Fréttablaðið - 10.02.2020, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 10.02.2020, Blaðsíða 8
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Jón Þórisson jon@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Allt frá því að þéttbýli tók að myndast hér hefur atkvæðum verið mis- munað eftir því hvar kjósendur búa. Talið er að skattsvik séu um 80-100 milljarðar króna á ári hverju hér á landi. Jón Þórisson jon@frettabladid.is Sparaðu allt að 50-70%! info@fedaszdental.huHafðu samband: + 36 70 942 9573 www.tannlaeknathjonusta.is Fyrir Eftir Tannlækningar í Ungverjalandi Undirbúningur forsetakosninganna í Bandaríkjunum, sem fram fara í nóvember, er hafinn. Demókratar í Iowa-fylki riðu á vaðið, sem oft áður, með forvali forsetaefnis. Ekki verður annað sagt en að sérkennilegt hafi verið að fylgjast með flaustrinu og fátt er þar sem vekur traust. Einkum eru það aðferðirnar sem við- hafðar eru til að fá vilja þeirra fram sem taka þátt í að velja kandídatinn sem valda því. Og fyrirkomulag þess að fólk skipti sér í hópa og láti þannig afstöðu sína í ljós er sérkennilegt, svo vægt sé til orða tekið. Að minnsta kosti séð héðan ofan af Íslandi. Þetta fyrirkomulag þekkist í f leiri fylkjum og úrslit valsins ráða niðurstöðu um hverjir keppa um embætti valda- og áhrifamesta manns heims. Almennt má segja að það sé undarlegt hvernig það varð niðurstaðan eftir forval í öllum fylkjum Banda- ríkjanna að þau Donald Trump og Hillary Clinton skyldu vera þau sem stuðningsmenn flokka þeirra sendu í forsetaslaginn síðast. Það er athyglisverð niðurstaða þjóðar sem telur meira en 330 milljónir manna. Mátti ekki búast við að í svo stórum hópi leyndust frambærilegri frambjóðendur? Bandaríkin eru fyrirferðarmikil í heiminum og það skiptir miklu máli fyrir allar þjóðir hvernig for- setaembættið er skipað. Sérkennilegheitunum lýkur ekki þegar til sjálfra forsetakosninganna kemur. Þar viðgengst fyrirkomu- lag kjörmanna sem getur valdið því að sá sem færri atkvæði fær frá kjósendum verður forseti, eins og gerðist þegar Donald Trump var kjörinn forseti árið 2016. Lýðræðið er vandmeðfarið. Víkur þá sögunni hingað upp á Ísland. Við teljum okkur til fyrirmyndar annarra ríkja, ekki síst í lýð- ræðisvæðingu og framkvæmd þess. Þó telja sumir að lengra megi ganga í þeim efnum og í stað þess að málum verði ráðið til lykta af kjörnum fulltrúum, fái kjósendur sjálfir að ráða úrslitum í einstaka málum. Það er ágæt hugsun en einhvers staðar liggur línan. Meiru skiptir þó að við val á fulltrúum stjórn- málaflokka til Alþingis er atkvæði ekki það sama og atkvæði. Þannig hefur atkvæði kjósanda í Reykja- víkurkjördæmum nærri helmingsvægi miðað við atkvæði kjósanda handan Hvalfjarðarganga, í Norð- vesturkjördæmi. Þetta myndi Bandaríkjamönnum jafnvel þykja skrýtið. Það hlýtur að vera grund- vallarþáttur lýðræðis að öll atkvæði sem greidd eru í kosningum hafi sama vægi. Allt frá því að þéttbýli tók að myndast hér hefur atkvæðum verið mismunað eftir því hvar kjósendur búa. Nú er svo komið að aðeins fimm prósent lands- manna búa í dreif býli. Það hefur ekki alltaf verið svo. Í byrjun síðustu aldar bjuggu rúmlega 75 prósent í dreif býli. Ýmsar forsendur að baki mismununinni hafa því breyst eftir því sem tímar hafa liðið og íslenskt samfélag þróast. Nú er svo komið að erfitt er að finna rök sem styðja misvægi atkvæða eftir búsetu. Atkvæði Þegar Panamaskjölin komust í fjölmiðla og myndir af íslenskum ráðherrum voru dregnar upp á blöðum og skjáum út um allan heim, skammaðist þjóðin sín. Báðir eru þó enn á Alþingi Íslendinga, annar formaður stjórnmálaflokks en hinn fjármálaráðherra og yfirmaður skattamála. Við áttum heimsmet í fjölda kennitala í Panamaskjölunum. En við áttum hins vegar ekki heimsmet í úrvinnslu málanna enda of fátt starfsfólk hjá Ríkisskattstjóra og Skattrannsóknarstjóra til að takast á við þessi flóknu mál og tvíverknaður innbyggður í kerfinu. Á meðan til eru skattaskjól og leiðir greiðar til skattsvika verður fé skotið undan skatti. Jafnvel þó að samfélagið skaffi fyrirtækjum vegi, hafnir, f lugvelli, menntað starfsfólk, heilbrigðisþjónustu og löggæslu, þá virðast sumir samborgarar okkar telja að aðrir eigi að bera hitann og þungann af þeim fjárfestingum. Sumir eigendur fyrirtækja virðast telja að gróði eigi að renna óskiptur til eigenda fyrir- tækjanna. Talið er að skattsvik séu um 80-100 milljarðar króna á ári hverju hér á landi. Með bættu skatteftirliti og skattrannsóknum gæti stór hluti þeirrar fjár- hæðar gengið til heilbrigðismála, menntamála, sam- göngumála, húsnæðis- og barnabóta og til að draga úr skerðingum bótakerfisins. Skattsvikarar vilja láta aðra bera sinn hlut af kostnaði við rekstur velferðarkerfisins, en njóta sjálfir góðs af því. Og stjórnvöld spila með, með veiku opinberu skatteftir- liti. Auk þess veldur tvíverknaður því að of langur tími fer í rannsókn og fullvinnslu mála þannig að mál fyrnast eða sektir verða minni en ella. Fyrirkomulagið er seinvirkt og kostnaðarsamt og hvorki hinu opinbera né meintum sakborningum í hag. Ef embætti skattrannsóknarstjóra fengi ákæruvald, líkt og Samfylkingin leggur til með nýlegri þingsályktun, fengju fleiri mál fullvinnslu og niðurstöðu. Í september 2019 voru 140 óafgreidd mál frá Skattrannsóknarstjóra hjá héraðssaksóknara. Þar af 6 frá árinu 2015 og 9 frá árinu 2016 og 11 frá 2017. Almannahagsmunir krefjast þess að stjórnvöld bregðist við slíku ástandi. Skattaparadís Oddný G. Harðardóttir formaður þingflokks Samfylkingar Deild eða nefnd Málf lutningur í yfirdeild Mann­ réttindadómstóls Evrópu í síð­ ustu viku hefur valdið skjálfta meðal Sjálfstæðismanna sem sjá ástæðu til að stíga fram og minna á nokkur grundvallar­ atriði í íslenskri stjórnskipun. Hæstiréttur Íslands er æðsti dómstóll landsins, minnti for­ maður f lokksins landsmenn á eftir málf lutninginn. Mann­ réttindadómstóllinn væri í raun og veru deild frekar en dómstóll í hefðbundnum skilningi. Ekki liggur fyrir hvort um er að ræða nýja útfærslu á „útlendu nefnd­ inni“ eins og dómstóllinn var uppnefndur áður. Fullveldi flokksins Þótt áköfustu stuðningsmenn málskots til yfirdeildarinnar séu farnir að draga verulega í land með væntingar sínar um málalok í Strassborg skortir ekki skýringarnar á líklegu tapi. Dæmi dómstóllinn Íslandi í óhag gerir hann það í eiginhags­ munaskyni að mati Sigríðar Andersen. Ef allt um þrýtur má alltaf leita á náðir fullveldisins sem reynst hefur vel í umræðu um mál sem koma Íslandi í koll erlendis. Fullveldisrökin geta þó valdið ruglingi bæði meðal þjóðarinnar og f lokksmanna sjálfra því ekki er víst að allir geti greint á milli fullveldis Íslands og fullveldis f lokksins þegar kemur að skipun dómara. adalheidur@frettabladid.is 1 0 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 M Á N U D A G U R8 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.