Fréttablaðið - 28.12.2002, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 28.12.2002, Blaðsíða 4
4 28. desember 2002 LAUGARDAGUR LÖGREGLUFRÉTTIR KJÖRKASSINN Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Kaupir þú flugelda um ára- mótin? Spurning dagsins í dag: Ætlar þú á áramótabrennu á gamlárs- kvöld? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 49%Nei 51% ÁRAMÓT Einungis rúmlega helmingur að- spurðra ætlar að kaupa flugelda fyrir gamlárskvöld. Já TRYGGINGAR Neytendasamtökin krefjast þess að tryggingafélögin hætti við boðaða hækkun á bruna- tryggingum fasteigna. Samtökin vísa rökum tryggingafélaganna um slaka afkomu á bug og benda á að hagnaður þeirra fyrstu níu mánuði ársins sé ekki langt frá af- komu á sama tímabili í fyrra. Staða tryggingafélaganna hafi greinilega styrkst á fyrstu níu mánuðum ársins. Það sjáist, auk hagnaðarins, á stækkun bótasjóða félaganna. Þeir nemi nú um 50 milljörðum króna og hafi aukist um 5 milljarða, eða 11%, á fyrstu níu mánuðum ársins. Staða félag- anna sé því talsvert betri en hún sýnist vera og hluti bótasjóðanna sé dulinn hagnaður. Neytendasamtökin telja að ef slæm afkoma í eignatryggingum um þessar mundir gefi tilefni til svo stórfelldra hækkana iðgjalda sem boðaðar hafa verið, megi með sömu röksemdum spyrja hvort góð afkoma í öðrum tryggingum, til dæmis í bifreiðatryggingum, gefi ekki tilefni til stórlækkana á iðgjöldum í þeim greinum. Á þessu ári sé útlit fyrir mörg hund- ruð milljón króna hagnað af rek- stri bifreiðatrygginga samkvæmt upplýsingum félaganna sjálfra. Neytendasamtökin segja að tryggingafélögin þurfi að gera mun nákvæmari grein fyrir for- sendum iðgjaldahækkana eigna- trygginga en þau hafa þegar gert. Þá verði Fjármálaeftirlitið að kanna gaumgæfilega forsendur þeirra hækkana sem boðaðar hafa verið. Til þess hafi stofnunin ein- staka stöðu. ■ REYKJAVÍK Neytendasamtökin segja boðaðar hækkanir tryggingafélaga á brunatryggingum fasteigna rakalausar og vilja að Fjármálaeftirlitið kanni forsendur hækkananna. Neytendasamtökin hafna hækkunum brunatrygginga fasteigna: Fjármálaeftirlitið kanni forsendur ÖS Á ÚTSÖLUM Eftir jól kaupa Bandaríkjamenn gjarnan jólavörur á útsölum, þar sem verðið hefur hríðlækkað. Þessi mynd er tekin í verslun- inni Bloomingdale´s í New York. Bandarískir kaupmenn örvænta: Óvenju dræm jóla- verslun BANDARÍKIN Sumir bandarískir hagfræðingar telja að jólaversl- unin þar í landi þetta árið hafi ekki verið tregari í þrjátíu ár. Út- sölur eftir jólin hafa reyndar stundum skilað kaupmönnum drjúgum tekjum, en meira að segja það virðist ætla að bregðast í ár. Bandaríkjamenn keyptu vörur í smásölu fyrir nærri tíu milljarða króna á tímanum frá þakkargjörð- ardegi fram að jólum. Í fyrra nam verslunin nærri ellefu milljörðum króna. Meira að segja á aðfangadegi jóla, sem er aðalverslunardagur- inn í Bandaríkjunum, dróst salan saman um eitt prósent þetta árið. ■ Fíkniefni: Átta ung- menni handtekin LÖGREGLUMÁL Tvö fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar í Hafnarfirði á jólanótt. Átta ung- menni á aldrinum 17 til 20 ára voru handtekin en þau höfðu ver- ið við neyslu fíkniefna. Við hand- tökuna lagði lögreglan hald á fíkniefni, tæki til neyslu, talsvert af fjármunum og meint þýfi. Málið telst að mestu upplýst og var krökkunum sleppt að loknum yfirheyrslum. ■ Reykjavík: Færri ölvaðir undir stýri LÖGREGLUMÁL Töluvert hefur dreg- ið úr ölvunarakstri í desember- mánuði síðustu fjögur ár. Lög- reglan í Reykjavík hefur staðið fyrir miklu eftirliti í þessum mánuði með það að markmiði að draga úr ölvunarakstri. Sam- kvæmt upplýsingum frá Karli Steinari Valssyni aðstoðaryfir- lögregluþjóni voru 103 ökumenn teknir grunaðir um ölvun á tíma- bilinu 1. til 23. desember árið 1998. Þeim fækkaði í 89 árið 1999, 81 árið 2000, 64 árið 2001 og í ár voru þeir 26 talsins. ■ INNBROT Í SÖLUTURN Brotist var inn í söluturn á Bústaðavegi um fimmleytið í fyrrinótt og þaðan stolið tóbaki. Það var stjórnstöð Securitas sem lét lögreglu vita af innbrotinu. Þegar lögregla kom á staðinn var innbrotsþjófurinn farinn. Ekki er vitað hver var að verki og unnið er að rannsókn málsins. HOLLYWOOD, AP Brigitte Boisseli- er, bandarískur efnafræðingur, segir að einræktað stúlkubarn hafi fæðst á fimmtudaginn. Full- yrðingum hennar hefur þó verið tekið með varúð. Barnið hefur fengið nafnið Eva. Boisselier segist hafa ein- ræktað stúlkuna með frumum úr móður hennar, þrítugri banda- rískri konu. „Barninu heilsast mjög vel,“ sagði Boisselier á blaðamanna- fundi í Hollywood í gær. Hún segir að tekið verði erfðaefnis- sýni úr barninu og móðurinni til þess að sanna að erfðaefni þeirra mæðgna sé eins. Þar með fáist staðfesting á því að ein- ræktun hafi átt sér stað. Vísindamenn segjast þó fyrst verða að fá að vita hvernig erfðaprófið var framkvæmt áður en þeir geti staðfest ein- ræktun. Ítalski læknirinn Severino Antinori, sem segist hafa ein- ræktað þrjú börn, sem eiga að fæðast á allra næstu vikum, seg- ist ekkert mark taka á yfirlýs- ingum Boisselier. Efasemdir um fullyrðingar hennar stafa ekki síst af trúar- skoðunum hennar. Hún er í trú- arsöfnuði sem heldur því fram að geimverur hafi í öndverðu skapað allt líf á jörðinni með erfðatækni. ■ Bandarískur efnafræðingur: Segist hafa einræktað barn BRIGITTE BOISSELIER Trúir því að geimverur hafi skapað allt líf á jörðinni og segist nú hafa einræktað stúlkubarn. AP /S TE PH EN J . B O IT AN O LÖGREGLUMÁL Þórkatla Halldórs- dóttir, eiginkona manns sem særði hundinn Sám skotsárum í Skerjafirði aðfaranótt annars dags jóla, segir að í apríl á þessu ári hafi Sámur ásamt tíkinni Týru brotist inn í ramm- gert kanínubúr í garði þeirra við Bauganes. Að sögn Þór- kötlu átu hundarn- ir aðra kanínuna í búrinu upp til agna að frátöldum dindlinum og ör- litlu af innyflum. Hin kanínan hafi gersamlega horfið með húð og hári þar til hún fannst niðurgrafin í garði nágranna í næstu götu. Heimilisfólkið var óttaslegið vegna árásarinnar, segir Þórkatla. Sjálf hafi hún átt einn mánuð ógenginn í barnsburð. Erfitt hafi verið að sjá fyrir sér að barnið yrði lagt í barnavagn úti við með árás hundanna yfirvofandi. „Hundarnir eru ofboðslega stórir. Í útlit minna þeir á ísbjarn- arhúna og eru í rauninni mjög sætir. En þeir eru þó ekki sætir þegar þeir byrja á urra á mann. Það er alveg á hreinu,“ segir Þór- katla. Þórkatla segir að eiginmaður sinn hafa gripið til byssunnar í fyrrinótt sem örþrifaráðs. Gat hafi verið komið á kanínubúrið. Þrátt fyrir að maðurinn hafi gert hróp að hundunum og kastað að þeim ýmsu lauslegu á borð við spýtur og blómapotta, hafi þeir hvergi hopað. Eftir að hafa skotið af tvíhleyptri haglabyssu á Sám hafi maðurinn tilkynnt atburðinn til lögreglunnar. Sámur og Týra eru svokallaðir Samojed-hundar sem ættaðir eru frá Síberíu. Eigandi þeirra er Guðmundur Pálsson. Hann viður- kennir að Sámur sé afar veikur fyrir kanínum þó hundarnir séu báðir sauðmeinlausir fjölskyldu- hundar. Fyrir algjöra slysni hafi hundarnir sloppið í gönguferð um Ægisíðuna á jóladagskvöld. „Það er ekki hægt að neita því að Sámur er alveg vitlaus í kanín- ur og reyndar í ketti líka, sem hann nær þó aldrei. Sennilega þróaði hann þessa áráttu með sér í Noregi þar sem hann var oft með mér í skógum og til fjalla,“ segir Guðmundur. Guðmundur er nýlega fluttur á Ægisíðuna en bjó áður í Mosfells- bæ þar sem einnig voru vandræði vegna ódrepandi áhuga Sáms á kanínum. „En það var eindregin niðurstaða dýralæknis sem skoð- aði Sám á sínum tíma að hann væri meinleysisgrey. Hann hefur aldrei nokkurn tíma urrað á fólk,“ segir Guðmundur. gar@frettabladid.is FAGNAÐARFUNDIR Á DÝRASPÍTALANUM Hundurinn Sámur fékk aðhlynnningu á Dýraspítalanum í Víðidal eftir skotárás í fyrrinótt. Sámur var uppburðarlítill þegar eigandinn, Guðmundur Pálsson, vitjaði hans í gær í fyrsta skipti eftir atburðinn. Fjarlægja þarf tugi hagla úr höfði og hálsi dýrsins. Sauðmeinlaus en veikur fyrir kanínum Eiginkona mannsins sem skaut með haglabyssu á hundinn Sám í Skerjafirði segir hundinn áður hafa drepið kanínur fyrir hjónunum. Eigandi Sáms segir hann veikan fyrir kanínum eftir vist í Noregi. „Það er ekki hægt að neita því að Sámur er alveg vit- laus í kanínur og reyndar í ketti líka, sem hann nær þó aldrei.“ AP /S U ZA N N E PL U N KE TT FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.