Fréttablaðið - 28.12.2002, Blaðsíða 14
14 28. desember 2002 LAUGARDAGUR
Guðmundur Jónsson ræðir líf sitt og um árin í Byrginu. Ungmenni sem koma í meðferð en ættu alls ekki að
vera þar. Hvernig er að sjá á eftir mönnum detta í það og gleðina yfir að geta hjálpað þeim til lífs á ný.
Hef séð stórkostlega
hluti gerast
Fáir dagar ársins eru frídagarhjá Guðmundi Jónssyni for-
stöðumanni Byrgisins. Það er
samofið lífi hans sem allt snýst
meira eða minna um fólkið sem
þar er. Jafnvel á aðfangadag er
Guðmundur úti að ná í mann sem
hann hafði fregnað að héldi til í
leku skúrræskni. Hann tekur
hann heim með sér en ekur honum
síðan í Byrgið síðar um kvöldið.
Fjölskylda Guðmundar fagnar
manninum og vílar ekki fyrir sér
að bæta einum til við matarborðið
um kvöldið. Það er aðeins í takt
við það sem þau hafa gert undan-
farin ár. „Enda hefði aldrei neitt
Byrgi orðið til án konunnar og
barnanna. Þau hafa tekið þátt í
þessu með mér og börnin gengið
oftar en þau muna úr rúmi fyrir
menn sem hvergi hafa átt höfði að
halla,“ segir Guðmundur.
Það þýðir lítt að ætla sér að ná
tali af honum á ákveðnum tíma;
Byrgið gengur fyrir. „Mér dvald-
ist lengur en ég ætlaði því það
voru svo margir mikið veikir,“
segir hann loks þegar komið er
fram yfir kvöldmat á helgidegi og
hann getur slakað augnablik á frá
erli dagsins.
Hvað getur þú gert í slíkum til-
vikum?
„Ég reyni að stappa stálinu í þá
sem vilja fara út. Jólin eru erfiður
tími og þá kemur ákveðið los á
mannskapinn. Ég kalla alla í fyrir-
lestur þar sem ég uppörva og hvet
sjúklingana. Ég bendi þeim á hvað
þeir geti gert í því sem við köllum
hugsvik. Menn eru tvístígandi;
þeir vilja fara en langar það samt
ekki. Það brýst um í þeim því þeir
vita hvar þeir enda ef þeir taka
skrefið út. Þegar þetta kemur yfir
menn skiptir miklu máli hvort
þeir eru búnir að vera þrjá fjóra
daga eða þrjá fjóra mánuði. Tím-
inn vinnur með þeim og við erum
svo miklu færari um að hjálpa
þeim eftir því sem tíminn er
lengri. Þá erum við farin að
þekkja þá betur og vitum hvernig
skal bregðast við.“
Virkar fyrirlestur?
Já, eins merkilegt og það getur
verið eftir einn svona tveggja
tíma fyrirlestur þá kemst ákveðin
ró yfir og menn slaka á.“
Er ekki sárt að sjá á eftir mönn-
um út sem hafa náð góðum árang-
ir og eru komnir á beinu brautina?
„Jú, það er alltaf jafn sárt að
sjá í iljarnar á fólki. Að sama
skapi er erfitt að frétta af mönn-
um, sem hafa náð góðri edrú-
mennsku, í drykkju á ný.“
Fylgist þið með ykkar mönnum
á götunni?
„Já, við reynum það eftir föng-
um og heimsækjum þessa staði
sem þeir dvelja mest á. Ég reyni
að ræða við þá og býð þeim að
koma aftur. Þeim líður mjög illa
og löngunin er fyrir hendi. Það er
bara svo erfitt stundum að taka
þetta skref. En þá er ekki um ann-
að að ræða en koma aftur daginn
eftir og það kemur að uppgjöfinni
og þeir taka skrefið á ný.“
Guðmundur segir að það sé
furðulegt en stundum sé eins og
fall geti hjálpað mjög mikið. Það
er eins og menn átti sig þá á hvað
það var sem þeir sáu í ljósrauðum
bjarma. Það var ekki eins gott
eins og þeir héldu. „Reynsla verð-
ur nefnilega ekki reynsla fyrr en
menn hafa reynt. Fallið þarf ekki
að standa lengi yfir, kannski
nokkra daga, en það verða ákveð-
in vatnaskil og menn verða endan-
lega edrú.“
Guðmundur segir að daginn
áður hafi hann hitt mann sem ver-
ið hafi hjá sér og náð góðum ár-
angri. „Hann missti fæturna fyrir
tveimur árum og datt í það. Í stað
þess að drekka mikið fór hann að
nota róandi lyf og annað dóp. Það
var skelfilegt að sjá hann. Hann
fór frá okkur í góðu ásigkomulagi,
tilbúinn til að takast á við lífið.
Þessi stóri og myndarlegi maður
var orðinn 40 kíló, óhreinn með
flóka í hárinu og gat ekki gert sig
skiljanlegan. Ef menn muna
hvernig Gísli á Uppsölum talaði
þá var það eitthvað svipað sem
kom út úr honum þegar hann
reyndi að tala. Mér varð svo
brugðið að ég grét. En hann kom
með mér í Byrgið og er þar nú.
Það er það sem skiptir máli.“
Sumir hafa verið
á götunni frá barnsaldri
Guðmundur segist hafa séð
stórkostlega hluti gerast; menn
sem taldir hafa verið vonlausir
sýni að enginn er vonlaus. „Það er
með þetta eins og barnið sem er
að læra að ganga. Við reisum það
upp aftur og aftur þar til það tek-
ur skrefin eitt og óstutt.“
Margir þeirra sem koma til þín
hafa verið á götunni frá barnsaldri
og kunna jafnvel ekki að borða
með hníf og gaffli. Er þetta ein
allsherjar endurhæfing?
„Það má segja það. Við tökum á
öllum þessum þáttum því það
skiptir svo miklu máli fyrir sjálfs-
virðinguna. Við gerum þá kröfu
að menn séu vel snyrtir og rakað-
ir og komi vel fram. Það hjálpar
manni að átta sig á hvort viðkom-
andi er á fallbraut. Ef einhver
hættir að sinna sjálfum sér þá
staldrar maður við og segir:
„Bíddu við, á hvaða leið ert þú
vinur?“ Undantekningarlaust þá
eru menn á fallbraut ef þeir hætta
að hirða um sig. Því er svo mikil-
vægt að menn einangri sig ekki
þegar þeir fara að standa á eigin
fótum. Þeir verða að vera á AA-
fundum eða á kristilegum fundum
þar sem félagarnir taka eftir ef
menn eru að fara út af brautinni
og benda þeim á.“
Guðmundur hefur þá trú að
það sé munur á fyllibyttum og
alkóhólistum. „Fyllibyttan hefur
vanið sig við drykkju því honum
líður illa og hefur ekkert annað að
gera. Allt í hans mynstri er þess
eðlis að með breyttu lífsmynstri
getur hann dregið úr. Fyllibyttan
getur drukkið alla ævi án þess að
hann hrynji niður andlega og fé-
lagslega. Það getur alkóhólistinn
ekki. Þar liggur munurinn.“
Guðmundur heldur því jafn-
framt fram að margt þeirra ung-
menna sem lent hafa í dópi séu
alls ekki alkóhólistar og því ekki
rétt að taka á þeim á sama hátt og
mönnum sem drukkið hafa í
áraraðir og eru komnir langt nið-
ur. „Þessir ungu krakkar eru að
leita, þau eru firrt og geta ekki
staðsett sig. Oft koma þau frá
brostnum heimilum og eru að
vekja á sér athygli, hafa ekki
fundið sig en eru búin að fara illa
með sig. Þessir krakkar þurfa
annars konar meðferð. Þau þurfa
ekki þá meðferð sem hefur staðið
þeim til boða fram að þessu.“
Færðu mörg svona ungmenni?
„Já, og til að mynda var hjá
mér stúlka núna nýlega sem er
tæplega tvítug. Hún hefur verið í
slæmum félagsskap og lagst út
með einhverju þokkaliði. Faðir
hennar sendir hana aftur og aftur
í meðferð því hann er ráðalaus. En
það er ekkert að þessari stelpu
annað en hún er spillt af eftirlæti
með lélega sjálfsvirðingu og
finnst þetta spennandi líf. Hún
hefur verið send til útlanda og þá
er allt í fína lagi með hana. En
þegar hún kemur heim sækir hún
alltaf í þennan félagsskap. Ég veit
um mörg viðlíka dæmi.“
Enginn getur hætt að
drekka nema hafa trú
Byrgið hefur einnig tekið við
föngum sem ljúka sinni afplánun
þar. Guðmundur segir það hafa
gengið mjög vel og það aldrei
koma fyrir að menn reyni að fara
Axel, hvað hefur orðið
um alla útigangmennina
sem haldið hafa til á
Hlemmi?“ Axel sagðist ætla
að athuga það og hringdi
síðan í hann skömmu síðar.
„Ólafur minn, það er einhver
maður úr Hafnarfiði sem
kemur alltaf og nær í þá,
svei mér að ég viti hvað
verður um þá. En mér er
sagt að þeir verði edrú hjá
honum. Þeir segja mér í
fangageymslunni að þeir séu
hættir að gista þar.“
,,
GUÐMUNDUR JÓNSSON FORSTÖÐUMAÐUR
„Mér sárnar mjög þegar bæjaryfirvöld í Sandgerði tala um að vilja losna við okkur. Að við höfum slæm áhrif á bæjarbúa vegna þess að einhverjir kunna að hafa tattú.“
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T