son, formaður kjördæmisráðs Sam- fylkingar, segir ekki opnað á þann möguleika að Ingibjörg Sólrún hverfi úr stóli borgarstjóra en borg- arfulltrúarnir fái þó fullt frjálsræði við að vinna úr málum. Ingibjörg Sólrún sagði um miðj- an dag í gær að staðan hefði ekkert breyst hvað sig varðaði. „Ég var boðin fram og kosin sem borgarstjóri til fjögurra ára. Það hefur ekkert gerst í mínu starfi sem á að breyta því,“ segir hún og vill sitja áfram. „Það stendur af minni hálfu en ég ákveð þetta ekki ein, ef hinir vilja ekki hafa mig áfram sem borgarstjóra hafa þeir það á valdi sínu.“ Fyrir jól voru framsóknarmenn komnir á fremsta hlunn með að mynda borgarstjórnarmeirihluta með Sjálfstæðisflokknum, sam- kvæmt heimildum blaðsins. Einn forystumaður þeirra lýsti því sem svo að á tímabili hefði samstarfinu í raun verið lokið. Menn hafi síðan ákveðið að gera það sem í þeirra valdi stæði til að bjarga samstarf- inu, án þess þó að fórna kröfu sinni um að borgarstjóri viki úr sæti. Sjálfstæðismenn hafa að mestu haldið sig til hliðar fram til þessa. Einn þeirra sagði þó í gær að það yrði vart erfitt að ná samkomulagi um meirihlutasamstarf Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks ef til þess kæmi. brynjolfur@frettabladid.is Borgarstjóri hafnar sáttaleið Vinstri grænir og Framsókn lögðu til að Árni Þór Sigurðsson tæki við embætti borgarstjóra. Ingibjörg Sólrún sagði nei. Mikil áhersla er lögð á að ljúka Reykjavíkurlistadeilunni fyrir borgarstjórnarfund 2. janúar. KJÖLFESTA Eigendur Bakkavarar eru orðnir kjölfestufjárfestar í Kaupþingi. Nýir eigendur að Kaupþingi: Bakka- bræður kjölfestan VIÐSKIPTI Eigendur Bakkavarar eru orðnir kjölfestufjárfestar í Kaupþingi. Eignarhaldsfélag Lýðs og Ágústar Guðmundssona, Bakkabræður Holding, keypti meirihluta í Meiði sem á 15,7% hlutafjár í Kaupþingi. Viðskipta- félagar þeirra bræðra úr Bakka- vör, eigendur Katsouris, hafa ein- nig keypt 4,2% hlut í Kaupþingi. Saman ráða eigendur Bakkavar- ar yfir ríflega 20% hlut í Kaup- þingi. Markaðsvirði hlutarins sem þeir ráða yfir er á bilinu fimm til sex milljarðar. Lýður Guðmundsson segir þá bræður líta á Kaupþing sem góð- an fjárfestingarkost. Þeir bræð- ur hafa unnið náið með stjórn- endum Kaupþings. „Við munum ekki skipta okkur af daglegum rekstri. Við höfum mikið traust á stjórnendum fyrirtækisins og sjáum spennandi möguleika í rekstrinum.“ Kaupþing eignaðist stóran hlut í Meiði frá SPRON í skiptum fyrir bréf í Frjálsa fjárfestingar- bankanum. Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings, er ánægður með viðskiptin. Hann segir það aldrei hafa verið markmið Kaup- þings að eiga svo stóran hlut í Meiði til lengri tíma. ■ REYKJAVÍK Austan 3-8 m/s og stöku él sunnantil. Hiti í kringum frostmark. VEÐRIÐ Í DAG VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 3-5 Léttskýjað 0 Akureyri 1-3 Léttskýjað 3 Egilsstaðir 2-5 Léttskýjað 4 Vestmannaeyjar 5-10 Él 2 ➜ ➜ ➜ ➜ - + - -

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.