Fréttablaðið - 28.12.2002, Side 30

Fréttablaðið - 28.12.2002, Side 30
30 28. desember 2002 LAUGARDAGUR ÓKEYPIS Gleðileg jól og til hamingju með afmælið 53 ÁRA „Það stóð alltaf á jólagjöf- unum mínum Gleðileg jól og til hamingju með afmælið,“ segir Stefán Jökulsson hlæjandi, að- spurður hvort ekki sé aldeilis af- leitt að eiga afmæli milli jóla og nýárs. Hann þorir þó ekki að taka of djúpt í árinni með hvort innihald pakkanna hafi verið í samræmi við tvöfalt tilefni, en segist alltaf hafa fengið afmæl- isveislu á sjálfan afmælisdag- inn. Á afmælisdaginn í ár er Stefán hins vegar að vinna. „Þegar maður er kominn á þenn- an aldur þá sefur maður ekki út lengur. „Þetta verður hefðbund- in laugardagsrútína, ég vakna án þess að stilla klukkuna og glugga svo í blöð og bækur og hef það huggulegt fram eftir morgni.“ Upp úr hádeginu fer Stefán til vinnu, en hann er að taka upp spjallþátt sem verður útvarpað á nýársdag á RÚV. „Ég var starfsmaður Ríkisútvarps- ins í gamla daga, en er frílans núna,“ segir hann. Þar fyrir utan er Stefán að spila dinnermúsík. „Ég er orðinn hálf linur í dansleikjatónlistinni, en hef verið að skemmta með söngkonu sem heitir Arna Þor- steinsdóttir og svo höfum við Raggi Bjarna komið fram sam- an.“ Stefán segist örugglega fá góðan mat í dag og krakkana sína í heimsókn. „Annars hef ég aldrei, eftir að ég komst á full- orðinsár, haldið upp á afmælið mitt. Ég veit ekki hvað veldur, kannski vegna þess að ég hef spilað í svo mörgum afmælum.“ Hann segir sem sagt ekki hægt að ganga að því vísu að hann haldi upp á afmælið sitt með spileríi og söng, en aftekur ekki að gera það með stæl næst þegar hann stendur á tug. Stefán vinn- ur við kennslu ásamt því að vera að skrifa doktorsritgerð í félags- fræði. „Skriftirnar ganga þokka- lega vel, ég heiti því að verða bú- inn með ritgerðina fyrir sextugs- afmælið,“ segir hann kampakát- ur að síðustu. ■ FÓLK Í FRÉTTUM AFMÆLI Einu sinni var ég að taka próf íÞýskalandi með sirka 250 manns úr öllum heimshornum. Að hornfirskum sið var ég í pilsi á þessum prófdegi. Fyrst var endur- sögn sem átti að skila klukkutíma síðar. Ég var haldin fruntalegu próförvæni en brá mér samt fram í hléinu og pissaði á amerískum hraða. Gekk svo um gólf fyrir framan opnar dyrnar inn í salinn og slatti af krökkum voru í sömu sporum. Ég reykti ákaflega og starði í kringum mig af akademískri einbeitingu. Fljótlega sá ég nýjan strák í hópnum, greini- lega af suðrænu bergi brotinn og sendi mér merkingarþrungið augnaráð og bendingar. „Andskot- inn sjálfur,“ hugsaði ég, „ekki ein- leikin þessi ódrepandi viðreyning- arhvöt liðsins úr heitu löndunum, þrjóskan og einurðin slík að hin ís- lenska sauðkind og Framsóknar- flokkurinn sýnast viljalausar lið- leskjur í samanburðinum, þetta gefst aldrei upp, við erum í miðju prófi, kommon!“ Lengi vel þóttist ég ekki sjá ákaft handapatið, spjallaði bara við fólk, skrölti fram og aftur, reykti meira, drakk dáldið vatn, en það var enginn bilbugur sýnilegur hjá drengnum svo ég strunsaði að honum og hvæsti einsog glænýtt sænskt slökkvitæki og af engri kurteisi: WAAASSSS? - „Sjálfur Allah sé yður náðugur kæra fro- jlæn, hann gæfi 700 úlfalda á fæti fyrir að mega vera í þinni návist blablablablabla, en allt yðar pils að aftanverðu er statt ofan í nærbuxum yðar.“ Immitt, ég bjó mig betur í skyndi og staulaðist almislukkuð inn í próf- ið. Mig minnir að æðri máttar- völd hafi klárað prófið fyrir mig, alla vega náði ég því. Hef æ síðan tendrað á æðruleysisperunni þegar próf og pils eru á dagskrá, og sendi uppréttar jóla- og nýárs- kveðjur til stráksins, hvar sem hann er niðurkominn á jarðar- kringlunni! ■ Védís Skarphéðinsdóttir, ritstjórnarfulltrúi hjá Læknablaðinu, segir frá prófstressi í Þýskalandi og skorar á Gunnlaug Johnson arkitekt að segja næstu sögu. Sagan Kynferðisleg áreitni í prófi TÍMAMÓT STEFÁN JÖKULSSON Hlakkar til að vera heima á gamlárskvöld, en hann hefur yfirleitt verið að spila dinner- tónlist á veitingahúsum þetta kvöld. Síðasta skoðanakönnun DV semsýndi að Framsóknarflokkur- inn næði ekki manni inn í Reykja- vík var flokks- mönnum og for- manni mikið áfall, sérstak- lega í ljósi þess að formaðurinn sjálfur Halldór Ásgrímsson myndi falla af þingi. Halldór þarf þó ekki að leita langt að hughreystingu, einn undirmanna hans í utanríkisþjón- ustunni hefur nefnilega verið í sömu sporum, og reyndar nokkuð verri, jafn skömmu fyrir kosningar. Það er sendiherrann í Finnlandi, Jón Baldvin Hanni- balsson. Kring- um áramótin 1994-1995 mæld- ist fylgi Alþýðu- flokksins fimm prósent á landsvísu og innan við tvö prósent í kjördæmi formanns- ins, sem hefði samkvæmt því ekki náð inn á þing. Menn áttu reyndar heiti yfir fylgið, nefndu það eftir bjór á landsvísu og pilsner í höf- uðstaðnum. Hinn reyndi ævisöguritariIngólfur Margeirsson gefur ekki mikið fyrir vinnubrögð Kol- brúnar Berg- þórsdóttur við gerð Tilhugalífs- bókar Jóns Baldvins Hanni- balssonar í rit- dómi á Kreml.is. Ingólfur segist hafa skemmt sér konunglega yfir bókinni enda Jón Baldvin með skemmti- legri mönnum og „einn besti póli- tíski haus sem Íslendingar hafa séð.“ Ingólfur segir bókina þó langt því frá lausa við galla og skrifar þá flesta á skrásetjarann, sem hafi einfaldlega verið í hlut- verki „vélritunardömu“ Jóns Baldvins og skrifað orð hans upp gagnrýnislaust af segulbandi. Þarna bregst hún hlutverki sínu að mati meistarans og gloppur standa eftir óútfylltar. „Þarna blasir við reynsluleysi Kolbrúnar sem höfundar. Hún er vön blaða- viðtölum og punktur. Hún er ekki höfundur“. Þessi skoðun Ingólfs breytir þó engu um það að hann bíður spenntur eftir framhaldinu. MEÐ SÚRMJÓLKINNI Að gefnu tilefni skal tekið fram að upp á stól stendur mín kanna. Leiðrétting VÉDÍS SKARPHÉÐINSDÓTTIR „Ég reykti ákaflega og starði í kringum mig af akademískri einbeitingu. Fljótlega sá ég nýjan strák í hópnum, greinilega af suð- rænu bergi brotinn og sendi mér merking- arþrungið augnaráð og bendingar.“ LÓÐRÉTT: 1 fíkniefni, 2 mynni, 3 hrasa, 4 þefar, 5 kyn, 6 þvöl, 7 súpuskál, 8 slegna, 11 eirðarlausi, 14 þungi, 16 dáinn, 18 könnun, 20 durgum, 21 hræðast, 23 hindrar, 26 söngli, 28 fjölga, 30 tómi. 31 hungur, 33 ásamt. LÁRÉTT: 1 lof, 4 nærri, 9 poka, 10 glutrar, 12 jurt, 13 rita, 15 lengdareining, 17 deila, 19 afkomanda, 20 umkringir, 22 blómi, 24 planta, 25 dæld, 27 fugl, 29 kvölds, 32 lélegu, 34 röð, 35 óttaslegið, 36 formaði, 37 grind, Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 slök, 4 krónur, 9 forláta, 10 ötul, 12 æstu, 13 rugluð, 15 usla, 17 alir, 19 tíð, 20 skart, 22 örina, 24 kul, 25 umla, 27 orms, 29 ættina, 32 ekil, 34 aðal, 35 náðinni, 36 magnar, 37 snös. Lóðrétt: 1 skör, 2 öfug, 3 kollar, 4 klæði, 5 rás, 6 óttu, 7 nausti, 8 rómaða, 11 tuskur, 14 ultu, 16 línuna, 18 rölt, 20 skoðum, 21 algeng, 23 ratans, 26 mælir, 28 skán, 30 iðin, 31 alls, 33 iða. KROSSGÁTA Stefán Jökulsson er einn af þeim sem eiga afmæli sem týnist stundum í jóla- og áramótaundirbúningi. Hann lætur það þó ekkert á sig fá og tekur daginn rólega. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Dökkhærð kona átti ljóshærðanmann. Þau lifðu í farsælu hjónabandi og áttu von á barni. Þegar að fæðingunni kom ók sá ljóshærði konu sinni með hraði á fæðingardeildina og fæddust þeim hjónum tveir myndarlegir synir. Frúin var að vonum stolt og glöð en hinn ljóshærði bóndi hennar spurði hana gramur: „Og hver er svo hinn pabbinn?“ Flugeldasýning í Hafnarfirði.Sparisjóður Hafnarfjarðar á 100 ára afmæli um þessar mundir og fagnar því með risaflugelda- sýningu á sunnudag. Fátt eins skemmtilegt og að sjá Hafnar- fjörð upplýstan. Eins og að vera í stríði ef ímyndunaraflinu er beitt. Með tilheyrandi hvellum. Utan- bæjarfólki finnst það vera í út- löndum þegar það leggur í ferða- lag í eitt elsta útgerðarpláss landsins. Skemmir ekki að fá flug- eldasýningu í kaupæti. JARÐARFARIR 14.00 Bjarni Ásgrímur Jóhannsson, Víðilundi, verður jarðsunginn frá Hofsóskirkju. 14.00 Ragnheiður Eiríksdóttir, Egilsseli, verður jarðsungin frá Egilsstaða- kirkju. ANDLÁT Björg Benediktsdóttir, Barkarstíg 1, Akureyri, lést 23. desember. Lína Langsokkur. Að hafa ljóstrað upp um brot á árinu innan vinnustaðar síns. KR. 1. 2. Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 3. Meðlagsgreiðendur! Vinsamlegast gerið skil hið fyrsta og forðist vexti og kostnað Lágmúla 9 - 108 Reykjavík - Kt. 530372-0229 - www.medlag.is Banki 0139-26-4700 - Sími 590 7100 - Fax 590 7101 AF FRJÁLSUM VILJA Sparið ykkur tíma og vinnu. Ingimar Sveinsson verður með tamninganámskeið 10. til 12. janúar. Upplýsingar og skráning í síma 899 4600 (Bjarni) og 575 1566 Reiðskólinn Þyrill – Reiðhöllinni Víðidal. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /I N G Ó

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.