Fréttablaðið - 28.12.2002, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 28.12.2002, Blaðsíða 15
áður en afplánun lýkur. „Þeir sem sækja í meðferð í Byrgið eru fólk af öllum stéttum. Það hefur breyst mjög mikið hin síðari ár. Trú mín er að það sé ekki til neins fyrir þá sem hafa lengi verið í drykkju, dópi og niðurlægingu að vera skemur en þrjá mánuði. Það segir mér enginn að það sé nóg að fara í afvötnun og síðan einn mán- uð í endurhæfingu nema með miklum stuðningi eftir meðferð. Hjá okkur geta menn verið eins lengi og þeir vilja og ég sendi eng- an heim nema hann vilji það sjálf- ur og sé tilbúinn til að takast á við allt það áreiti sem bíður hans.“ Er nauðsynlegt að hafa trú til að geta hætt að drekka? Já, það er ekki mögulegt án trúar. En gáðu að því að það þarf sterka trú til að trúa ekki. Ég á við að sannfæring manna þarf að vera mikil ef þeir ætla að halda því fram að ekki sé til æðri kraft- ur máttugri þeirra eigin vilja. Og hvað er það annað en trú,“ segir Guðmundur og teygir sig til sonar síns sem er liðlega ársgamall og vill komast til pabba. „Hann er yngstur þessi. Við fengum hann óvænt en sjáum ekki eftir því. Helga eiginkona hans bætir við að Guðmundur hafi talið sig of gaml- an og búinn að skila sínu þegar hann fæddist. Helga Haraldsdóttir eiginkona Guðmundar er aðeins 34 ára og lítur út eins og ung stúlka. Elsta barn þeirra er sextán ára og tvö önnur eiga þau fjórtán og sjö ára. „Helga var svo ung þegar við eignuðumst fyrsta barnið,“ segir Guðmundur en þau hittust á Rauf- arhöfn. Þangað kom Guðmundur til að fara á sjó eftir meðferð á Vogi fyrir sautján árum. „Ég fór þangað eftir eina meðferðina og taldi að ég yrði frekar edrú ef ég færi í burtu. Það varð ég vitaskuld ekki og Helga mátti þola mig þannig fyrstu fimm árin okkar saman.“ Þau fluttu suður og Guðmund- ur fór í eina meðferðina enn á Vog árið 1990. „Ég kom þangað í slæmu ástandi og var mjög veikur fyrstu dagana. Síðustu þrír dag- arnir mínir í drykkju voru hreint helvíti. Helga var þá farin norður til foreldra sinna með börnin og faðir minn bar í mig vín til að halda mér veikum þar til ég færi inn. Hann óttaðist að ef rynni af mér þá myndi ég hætta við. Ég var í raun nær dauða en lífi og var orðinn verulega hræddur. Eftir fimm daga á Vogi þá langaði mig í sturtu en hún var upptekin og ég þurfti að bíða. Þá var það fyrir einhverja rælni að ég gekk niður í kapelluna sem þar var og bað Guð að taka þessa líðan frá mér og gera mig heilbrigðan á ný. Þá gerðist eitthvað. Ég fann hvernig hiti færðist niður eftir hvirflinum á mér og ég fann að mér leið miklu betur. Þetta var byrjunin á þeirri andlegu vakningu sem ég varð fyrir á þessum tíma. Ég vissi þegar ég fór þaðan út og hélt vest- ur að Staðarfelli að ég myndi aldrei koma á Vog aftur. Það hefur staðið og ég hef ekki drukkið síð- an.“ Aldrei getað þetta án eiginkonunnar Eftir meðferðina á Staðarfelli kom Guðmundur heim og þau Helga bjuggu í Hafnarfirði. Hann segir þau ekki hafa átt mikið og ef þjófar hefðu komið inn í íbúð þeirra á þessum tíma hefðu þeir sest niður og grátið. „Við áttum bókstaflega ekkert því allt hafði farið í vín.“ Guðmundur sótti AA- fundi og fljótlega fór hann að fara á samkomur í Veginum. „Mér fannst eitthvað vanta og ég fann það þar. Það var síðan um áramót- in 1993 sem ég sagði við konu mína að mig langaði að bjóða þeim sem hvergi ættu höfði sínu að halla að vera hjá okkur um kvöld- ið og Helga samþykkti það. Þar með hófst það ævintýri sem ég hef verið að vinna að síðan.“ Til að gera langa sögu stutta þá tóku þau hjón á leigu húsnæði við Hvaleyrarbrautina og buðu þeim sem vildu verða edrú að búa þar. „Þetta voru menn sem var búið að sparka út af Vogi. Þeim hafði ver- ið sagt að ef þeir féllu eina ferðina enn þá gætu þeir ekki átt von á að fá að koma aftur. Þetta voru mennirnir sem sátu á Hlemmi og mennirnir sem gistu fanga- geymslurnar. Helga þvoði af þeim og eldaði mat og Guðmundur seg- ir að allur þeirra tími hafi farið í þetta starf. „Þetta hefði aldrei geta gengið nema fyrir það að Helga og börnin hafa tekið þátt í þessu af fullri einurð. Oft létu börnin herbergin sín fyrir menn af götunni og sváfu upp í eða inni hjá okkur svo vikum skipti. Það hefur aldrei heyrst orð frá þeim og þau taka fullan þátt í þessu með okkur.“ Einhver maður í Hafnarfirði sem nær alltaf í þá Guðmundur segir Byrgið hafa notið ótrúlegrar velvildar margra í gegnum árin. „Ég hef ekki þurft að kaupa svo mikið sem kjötflís í tvö ár. Jóhannes í Bónus og vinir hans hafa séð til þess. Byrgið nýt- ur þeirrar sérstöðu að þar er afar fátt starfsfólk á launum. Vist- menn elda mat, þrífa og vinna flest þau verk sem þarf að inna þarf af hendi. Það eru pípulagn- ingamenn, smiðir og múrarar í hópi heimilismanna og þeir telja ekki eftir sér að rétta hönd. Ólaf- ur Ólafsson, fyrrum landlæknir, er læknirinn okkar og vinnur hann mikið og gott starf. Hann kemur tvisvar í viku og lítur eftir sjúklingum og styður okkur á margvíslegan hátt.“ Hvernig vildi það til að hann varð læknir Byrgisins? Það er saga í kringum það. Hann sagði mér einhverju sinni frá því að þegar hann tók við emb- ætti landlæknis á sínum tíma gekk hann yfir Arnarhól og þar sátu rónarnir og drukku. Hann ákvað þá með sjálfum sér að hann skyldi gera það sem í hans valdi stæði til að hjálpa þessum mönn- um. Í embættistíð hans lagði hann sig fram við það. Út um gluggann á skrifstofu hans við Hlemm gat Ólafur fylgst með útigangsmönn- unum á Hlemmi. Honum fannst alltaf jafn sárt að horfa til þeirra og eymdarinnar sem þeir bjuggu við. Svo kom að hann fór að veita því eftirtekt að þeir voru þar ekki lengur og hringdi í Axel Kvaran hjá lögreglunni, sem hafði með þau mál að gera þar. „Axel, hvað hefur orðið um alla útigangmenn- ina sem haldið hafa til á Hlemmi?“ Axel sagðist ætla að at- huga það og hringdi síðan í hann skömmu síðar. „Ólafur minn, það er einhver maður úr Hafnarfiði sem kemur alltaf og nær í þá, svei mér að ég viti hvað verður um þá. En mér er sagt að þeir verði edrú hjá honum. Þeir segja mér í fangageymslunni að þeir séu hættir að gista þar.“ Ólafur fór að kanna málið og kom í heimsókn til mín og það varð úr að hann bauð mér að verða læknir Byrgisins. Það er mikill styrkur af Ólafi og hann styður fast við bakið á okkur og vinnur óeigingjarnt starf í þágu Byrgisins.“ Nýtur velvilja manna úr öllum flokkum Guðmundur segir það ævintýri líkast hvernig til hafi tekist. Allan tímann sem þeir hafa verið í Rockville hafi ekki lögreglubíll komið þangað. Aldrei hafi menn út- kljáð mál með höndum. „Því sárna mér mjög þeir fordómar sem bæj- aryfirvöld í Sandgerði sýna okkur. Í ræðu sem forseti Íslands hélt hjá okkur fyrir nokkrum dögum í jóla- hlaðborði sagði hann að hverju sveitarfélagi ætti að vera sómi að því að hafa Byrgið. Og það er rétt hjá honum því ég veit fyrir víst að dóphreiðrunum hefur fækkað mjög á Suðurnesjum síðan við komum í Rockville. Að sama skapi hefur þeim fjölgað aftur í Hafnarfirði.“ Byrgið virðist njóta velvildar stjórnmálamanna? „Já, menn úr öllum flokkum hafa heimsótt okkur. Á jólahlað- borðið komu margir þeirra og fögn- uðu með okkur. Sólveig Pétursdótt- ir dómsmálaráðherra kom fyrir nokkrum dögum í heimsókn og hafði mörg orð um hve vel henni lit- ist á starfsemina. Hún kom færandi hendi og sama daga voru komnar inn á bankabók okkar þrjár milljón- ir frá ráðuneyti hennar. Við eigum því fyrir bensíni en fyrir nokkrum dögum þurftum við að skrapa alla okkar vasa til að komast á milli. Ríkisstjórnin hefur gefið vilyrði sitt fyrir því að skuldir okkar verði greiddar og framvegis munum við fá greiðslur með hverjum sjúklingi. Það verður mikill munur að losna við eilífar fjárhagsáhyggjur.“ Guðmundur segir skuldir hafa byrjað að hlaðast upp eftir að Byrg- ið flutti í Rockville. Sparisjóðurinn í Hafnarfirði gerði okkur gjald- þrota og ég held að það sé eins- dæmi í sögunni að svo hart sé geng- ið að líknarfélagi. Ég veit ekki bet- ur en ákveðinn hlutur af arði spari- sjóðanna eigi að fara til líknarfé- laga. Ég hef hins vegar ekki séð eina krónu af því sem fer til líknar- mála hjá þeim.“ Hvernig líst þér á framtíðina, Guðmundur? „Ég er bjartsýnn á hana. Ég hafði vonað að við gætum alltaf verið í Rockville og það olli mér vonbrigðum þegar ég heyrði talað um það þegar ég var að berjast fyr- ir að fá fé á fjárlögum, að það þyrfti að leysa úr húsnæðismálum okkar. Ég vissi ekki hvað mennirn- ir voru að tala um. Það hafði enginn rætt um það við mig. Eftir fund með nefnd sem falið var að sjá um okkar mál og gera úttekt á þeim skýrðist allt. Ég er mjög sáttur við að flytja á Brjánsstaði á Skeiðum ef það verður niðurstaðan og er þess fullviss að þar fer meira en vel um okkur.“ bergljot@frettabladid.is 15LAUGARDAGUR 28. desember 2002 Undantekningarlaust þá eru menn á fallbraut ef þeir hætta að hirða um sig. Því er svo mikilvægt að menn einangri sig ekki þeg- ar þeir fara að standa á eig- in fótum. Þeir verða að vera á AAfundum eða á kristileg- um fundum þar sem félag- arnir taka eftir ef menn eru að fara út af brautinni og benda þeim á. ,, GUÐMUNDUR, KONA HANS HELGA HARALDSDÓTTIR OG SONURINN SAMÚEL Þetta hefði aldrei getað gengið án stuðnings hennar og barnanna.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.