Fréttablaðið - 28.12.2002, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 28.12.2002, Blaðsíða 32
                     !    " SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B LO 1 63 80 12 /2 00 1 Útsalan stendur yfir til þriðjudags. 20-50% afsláttur af kertum •gervijólatré •jólapappír •jólaseríur •jólaskraut •jólatrésfætur •jólaskreytingar •& fleira & fleira Jólalegur heilahristingur 50% afsl. í dagí Nammilandi Hagkaup Smáralind og Kringlunni Íslátrinu á haustdögum saumaðiReykásættin vambir og býsnaðist yfir sviknum loforðum borgarmeist- arans. Mannskapurinn hneykslaðist líka á því að veislustjórinn ætlaði að lauma sér bakdyramegin út rétt um það bil sem veislan væri að hefjast. Annað hljóð var komið í strokk Reykása í jólaboðinu. Pólitík snýst náttúrlega um tímasetningar og ekk- ert annað. Nú er staður og stund til að drífa sig í landsmálin. Borgar- meistarinn getur líka bjargað þjóð- inni frá leiðinlegum og óspennandi kosningum. Í JÓLABOÐI REYKÁSA áttu menn ekki orð yfir framsóknarkóng- inn sem virðist til í að sprengja heila borgarstjórn til þess eins að bjarga sætinu sínu í Reykjavík. Svo hneyksl- uðust Reykásar á því að samsteypu- stjórnin í borginni væri að verða eins og ríkisstjórnin og léti það fréttast að hún héngi bara saman á einni lím- klessu. Yfir konfektinu voru menn sammála um að hver maður réði sínu eigin lífi. Mönnum þóttu frammarar líka vanþakklátir eftir að hafa setið á háhest á herðum annarra árum sam- an í höfuðstaðnum með sitt ósýnilega fylgi. VÆNTANLEGA hafa margir lands- menn fengið boxjólapakka. Í það minnsta var gjafapakki fyrir börn og unglinga auglýstur fyrir jól ásamt byrjendapakka og gæðapakka fyrir lengra komna. Þessi jólaskemmtun kostaði lítinn tuttuguþúsund kall - skítur á priki miðað við nánu sam- skiptin sem innihaldið býður upp á á aðfangadagskvöld. Jólagjöfin í ár var heilahristingur, glóðarauga og sprungin vör. Jólatréð var bara fært til og fjölskyldan boxaði saman. Það er notalegt til þess að vita að stóru hugsjónir Ástu og Gunnars hafi skil- að sér í jólapakkana. SJÁLFSTÆÐAR sprengjusveitir safna nú tertum, kínverjum og krús- índúllum, leggja miklar fjárhæðir undir og slá jafnvel skátunum við. Þarna er á ferðinni skemmtileg pissu- keppni. Kapparnir bíða fram yfir miðnætti, standa úti í glugga og hinkra eftir því að hinir hætti. Þegar himininn er orðinn nokkuð svartur á ný, bera menn eld að ofurstórum tertum og þjófavarnir hrökkva í gang. Landkönnuðir ferðast yfir hnöttinn til þess að fylgjast með ein- angruðum eyjaskeggjum á norður- hjara sem sprengja formúgur upp í himinhvolfið. Stærri og öllu alvar- legri pissukeppni verður haldin úti í heimi eftir áramót þegar Bússi og hans menn fara til Írak með sínar sprengjur, en það er nú önnur saga. ■ Bakþankar Kristínar Helgu Gunnarsdóttur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.