Fréttablaðið - 10.02.2020, Síða 41

Fréttablaðið - 10.02.2020, Síða 41
Upphafsmaður þeirrar starfsemi sem nú er rekin undir hatti Véla og verkfæra er Guðmundur Jónsson,“ segir Sveinbjörn Lárusson, sölumaður hjá fyrirtækinu, um upphafs- ár þess. „Hann var upphaflega smiður en í kjölfar vinnuslyss fór hann að sinna innflutningi og verslunarstörfum. Árið 1919 hóf hann rekstur umboðs- og heild- verslunar í eigin nafni og stofnsetti verslunina Brynju við Laugaveg, sem löngu er orðin þjóðþekkt. Guðmundur seldi Brynju árið 1937 og beindi kröftum sínum að umboðs- og heildsölu. Það var svo 1942 sem hann stofnaði hluta- félagið Vélar og verkfæri í félagi við son sinn og tengdasyni. Upphaf- legt markmið fyrirtækisins var verksmiðjurekstur af einhverju tagi, framleiðsla á járnvörum fyrir hurðir og glugga.“ Starfsemin var lítil sem engin fyrstu árin, einkan- lega vegna ófriðar í heiminum. Ekkert varð úr verksmiðjurekstri en aftur á móti óx starfsemin á sviði umboðs- og heildverslunar jafnt og þétt. Fyrirtækið þróaðist í það að vera dreifingar- og söluaðili á glugga- og hurðabúnaði og verk- færum svo eitthvað sé nefnt en vöruúrval fyrirtækisins er mjög mikið. „Guðmundur Jónsson ehf. og Vélar og verkfæri ehf. voru rekin sem systurfyrirtæki fram til ársins 2018 þegar GJ rann inn í Vélar og verkfæri.“ Sveinbjörn segir fyrirtækið hafa haldist innan sömu fjölskyldu frá upphafi. „Guðmundur Jónsson rak fyrir- tækið allt til dauðadags, en þá tók Guðmundur S. Guðmundsson, sonur hans, við því. Árið 1963 tók síðan Sveinn H. Björnsson, dóttursonur Guðmundar, við stöðu framkvæmdastjóra og stýrði fyrirtækinu næstu 50 árin, eða til ársins 2013,“ segir hann. Núver- andi framkvæmdastjóri Véla og verkfæra er Björn V. Sveinsson, barnabarnabarn Guðmundar Jónssonar. Hundrað ára í fyrra Hann segir hundrað ára afmælinu í fyrra hafa verið fagnað með ýmsum hætti. „Nýverið opnuðum við Lykil- lausnir, sem er neytendamiðuð verslun með hurða- og glugga- búnað ásamt öryggiskerfum fyrir snjallheimilin og lásasmiðirnir okkar fluttu einnig þangað. Lykil- lausnir er staðsett steinsnar frá Vélum og verkfærum, í Skútuvogi 1 E. Opnunarpartí þessarar versl- unar var samnýtt sem hundrað ára afmælisveisla og var vinum og velunnurunum fyrirtækisins boðið. Starfsfólk hélt svo upp á tímamótin með vélsleðaferð á Langjökul og lét fara vel um sig á glæsilega nýuppgerðu Hótel Geysi í kjölfarið.“ Sveinbjörn segir viðskipta- umhverfi hafa breyst mikið á 100 árum. „Í dag er lögð áhersla á að dreifa ýmsum vörum til bygg- ingarverslana og framleiðenda á gluggum og hurðum. Til viðbótar hefur orðið mikil aukning í sölu beint til ýmissa aðila og þá mest á vörum sem ekki eru fáanlegar í byggingavöruversl- unum,“ segir hann og nefnir sem dæmi aðgangskerfi, mótora fyrir bílskúrs- og iðnaðarhurðir, hurða- og gluggabúnað, baðherbergis- vörur, snjalllausnir fyrir heimili, hönnunarvörur, höfuðlyklakerfi og fleira.“ Fjölbreytt þjónusta og úrval Vélar og verkfæri bjóða upp á fjölbreytta þjónustu þar sem við- skiptavinurinn er í fyrirrúmi. „Við seljum ýmis verkfæri, til dæmis handverkfæri eins og tangir, hamra og sagir fyrir iðnaðar- menn,“ segir Sveinbjörn og bætir við: „Við erum með landsins mesta úrval af handföngum á hurðir bæði úti- og innihurðir, fyrir fyrirtæki, stofnanir og heimili. Þá erum við með mjög mikið úrval af íhlutum á baðherbergi og salerni, wc-rúlluhaldara, slár fyrir fatlaða, wc-bursta, ruslafötur og ýmislegt f leira í litum og áferð nánast að óskum hvers einasta viðskiptavin- ar. Einnig erum við með gott úrval af alls kyns mælingartækjum, hæðar-leiserum og kross-leiserum sem og hallamálum.“ Vélar og verkfæri eru einnig með fjölbreytt úrval af hurðabúnaði. „Við seljum allan hurðabúnað frá lömum að rafmagnshurðarpump- um. Þar eigum við allar tegundir af skrám og búnaði kringum þær, hurðapumpur fyrir þarfir hvers og eins og svo snjalllausnir til að aðgangsstýra hurðum. Að ekki sé talað um flóttaleiðabúnað sem uppfyllir ýtrustu kröfur um gæði og virkni fyrir hvaða mannvirki sem er. Flóttaleiðabúnaður sem við leggjum áherslu á og seljum til notkunar í opinberum byggingum uppfyllir alla brunavarnastaðla eins og EN179, EN125 og EN13637 sem er nýr staðall um rafeinda- stýrðan flóttaleiðabúnað. Í verslun okkar Lykillausnum erum við með marga af færustu sérfræðingum landsins í smíði lykla og sýlinder- kerfa og þar smíðum við lykla fyrir heimili, stofnanir og almenn fyrirtæki.“ Lyklar og snjalllausnir Sérstaklega má nefna hin vel þekktu Assa lyklakerfi sem og allan búnað frá Assa Abloy, eða eins og Sveinbjörn orðar það: „Allt frá venjulegri innihurð á svefn- herbergi upp í að stýra aðgengi eða flóttaleið á hurðabúnaði í stórverslunum eins og H&M. Krafan frá þeim var að allur hurða- búnaður væri frá Assa líkt og þeir nota alls staðar annars staðar í heiminum. Við erum einnig með bílskúrshurðaopnara hvort sem er fyrir heimili, bílastæðahús eða fyrirtæki.“ Hann segir fyrirtækið fylgjast vel með nýjungum á markaði enda séu alltaf einhverjar framfarir og nýjungar á ferðinni. „Við reynum að fylgjast með og skoða hvað gæti hentað hér. Snjalllausnir við opnun á heimilum þar sem app í síma getur opnað læsingar er það sem hefur einna mest aðdráttarafl í dag og svo eru þjófavarnarkerfi sem láta eigendur vita þegar farið er inn eða hægt er að fara inn á og skoða hvort ekki sé allt í lagi á heimilinu sífellt að vera vinsælli.“ Að lokum ítrekar Sveinbjörn metnað fyrirtækisins í að koma til móts við óskir viðskiptavina og þarfir. „Hjá Vélum og verkfærum reynum við að uppfylla þarfir viðskiptavina okkar, ef við eigum ekki vöruna á lager þá er oft hægt að finna hana hjá birgjum okkar og sérpanta.“ Nánari upplýsingar má finna á vv.is Lykilfyrirtæki með langa sögu Vélar og verkfæri eiga meira en hundrað ára sögu sem hófst með stofnun verslunarinnar Brynju við Laugaveg. Fyrirtækið sérhæfir sig í verkfærum, hurðabúnaði og lykillausnum. Vélar og verkfæri sérhæfa sig í hurðabúnaði í öllum stærðum og gerðum. Þar má finna landsins mesta úrval af hurðarhúnum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Sveinbjörn Lárusson, sölumaður hjá Vélum og verkfærum, en fyrirtækið fagnaði hundrað ára starfsemi á síðasta ári og leggur áherslu á verkfæri, hurðabúnað og lykillausnir. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Snjalllausnir við opnun á heimilum þar sem app í síma getur opnað læsingar er það sem hefur einna mest aðdráttarafl í dag. KYNNINGARBLAÐ 13 M Á N U DAG U R 1 0 . F E B R ÚA R 2 0 2 0 BYGGINGARIÐNAÐURINN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.