Fréttablaðið - 10.02.2020, Side 44

Fréttablaðið - 10.02.2020, Side 44
Enginn þorði að tala við mig í nokkra daga, enda eina konan á 200 manna vinnustað. Það breyttist þó þegar þeir sáu að ég var bara iðnaðarmaður eins og þeir. Hjördís Erna Þorgeirsdóttir hjordiserna@frettabladid.is Þeba Björt Karlsdóttir nýtur þess að hafa nóg fyrir stafni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 16 KYNNINGARBLAÐ 1 0 . F E B R ÚA R 2 0 2 0 M Á N U DAG U RBYGGINGARIÐNAÐURINN Ég segi alltaf að ég sé héðan og þaðan þegar ég er spurð hvaðan ég sé. En ég fæddist sum sé í Reykjavík en er búin að eiga heima í Danmörku, Blöndu- ósi, í Álftafirði og núna bý ég í Mosfellsbæ á veturna og í sveitinni í Álftafirði á sumrin,“ segir Þeba. „Ég er gift Guðmundi Skagalín og saman eigum við fjögur börn, Eystein Sölva 23 ára, Eyvind Stefni og Eyvöru Stellu þrettán ára og Eyrúnu Stínu átta ára.“ Fyrirtæki og gæludýrahald Þeba segir fjölskylduna hafa eytt miklum tíma í framkvæmdir undanfarin ár. „Mest allur frítími síðustu árin hafa farið í það að gera upp húsið okkar í Mosfellsbæ sem og bæinn okkar í Álfta- firði. Mér finnst mjög gaman að smíða og ég fæ tækifæri til þess í sveitinni þar sem ég hef verið að byggja nokkra kofa fyrir gælu- dýrin okkar, en þau eru víst orðin fimmtán talsins.“ Þau hjónin eiga og reka fyrir- tækið Straumbrot ásamt einum öðrum aðila. „Ég rek mitt eigið fyrirtæki, Straumbrot ehf. í sam- starfi við Hróbjart Lúthersson sem er verkefnastjóri í Reykjavík og Guðmund, manninn minn, sem er verkefnastjóri á Vopnafirði. Við erum sem sagt með starfsstöðvar bæði hérna í bænum og á Vopna- firði. Við erum aðallega í fyrir- tækjaiðnaði og þjónustum meðal annars Brim, Rio Tinto, Mílu og Rarik.“ Þeba var ekki lengi að næla sér í fjölda réttinda og gráða. „Upp- hafið að þessu öllu var þannig að manninum mínum bauðst starf hjá Símanum á Höfn en hann var alveg viss um að þetta starf myndi henta mér betur. Ég byrjaði á að læra símsmiðinn og í framhaldi af því tók ég rafvirkjann líka og var í Meistaraskólanum með. Þannig að ég er bæði símsmíða- og raf- virkjameistari. Einnig er ég búin með námskeið sem gefur mér rétt til þess að vera byggingarstjóri.“ Iðnaðarmaður eins og þeir Þegar Heba útskrifaðist árið 2003 hlaut hún hvorki meira né minna en hæstu einkunn í öllum próf- þáttum sveinsprófs í símsmíði. En hvað felst í starfi símsmiðsins? „Ég hef svo sem ekki unnið mikið sem símsmiður undanfarin ár en þegar ég var að vinna hjá Símanum og þar á eftir Mílu þá fólst starfið mitt aðallega í því að vera úti og gera við og setja saman koparstrengi, setja nýja strengi inn á símstöð og svo framvegis. Ég var líka í því að setja upp breiðbandið sem er nú orðið úrelt. Í nýjustu hverfunum var farið að setja ljósleiðara sem við tengdum en núna er nánast ein- göngu notast við ljósleiðara. Kopar- inn er alveg að fara að detta út.“ Þegar Þeba er spurð að því hvort hún muni eftir einhverjum eftir- minnilegum atburðum úr störfum sínum rifjar hún upp námsárin þegar hún var ráðin í vinnu þar sem hún var eina konan innan um fjölda karlmanna. „Ég man eftir einu frá því að ég var að læra rafvirkjann. Þá átti ég að fara og vinna í hóteli sem var verið að gera upp. Þegar ég mæti á svæðið þá þorði enginn að tala við mig í nokkra daga enda eina konan á 200 manna vinnustað. Það breytt- ist þó þegar þeir sáu að ég var bara iðnaðarmaður eins og þeir.“ Þá segist Þeba oftast mæta jákvæðu viðmóti sem kona í karllægum geira. „Langoftast eru viðbrögðin góð og hvetjandi en þó eru til risaeðlur sem telja að konur hafi ekkert með að vera í þessum geira.“ Framkvæmdaglöð og fjölhæf fagkona Þeba Björt Karlsdóttir er símsmíða- og rafvirkjameistari og einn eigenda fyrirtækisins Straumbrot. Utan vinnu nýtur hún þess að gera upp húsið sitt ásamt því að byggja kofa fyrir gæludýrin sem eru fimmtán talsins. Símenntun í iðnaði Hugaðu að þinni símenntun og kynntu þér fjölbreytta þjónustu og úrval námskeiða sem í boði eru. www.idan.is • Náms- og starfssráðgjöf • Námssamningar og sveinspróf • Tölvunámskeið • Tölvustudd hönnun / Auto Cad • Bygginga- og mannvirkjasvið • Bílgreinasvið • Matvæla- og vetingasvið • Málm- og véltæknisvið • Prent- og miðlunarsvið

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.