Fréttablaðið - 28.12.2002, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 28.12.2002, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 28. desember 2002 KÖRFUBOLTI Gary Payton skoraði 35 stig fyrir Seattle Supersonics í 97:88 sigri á Toronto Raptors í NBA-deild- inni í körfubolta í fyrrakvöld. Raptors hefur tapað fjórum leikjum í röð og átta af síðustu níu leikjum sínum. Dallas Mavericks vann New Or- leans Hornets naumlega með 83 stigum gegn 81. Þjóðverjinn Dirk Nowitzki var stigahæstur í liði Mavericks með 23 stig. Jerry Stackhouse skoraði 24 stig fyrir Washington Wizards gegn fyrrverandi félögum í Detroit Pistons. Leikurinn endaði með sigri Wizards, 87:82. Michael Jordan skoraði 17 stig fyrir Wizards. ■ ÁTÖK Jerome Williams, leikmaður Toronto Raptors, reynir körfuskot í leiknum gegn Seattle Supersonics í fyrrakvöld. AP/M YN D NBA-deildin: Payton með stórleik ÍÞRÓTTIR Í DAG 13.40 Sjónvarpið EM í frjálsum íþróttum 14.45 Sýn Stoke - Sheff. Wed. 14.45 Stöð 2 Leeds - Chelsea 16.10 Sjónvarpið Pressuleikur í handbolta 17.00 Sýn Toppleikir SUNNUDAGUR 13.45 Sýn Newcastle - Tottenham 16.00 Sýn Arsenal - Liverpool 18.05 Sýn NFL (Ameríski fótboltinn) 20.35 Sjónvarpið Vestfjarðavíkingurinn 2002 22.00 Sýn 2002 FIFA World Cup (Saga HM 2002) ENSKI BOLTINN UM HELGINA Laugardagur Aston Villa-Middlesbr. Blackburn-West Ham Charlton-WBA Everton-Bolton Fulham-Man.City Leeds-Chelsea Man.Utd-Birmingham South.-Sunderland Sunnudagur Newcastle-Tottenham Arsenal-Liverpool Glenn Roeder, knattspyrnu-stjóri West Ham, er ævareið- ur út í varnarmanninn Tomas Repka fyrir að láta reka sig út af í jafnteflisleik gegn Fulham á annan í jólum. Repka hefur m.a. fengið 10 gul spjöld á leiktíðinni. „Hann er svo sannarlega þekktur fyrir að næla sér í of mörg gul spjöld og hann hefur verið stjórn- laus á þessari leiktíð,“ sagði Roeder eftir leikinn. FÓTBOLTI Flugeldasala hjá Húsasmiðjunni Skútuvogi og Sólningu Smiðjuvegi RISA fjölskyldupakki á aðeins 4.900 krónur Mikið úrval af flugeldum á frábæru verði Ekki missa af þessum frábæru kaupum.... Titanium salut 25 skota sprengi- terta, seldist upp á einum degi í fyrra,takmarkað magn í ár Opið laugardag - mánudag 10-22 • Gamlársdagur 10-16

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.