Fréttablaðið - 28.12.2002, Blaðsíða 7

Fréttablaðið - 28.12.2002, Blaðsíða 7
7LAUGARDAGUR 28. desember 2002 Veiðar: Metár hjá HB SJÁVARÚTVEGUR Árið sem nú er að líða er metár hjá Haraldi Böðv- arssyni hf. á Akranesi. Skipin öfl- uðu 167 þúsund tonna af sjávar- fangi og nam verðmæti þess rúm- um 3,6 milljörðum króna. Höfrungur III var það skipa út- gerðarinnar sem aflaði henni mestra tekna, aflaverðmæti þess nam 933 milljónum króna. Helga María skilaði 800 milljónum og nótaskipið Ingunn 670 milljónum króna. Stærstur hluti aflans var loðna, 102.000 tonn, en næst henni kom kolmunni, af honum veiddust 27 þúsund tonn. ■ Íþróttamaður ársins: Bræður tilnefndir ÍÞRÓTTIR Tíu eru tilnefndir í kjöri um nafnbótina Íþróttamaður ársins sem Samtök íþróttafréttamanna veita. Í ár eru það sex karlar og fjórar konur sem munu berjast um nafn- bótina, þar af þrjú úr knattspyrnu- heiminum. Það eru Ásthildur Helgadóttir, fyrirliði íslenska lands- liðsins og leikmaður KR, Eiður Smári Guðjohnsen, leikmaður Chel- sea, og Guðni Bergsson, sem hefur verið fyrirliði Bolton Wanderers. Jón Arnar Magnússon, tug- þrautakappi úr Breiðabliki, er eini frjálsíþróttamaðurinn sem er til- nefndur. Bræðurnir Jón Arnór og Ólafur Stefánssynir eru báðir tilnefndir í ár. Sá fyrrnefndi leikur körfuknattleik með þýska liðinu Trier en sá síðarnefndi handknattleik með þýska liðinu Magdeburg. Kristín Rós Hákonardóttir og Örn Arnarson eru fulltrúar sund- fólks í ár en Rúnar Alexandersson úr Gerplu fulltrúi fimleikafólks. Ólöf María Jónsdóttir, golfari úr Keili, er einnig tilnefnd. Úrslitin sjálf verða kunngjörð þann 2. janúar á Grand Hótel. Sýnt verður frá hófinu í beinni útsend- ingu í Sjónvarpinu og á Stöð 2. ■ Nýjar reglur kalla á aukið eftirlit Samkeppnisstofnun hefur gefið út leiðbeinandi reglur um viðskipti birgja og matvöruverslana. Formaður Neytendasamtakanna fagnar reglunum en segir þær kalla á aukið eftirlit á matvælamarkaði. SAMKEPPNI Markaðsráðandi fyrir- tæki, hvort sem um er að ræða birgi eða verslun, er óheimilt að fara fram á eða gera einkakaupa- samning á tiltekinni vöru eða vöruflokki. Þetta kemur fram í nýjum leiðbeinandi reglum Sam- keppnisstofnunar um viðskipti birgja og matvöruverslana. Jóhannes Gunnarsson, formað- ur Neytendasamtakanna, fagnar þessum nýju reglum. Hann segir að vegna aukinnar samþjöppunar á matvælamarkaði sé þetta eðli- legt og nauðsynlegt skref. Sam- þjöppunin hafi á sínum tíma leitt til verðhækkunar sem Neytenda- samtökin hafi gert athugasemdir við. Þessar nýju reglur muni koma til með að mæða meira á hinum markaðsráðandi fyrirtækj- um og kalli á aukið eftirlit á mat- vælamarkaðnum. Reglurnar eru settar í fram- haldi af skýrslu Samkeppnisstofn- unar um verðlagsþróun í smásölu. Eftir að skýrslan var kynnt í maí 2001 stóð til að rannsaka einstök fyrirtæki á matvælamarkaði en þar sem stofnunin telur að við- skiptahættir hafi batnað voru samdar leiðbeinandi reglur sem eiga að tryggja góða viðskipta- hætti. Þó reglurnar séu fyrst og fremst leiðbeinandi kann það að vera brot gegn samkeppnislögum ef fyrirtæki með verulegan mark- aðsstyrk nýtir þann styrk til að semja sig frá ákvæðum reglnanna. Í reglunum kemur fram að viðskiptasamningar milli birgja og matvöruverslana eigi að vera skriflegir. Afsláttarkjör verslana hjá birgjum skuli endurspegla umfang þeirra viðskipta sem um ræðir og skulu kjörin vera gagn- sæ, hlutlæg og kerfisbundin þan- nig að afslátturinn tengist með beinum hætti meintu hagræði af umfangi viðskiptanna. Samkvæmt reglunum má matvöruverslun hvorki með beinum eða óbeinum hætti reyna að hafa áhrif á þau við- skiptakjör sem gilda í viðskipt- um birgja og annarra verslana. Þá er matvöruverslun óheimilt að fara fram á það við birgi að hann miðli upplýsingum um verð eða önnur viðskiptakjör sem aðrar verslanir njóti hjá honum. Á sama hátt er birgi óheimilt að fara fram á það við matvöruverslun að hún miðli sambærilegum upplýsingum um viðskipti sín við aðra birgja. trausti@frettabladid.is Tvö þúsund tonna byggðakvóti sjávarútvegsráðherra: Mest til byggða við Húnaflóa BYGGÐAKVÓTI „Þetta er það sann- gjarnasta sem ég gat sett stafina mína á,“ sagði Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra þegar hann kynnti úthlutun 2.000 tonna byggðakvóta sem auglýstur var fyrr í þessum mánuði. 554 umsóknir bárust og stóðu fleiri en einn aðili að baki þeim í mörgum tilvikum. 59 umsóknir voru samþykktar og kom stærsta úthlutunin í hlut Súgfirðinga. Þeir fengu 160 tonn, en 13 aðilar stóðu að umsókninni. Þá fá Sandgerðis- bær og Hrísey 100 tonn hvort sveit- arfélag, Húnaþing vestra fær 90 tonn, Patreksfjörður 80 tonn og Ólafsfjarðarbær 75 tonn. Af einstökum svæðum fá byggð- ir við Húnaflóa mest, 330 þorskígildistonn, en 75 tonnum af þeim kvóta er óráðstafað. Nyrðri hluti Vestfjarða er skammt undan, fær 305 tonn. Umsóknirnar voru flokkaðar eftir svæðum, farið yfir þær allar og metnar í samræmi við ákvæði reglugerðar sem fjallar um byggðakvóta. Til úthlutunar voru aflaheimildir í þorski, ýsu, ufsa og steinbít og var sérstakt punktakerfi notað til að meta hlut hvers land- svæðis fyrir sig. Þar var tekið mið af tekjum, íbúafjölda, fólksfækkun, breytingum á aflaheimildum, lönd- uðum afla og afla í vinnslu í ein- stökum sjávarbyggðum. Sjávarútvegsráðherra segir að ekki hafi tekist að úthluta öllum byggðakvótanum að þessu sinni vegna þess að umsóknir hafi ekki þótt nægilega marktækar. Þetta á við um 75 tonna kvóta til Húnaflóa, 45 tonn á Norð-Austur- landi og 50 tonn á Mið-Austur- landi. ■ KRÓNAN HRESSIST Íslenska krónan styrktist á árinu eftir harkalega niðursveiflu árið á undan. Sér- fræðingar telja erfitt að spá í þróun hennar á næstunni. Íslenska krónan á árinu: Endurheimti styrk sinn EFNAHAGSMÁL Krónan stefnir í að enda árið í sterkri stöðu. Vísitala krónunnar stóð í um 140 um áramót, en staða vísitölunnar hefur verið um 126 að undanförnu. Lægra gildi vísitölunnar þýðir sterkari króna. Styrking hennar nemur því um 11% frá áramótum. Mest hefur krónan styrkst gagn- vart dollaranum. Bandaríkjadollar hefur verið að veikjast gagnvart öðrum gjaldmiðlum á árinu. Dollar- inn er nú um 20% ódýrari gagnvart krónu en hann var í upphafi árs. Krónan styrktist verulega síðastlið- ið sumar, en hóf að gefa aftur eftir með haustinu. Undanfarinn mánuð hefur hún verið að styrkjast á ný. Væntanlegar stóriðjufram- kvæmdir urðu líklegri með hverj- um deginum síðasta mánuðinn. Þeim væntingum sér merki í gengi krónunnar. Í markaðsyfirliti Búnaðarbank- ans er vakin athygli á að afnám þóknunar til viðskiptavaka með krónuna geti leitt til þess að sveifl- ur í gengi aukist á ný. Sérfræðingar bankans telja því erfitt að spá um þróun gengisins á næstu vikum. ■ Ríkisútvarpið um áramót: Sendir út á stuttbylgjum ÚTVARP Ríkisútvarpið sendir út á stuttbylgjum um áramót um Reykjavík-radíó/TFA. Á gamlárs- dag klukkan 18.00-23.30 verður guðsþjónusta í Hallgrímskirkju send út á tíðninni 13865 kHz óstefnuvirt og ávarp forsætisráð- herra á tíðninni 12115 kHz á út- geisluninni Evrópa (L-4). Á nýársdag milli kl. 11.00 og 13.30 verður guðsþjónustan í Dómkirkjunni send út óstefnu- virkt á tíðninni 13865 kHz. Eins verða hádegisfréttir og ávarp for- seta Íslands send út á tíðninni 12115 kHz á útgeisluninni Evrópa. Hefðbundnar fréttaútsending- ar á stuttbylgjum eru á sömu tím- um og tíðnum og vant er ef þær skarast ekki við hátíðardagskrá. ■ ÍKVEIKJA Á SELFOSSI Grunur er um íkveikju þegar eldur kvikn- aði í ruslageymslu við Fjöl- brautaskóla Suðurlands á Sel- fossi í fyrrakvöld. Litlar skemmdir urðu og tók slökkvi- liðið skamma stund að slökkva eldinn. HANDTEKINN MEÐ HASS Fimmt- án ára piltur var handtekinn í Keflavík í fyrrinótt eftir að eitt gramm af hassi fannst á honum. Hann var handtekinn þegar hann sneri aftur í söluturn þar sem hann hafði gleymt áhöldum til fíkniefnaneyslu. Það var starfsfólk söluturnsins sem lét lögreglu vita og handtók hún piltinn skemmt frá. Barnavernd- aryfirvöld fara nú með málið. ÞRÍR LAMDIR Í KEFLAVÍK Þrjár líkamsárásir hafa verið kærðar til lögreglunnar í Keflavík eftir að slagsmál brutust út á fimmta tímanum eftir dansleik í Stapan- um. Fórnarlömbin voru öll með áverka í andliti og þurfti að flyt- ja einn á sjúkrahús til aðhlynn- ingar. Engin hefur verið hand- tekinn vegna málsins en grunur leikur á hverjir voru að verki. Sjúkra- og iðjuþjálfar: 100.000 meðferðir LANDSPÍTALINN Sjúkra- og iðjuþjálf- ar sem starfa á Landspítalanum hafa veitt yfir 100.000 meðferðir það sem af er þessu ári. Iðjuþjálfar spítalans hafa veitt rúmlega 2.000 sjúklingum með- ferð það sem af er árinu. Sjúkling- arnir hafa fengið misjafnlega margar meðferðir hver og einn en þær eru samtals 18.000. Þá hafa sjúkraþjálfar veitt 91.000 með- ferðir. Þessu til viðbótar hefur sjúkrahústengd heimaþjónusta spítalans farið í 4.400 vitjanir, næringarráðgjafar hafa veitt nær 600 viðtöl og prestar og djáknar spítalans sinnt tæplega 7.000 verkefnum á árinu. ■ Jón Baldvin eignast föð- urland STJÓRNMÁL „Strax og ég frétti af þessum ummælum Jóns Baldvins í F r é t t a b l a ð i n u sendi ég honum föðurland í póst- kröfu“ segir Ámundi Ámunda- son, kaupmaður í Hafnarfirði og einn helsti hvata- maður þess að Jón Baldvin H a n n i b a l s s o n sendiherra snúi aftur í stjórnmál- in. Ámundi lýsti þeirri skoðun sinni að Jón Baldvin byggi við slæm örlög að vera sendi- herra í Helsinki í stað þess að taka fimmta sætið í suðurkjördæmi Reykjavíkur. Aðspurður um þetta atriði sagði sendiherrann að ef Ámundi vildi sér vel þá mætti hann gjarnan senda sér föðurland til að klæða af sér fimbulkuldann í Helsinki. Ámundi hefur nú brugðið skjótt við þeirri ósk. „Hann þarf að greiða 11.900 krónur fyrir flíkina. En aðalatriðið er að sendiherrann verði ekki kval- inn af kulda ofan á leiðindin í Finn- landi,“ segir Ámundi. ■ ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS Örn Arnarson sundkappi hefur verið kjörinn íþróttamaður ársins síðustu tvö ár. Hann er einnig tilnefndur í ár. TILNEFNINGAR Ásthildur Helgadóttir KR Eiður Smári Guðjohnsen Chelsea Guðni Bergsson Bolton Jón Arnar Magnússon Breiðablik Jón Arnór Stefánsson Trier Kristín Rós Hákonardóttir ÍFR Ólafur Stefánsson Magdeburg Ólöf María Jónsdóttir Keili Rúnar Alexandersson Gerplu Örn Arnarson ÍRB FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI LÖGREGLUFRÉTTIR JÓN BALDVIN Á von á póstkröfu frá Íslandi. LEIÐBEINANDI SAMKEPPNISREGLUR Á MATVÖRUMARKAÐI Reglurnar eru settar í framhaldi af skýrslu Samkeppnisstofnunar um verðlagsþróun í smá- sölu. Þó reglurnar séu fyrst og fremst leiðbeinandi kann það að vera brot gegn sam- keppnislögum ef fyrirtæki með verulegan markaðsstyrk nýtir þann styrk til að semja sig frá ákvæðum reglnanna. Suðurland og Suðvesturland 220 Vesturland frá Akranesi 79 til Snæfellsness Syðri hluti Vestfjarða, 126 Vesturbyggð og Tálknafjörður Nyrðri hluti Vestfjarða, 305 Ísafjarðarbær, Bolungarvík og Súðavík Byggðir við Húnaflóa 330 Byggðir við Skagafjörð 49 og Siglufjörð Byggðir við Eyjafjörð og Grímsey 203 Byggðir við Skjálfanda 106 og Öxarfjörð Norðausturland frá 209 Raufarhöfn til Borgarfjarðar Miðfirðir Austurlands 147 frá Seyðisfirði að Fjarðabyggð Suðurfirðir Austurlands 183 til Hornarfjarðar Vestmannaeyjar 41 Samtals 1.998 ÚTHLUTUN BYGGÐAKVÓTA TIL EINSTAKRA LANDSVÆÐA – ÞORSKÍGILDISTONN FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.