Fréttablaðið - 28.12.2002, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 28.12.2002, Blaðsíða 19
STÍLLINN MINN 19LAUGARDAGUR 28. desember 2002 Ekki hefur borið mikið á Spil-verksmanninum Sigurði Bjólu Garðarssyni á liðnum misserum, en hann hefur unnið sem hljóð- maður í Þjóðleikhúsinu undanfar- in ár. Hann stjórnar nú hljóðsetn- ingu í jólaleikriti Þjóðleikhússins, Með fullri reisn. „Ég veit ekki,“ segir Bjólan þegar hann er inntur eftir frí- stundaiðjunni. „Ætli það séu ekki aðallegar einhverjar músíkpæl- ingar, maður dundar sér alltaf eitthvað við að semja tónlist. Það er svona aðferð til að tala við sjálfan sig,“ segir hann. „Mér finnst líka ákaflega gaman að fara út í náttúruna og hugsa ekki neitt.“ Hann segist stundum renna fyrir fisk, en vonar eiginlega að ekki bíti á. „Ég vorkenni svo fisk- inum,“ segir hann afsakandi, en vill nú ekki endilega meina að hann sé ofboðslega mjúkur maður sem megi ekkert aumt sjá. En hvernig gekk frumsýningin á annan í jólum? „Svona sæmilega hjá mér, það var reyndar smá bil- erí,“ segir hann. „Það eru fimmt- án leikarar með míkrófóna og þetta vill bila. Kannski er þetta aðallega spurning um heppni. En mér heyrðist fólk almennt ánægt.“ Sigurður segir ekki ætla að strengja nein nýársheit. „Mér finnst það ekki virka, að minnsta kosti ekki fyrir mig. En mér finnst mjög mikilvægt að menn geri alltaf sitt besta.“ Hann segist ekki búast við að gefa út tónlist á nýja árinu. „Það hefur enginn haft samband við mig til að falast eftir einhverju,“ segir hann hlæjandi. „Ég er líka frekar hlédrægur og ekki mikið fyrir að flagga mér.“ Hann er samt til í senda þjóð- inni örlítil skilaboð inn í nýja árið. „Mér finnst að fólk mætti að ósekju vera betra hvert við annað og hugsa minna um peninga,“ seg- ir hann og því er hér með komið á Sigríður Arnardóttir, úr Fólk með Sirrý á Skjá 1 BLÚSSAN Þetta er úr Gallerí 17. Ég fæ mér yf- irleitt föt sem eru í samræmi við það sem er á dagskrá í þættinum. Það voru að koma jól þarna og mig langaði í eitthvað sem væri svolítið fínt en ekki of sparilegt. Kóngablár er minn uppáhaldslitur og ég vel föt mikið eftir litum. Mér fannst því skemmtilegast fyrir jól að breyta al- gjörlega til og fá mér kínakraga og vera himinblá og glansandi. Ég er yfirleitt aldrei í fötum í asískum stíl, þetta var algjör undantekning. Ég á hins vegar mikið af fötum í þessum lit. Sterkir litir finnst mér hressa upp á mig. ÚRIÐ Maðurinn gaf mér það í jólagjöf fyrir nokkrum árum. Ég er ekki mik- ið með skart eða glingur. Yfirleitt bara eyrnalokka og úr, þá er það komið. Ég get ekki haft of mikið á mér, mér finnst það ekki alveg vera ég. BUXUR Í sjónvarpinu finnst mér gott að hafa svartan í grunn. Svarta skó, svartar buxur og svarta sokka. Þá get ég leikið mér með sterka liti með. Ég er miklu meira í buxum en pilsum og kjólum, fer þó stund- um í þá, en mér finnst vera komin rosalega mörg flott flauelspils í búðirnar núna. Ég á því bæði stutt og síð flauelspils. Mér finnst líka flott að vera í svörtu pilsi og svört- um stígvélum. Ég er aðeins að auka pilsanotkunina. Mér finnst tískan núna alveg eins og best get- ur orðið. Algjör draumur, flott pils og flott há stígvél. SKÓRNIR Minn veikleiki eru háhælaðir, tá- mjóir skór. Ég veit að maður á ekki bara að vera í svona skóm, og ég hef oft fjallað um það í þættinum mínum, en mér finnst þetta bara svo flott. Ég held að ég hafi fæðst í háhæluðum skóm. Í mínum frítíma er ég oft í íþróttaskóm að hlaupa og labba. Einhvern tímann fékk ég mér alveg flatbotna skó og mér fannst ég fá aðeins í bakið. Á íþróttaskóm er alltaf pínulítill hæll. Ég veit að þetta er vitleysa í mér, en ég ræð ekki við þetta. Eldri son- ur minn er oft að skamma mig fyrir þetta. Við höfðum verið að fikta og fáað „fljóta með“ í veiði all- lengi. En svo stigum við skrefið til fulls haustið 1996 og fengum okkur almennilegar byssur og veiðikort,“ segir Bergur Ólafs- son, en hann og Jónas Jónatans- son eru veiðifélagar og hafa farið til skotveiða saman mörg undan- farin ár. Bergur segir að þeir fé- lagar séu komnir með nóg fyrir jólin – það verða bæði gæsa- og rjúpujól á þeim bænum. Bergur er virðulegur skáta- höfðingi í Hafnarfirði og rann- sóknarblaðamaður Fréttablaðsins grípur ummæli hans hvað fiktið varðar á lofti og spyr: Ekki voruð þið að skjóta í leyfisleysi? „Jahh, sko, sjáðu til maður minn. Menn sofa hjá áður en þeir gifta sig... Eins er það í skotveið- inni að það er stundum sem menn fá að prófa úti á sjó eða uppá fjöllum.“ Við liggur að Bergur móðgist við næstu spurningu sem er: Hvað er það mesta sem þið hafið veitt í einni ferð? „Enginn sannur veiðimaður hugsar um að skjóta sem mest heldur að veiða handa sér og sín- um til matar. Í rjúpu og gæs eru þetta eingöngu einhver tugur fugla á hverju hausti. Öðru gegn- ir um sjófuglinn. Þar hefur verið veitt í soðið fyrir marga.“ Bergur fer til veiða um land allt og hefur veitt sjófugl í Faxa- flóanum og Breiðafirði. Rjúpu í Dölunum, uppá Kili, norður í Fljótum og allt að Dyrfjöllum í austri. Gæsin hefur verið sótt í Fljótin, á suðurlandinu við Vík, á hálendinu og allt norður á Húsa- vík. Bergur er á því að rjúpna- veiði hafi dregist talsvert saman á vissum landssvæðum og nefnir sem dæmi að í tveggja tíma akst- ursfjarlægð frá Hafnarfirði sé nánast hver fugl skotinn á fyrstu klukkustundum hvers veiðitíma- bils. En á öðrum svæðum er jafn- vel aukning. En verður rjúpnaveiði þá ekki bönnuð á næsta ári? „Nei, en hún verður að öllum líkindum takmörkuð og tímabilið þrengt. Veiðimenn hafa reyndar verið minna á ferðinni í ár en í fyrra sem betur fer. Ég tel heilla- vænlegra að setja mönnum skorð- ur en að stytta tímabilið. Bæði mætti höfða til skynseminnar og ábyrgðar veiðimanna að ganga ekki hart að stofninum og einnig því að leyfa fleirum að njóta veið- innar í stað þess að 10% veiði- manna veiði 50% af fuglinum.“ Að setja þá kvóta á menn? „Já, alveg hiklaust. Við getum líkt þessu við notkun á skíða- brekkunum í Bláfjöllum. Ef þröngur hópur manna fengi 80% sætanna í lyftunum kæmust ansi fáir að og hinir sætu fúlir eftir heima.“ Bergur lætur það vera hversu dýrt sport veiðar séu, segir að stofnkostnaður geti numið frá eitt til þrjúhundruð þúsund krónum, og hver veiðiferð frá fimm og uppí fimmtíu þúsund. Þannig að veiðin hrekkur aldrei fyrir kostn- aði? „Ef kostnaði er deilt niður á hvern fugl væri niðurstaðan sú að betra væri að kaupa sér kjúkling í Fjarðarkaupum. Hins vegar snýst þetta um góðan félagsskap, ferðalög, útiveru og afslöppun úti í náttúrinni. Sá tími er ómetanleg- ur.“ jakob@frettabladid.is Að skjóta sér og sínum til matar Kannski er þetta salt í sárin. Margir hafa vanið sig á að snæða rjúpur um jólin en ekki getað vegna rjúpufæðar. Rjúpnaskyttur hafa unnvörpum komið aftur til byggða með skottið á milli fótanna en það á ekki við um Hafnfirðinginn Berg Ólafsson. RJÚPUR AÐ HÆTTI HELGU PÁLU Einsog Bergur bendir á þá veiða sannir veiðimenn sér til matar og þá kemur til kasta maka hans, Helgu Pálu Gissurar- dóttur, að matreiða bráðina eftir kúnstar- innar reglum. Hér er ein rjúpuuppskrift úr fórum hennar fyrir þá sem nældu sér í rjúpu fyrir þessi jólin. RJÚPUR FYRIR 6 10-12 rjúpur matarolía salt og pipar Hlutið rjúpurnar í sundur þannig að bringan og lærin séu laus frá hryggbein- inu. Skerið fóarnið í tvennt og fjarlægið lyngið. Rjúpurnar eru kryddaðar með salti og pipar og steiktar á pönnu og settar í pott. Síðan er fóarn, hjarta og bein steikt og sett með í pottinn. Vatnið rétt látið fljóta yfir og soðið í eina klukkustund. SÓSA soðið af rjúpunum 2,5 dl rjómi hveiti smjör 1 msk villibráðarkraftur (Oskars) 1 msk rifsberjahlaup/sulta salt og pipar Smjörbolla löguð úr hveiti, smjöri og sigtuðu soði. Rjómanum hellt saman við og kryddað með villibráðarkrafti, salti og pipar. Smá rifsberjasulta sett útí. MEÐLÆTI Borið fram með hvítum kartöflum, Waldorfsalati, rauðkáli, rauðbeðum og grænum baunum. HÁTÍÐ Í BÆ Fjölskyldan safnaðist öll saman yfir rjúpunum á annan í jólum. Sigurður Bjóla Garðarsson tónlistarmaður vinnur nú sem hljóðmaður í Þjóðleikhúsinu: Alltaf í einhverjum músíkpælingum BJÓLAN Er hlédrægur maður sem finnst ekkert keppikefli að vera áberandi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.