Fréttablaðið - 10.02.2020, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 10.02.2020, Blaðsíða 9
Guðmundur Steingrímsson Í DAG BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516 Bílasala Reykjaness Reykjanesbæ www.bilasalareykjaness.is 419 1881 Ný kynslóð Subaru Forester er nú í fyrsta sinn búin nútíma raftækni sem kallast e-BOXER HYBRID. Í henni sameinast kostir þverliggjandi BOXER- vélar með einstaklega lágan þyngdarpunkt og rafmótors sem á hljóðlátan hátt sparar eldsneyti, eykur afl og minnkar CO2 útblástur. SUBARU FORESTER PREMIUM e-BOXER HYBRID Sjálfskiptur, verð: 6.890.000 kr. RAFMAGNIÐ ER KOMIÐ Í SUBARU ÞÚ VERÐUR AÐ PRÓFA! NÝR SUBARU FORESTER HYBRID E N N E M M / S ÍA / N M 9 8 0 9 2 S u b a ru F o re s te r e B o x e r 5 x 3 8 f e b Þetta orð, þetta nafn á landi, hefur yfir sér einstakan blæ. Von og ótta. Frelsi og fárán-leika. Gleði og sorg. Maður finnur allt í Bandaríkjunum. Alla öfga, í allar áttir. Bandaríkin eru úti um allt í manns daglega lífi. Maður horfir á bandarískt sjónvarp og bíó- myndir. Notar bandarískar tölvur og tölvuforrit. Les bandarískar bækur. Og sörfar á bandarískum fréttamiðlum. Börnin horfa á bandaríska spéfugla á YouTube. Okkur hjónin rak í rogastans um árið þegar við uppgötvuðum allt í einu að börnin okkar voru orðin altalandi á ensku. Þau höfðu lært á netinu. Íslenskt samfélag er eiginlega orðið tvítyngt. Tækni- og netmálið, og að stórum hluta mál afþreyingarinnar, er enska, á meðan íslenska er blessunarlega ennþá hið daglega mál. Sum börn, hef ég orðið var við, eru þó farin að svissa yfir í ensku þar líka. Þá gerist ég iðulega forn og vanda um fyrir ungviðinu. Alls konar áhrif Það sem gerist í Bandaríkjunum hefur áhrif á alla heimsbyggðina, en líklega hafa þó Bandaríkin ein- staklega mikil áhrif á Íslandi. Til að skilja íslenskt samfélag, vil ég meina, verður maður að horfast í augu við það hvað Ísland er nálægt Bandaríkjunum í menningu og háttum. Við tengjum okkur mikið við Norðurlöndin en okkur er hins vegar tamt að líta fram hjá og gera minna úr yfirgripsmiklum áhrifum nágrannans í vestri. Ef maður rýnir aðeins, birtist myndin þó fljótt. Menningin er eitt — sjónvarpið og það allt — en svo eru öll hin stóru dæmin: Veiga- miklir þættir samfélagsins eru hér einkareknir, eins og í Bandaríkj- unum. Björgunarsveitir, meðferð- arúrræði, þjónusta við aldraða og fatlaða. Á Íslandi er sterk hefð fyrir því að fjölskyldur og frjáls félaga- samtök annist þessa hluti. Eins og í Bandaríkjunum. Og hér er líka borin furðulega mikil og undarleg virðing fyrir einstaklingsfram- taki, sem birtist í því að fólk hér þarf ekki að borga gjald fyrir afnot af sameiginlegum auðlindum. Það má bara verða skítríkt. Það er fáránlega bandarísk pæling. Fleira mætti án efa nefna. Styrjöld í gangi Að þessu sögðu tel ég mig hafa útskýrt nægilega fyrir sjálfum mér og lesendum af hverju í ósköp- unum ég hef verið, á undanförnum mánuðum — ef ekki árum— gjör- samlega heltekinn af fréttum úr bandarísku samfélagi. Ég endur- hleð vefsíðu New York Times um það bil á hálftíma fresti. Ég drekk í mig fréttir af forvali Demókrata- flokksins og les pistla um dusil- mennið Trump eins og reyfara. Hverju sætir? Jú, Bandaríkin eru svo nálægt manni. Og eftir að hafa sökkt mér í þetta sé ég ekki betur en að það sé eiginlega stríð í gangi í Bandaríkjunum. Það geisar þar menningarleg styrjöld. Hún er sem betur fer háð með orðum en ekki tólum, en hatrömm er hún. Mér finnst nánast eins og maður þurfi að bregða sér vestur eftir og taka þátt. Bera út bæklinga í hús í ein- hverju úthverfinu. Mér finnst ég skilja hvernig ungu fólki leið sem Bandaríkin ákvað að fara til Spánar í gamla daga og berjast fyrir lýðræðinu við heri Franco einræðisherra. Stríðið í Bandaríkjunum snýst um jafn mikilvæga hluti. Mál- svarar hins opna og umburðar- lynda samfélags — þar sem gildi eins og sannleikur, heiðarleiki, sanngirni, tjáningarfrelsi, upp- lýstar ákvarðanir og jöfn tæki- færi eru í hávegum höfð — eiga í magnaðri orrahríð við erindreka sérhagsmuna sem víla ekki fyrir sér að spinna alls konar lygavefi, hunsa vísindalegar staðreyndir, ala á hatri og mölbrjóta alla múra heiðarlegrar háttsemi til þess að fá vilja sínum framgengt, sem er að halda völdum í þágu sinna eigin hagsmuna. Alvarleiki málsins Paul Krugman benti á um daginn í einni grein sinni í New York Times hversu svakalegt það væri að annar af stóru stjórnmála- f lokkunum í stærsta hagkerfi heims beinlínis hafnar gróður- húsaáhrifunum. Hlýnun and- rúmsloftsins er ekki að eiga sér stað samkvæmt Repúblikan- af lokknum. Stærsta hagkerfi heims er sem sagt um þessar mundir stjórnað af stjórnmála- f lokki sem ber öll einkenni mjög furðulegs sértrúarsafnaðar. Það er korter í að þessi f lokkur haldi því fram að jörðin sé f löt og að rökin fyrir því séu „af því bara“. Útlitið er ekki bjart, en megi Demókrötum auðnast að sameina sjálfa sig gegn þessu yfirgengilega rugli því þetta ástand varðar ekki bara Bandaríkin heldur okkur öll. Amy, Bernie, Elisabeth, Michael, Pete eða Joe. Hver sem sigrar í forvalinu. Þið megið ekki klikka á þessu! Ég brjálast. S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 9M Á N U D A G U R 1 0 . F E B R Ú A R 2 0 2 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.