Fréttablaðið - 10.02.2020, Síða 4

Fréttablaðið - 10.02.2020, Síða 4
Þjóðskrá mun ekki taka við beiðnum um hlutlausa skráningu kyns á þessu ári. JEEP® GRAND CHEROKEE FÁANLEGUR MEÐ 33” EÐA 35” BREYTINGU ALVÖRU JEPPI - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF • 3.0L V6 DÍSEL • 250 HÖ / 570 NM TOG • 8 GÍRA SJÁLFSKIPTING • LOFTPÚÐAFJÖÐRUN • LÆSING Í AFTURDRIFI jeep.is AFMÆLISTILBOÐ VERÐ FRÁ: 10.390.000 KR. AFMÆLISTILBOÐ UMBOÐSAÐILI JEEP® Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 35” BREYTTUR LISTAVERÐ VERÐ FRÁ: 10.990.000 KR. MANNRÉTTINDI Beiðnir til þjóð- skrár um breytta skráningu kyns voru 104 á síðasta ári. Þetta er marg- földun milli ára en árið 2018 óskuðu 27 einstaklingar eftir breytingu á skráningu og 20 árið 2017. Þjóðskrá er enn ekki farin að taka við beiðnum um hlutlausa skráningu kyns en með lögum um kynrænt sjálfræði sem samþykkt voru í júlí í fyrra er tryggður réttur einstaklinga til slíkrar skráningar. Þjóðskrá var veittur átján mánaða frestur til að aðlaga upplýsingakerfi sín eftir samþykkt laganna og stofn- unin mun ekki taka við beiðnum um slíka skráningu fyrr en að þeim fresti liðnum, upp úr næstu ára- mótum. Með hinum nýsamþykktu lögum verður skráning nafna í nafnaskrá Þjóðskrár ekki lengur kyngreind sem þýðir að sé nafn í mannanafna- skrá geti allir tekið það upp óháð kyni. Frá gildistöku laganna 5. júlí 2019 hefur borist 1.021 umsókn um nafnbreytingu (til 10. janúar 2020). Í svari Þjóðskrár kemur fram að ekki sé hægt að sjá að gildistaka laganna hafi haft áhrif á fjölda umsókna um nafnbreytingu. Þvert á móti hafi þær dregist saman og færri beiðnir um nafnbreytingar borist árið 2019 en árið 2018, og eins bárust færri beiðnir um nafnbreytingu árið 2018 en 2017. – aá Mikil fjölgun umsókna um breytta skráningu kyns Allar nýjustu fréttir og blað dagsins eru fáanleg á www.frettabladid.is ÖRYGGISMÁL Bæjarráð Voga á Vatnsleysuströnd hyggst láta kanna kostnað við uppsetningu færan- legrar varaaflsstöðvar. Því fylgir að koma upp tengingum á byggingu Stóru-Vogaskóla, sem er skilgreind sem fjöldahjálparstöð í Vogum. „Bæjarráð ítrekar jafnframt bókun bæjarstjórnar um mikil- vægi þess að unnin verði rýming- aráætlun fyrir sveitarfélagið,“ segir í bókun. – gar Þurfa varaafl og rýmingaráætlun Vogar á Vatnsleysuströnd. 1 Yfir 800 látin af völdum kóróna veirunnar Fleiri hafa nú látist af völdum kóróna­ veirunnar en HABL­veirunnar, sem skók Kína á árunum 2002 til 2003 og dró 774 til dauða. 2 Skóla stjóri Pat reks skóla boðar for eldra á fund vegna ein eltis máls For eldrar barna í Pat reks skóla hafa verið boðaðir á fund þar sem farið verður yfir við brögð Vestur byggðar vegna frétta flutning um ein eltis mál gagn vart kennara í skólanum. 3 Hjúkrunarnemar taka snún-ing á Frikka dór: „Til í vakt“ Hjúkrunarnemar gera óspart grín að álaginu á Landspítalanum í opnunarlagi árshátíðarmynd­ bandsins sem var frumsýnt í gær. 4 Glæ nýr lendinga rbúnaður í flug vél Icelandair gaf sig Flug vél Icelandair sem hlekktist á eftir lendingu á föstu daginn var ný komin úr skoðun þar sem skipt hafði verið um lendingar búnað. SAMGÖNGUR Verkefnið ber vinnu- heitið Niceair og er undirbúnings- vinnan langt á veg komin. Á dög- unum veitti Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra verkefninu styrk til þess að kanna til fullnustu hvort verkefnið beri sig. Meginað- standendur verkefnisins eru Sam- herji, Höldur og Norlandair en að auki eru önnur norðlensk fyrirtæki og hagsmunaaðilar verkefninu til stuðnings. „Við erum sannfærð um að grundvöllur sé fyrir áætlunarflugi milli Evrópu og Íslands um Akur- eyrarflugvöll og ætlum að nýta tím- ann til kostgæfnisathugana áður en næstu skref verða tekin í lok apríl. Reynsla annarra f lugfélaga, eins og Transavia og Titan Airways, bendir til þess að eftirspurnin sé til staðar,“ segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, sem leiðir verkefnið fyrir hönd fjárfesta. Hann bendir á að upptökusvæði í kringum f lug- völlinn sé hið sama og í Færeyjum en þaðan séu að lágmarki fjögur millilandaflug á degi hverjum. Að auki sé stígandi í komu ferðamanna til svæðisins. Að sögn Þorvalds er millilanda- f lug um Akureyrarf lugvöll risa- stórt hagsmunamál. Ekki bara fyrir ferðamenn til og frá Akureyri heldur ekki síður atvinnulífið. „Það eru mörg öflug fyrirtæki á svæðinu sem starfa við útf lutning og það kallar á ferðalög starfsfólks til meg- inlandsins. Það yrði gríðarleg hag- ræðing fyrir þessi fyrirtæki ef þau gætu sparað sér ferðalag starfsfólk til Keflavíkur. Þetta myndi hjálpa til við að jafna aðstöðumuninn við fyrirtæki á suðvesturhorninu,“ segir Þorvaldur. „Við erum einnig að gefa okkur að fyrir þau 50 þús- und manns sem þurfa að aka í 6-9 klukkustundir til að komast í milli- landaflug í Keflavík, gista eina eða tvær nætur og verja í það tveimur vinnudögum, muni ferðahegðun heimamanna brey t ast hrat t . Reynslan af Suðvesturhorninu sýnir að minnsta kosti fram á það.” Hann bendir á að á meðan sam- dráttur sé í komu ferðamanna til Keflavíkur sé raunveruleikinn allt annar fyrir norðan. „Hér hefur verið mikil aukning flugfarþega undan- farin ár. Í fyrra var aukningin tæp- lega 40 prósent og rúmlega 70 pró- sent árið áður,“ segir Þorvaldur. Margt bendir til þess að annar hópur erlendra ferðamanna hafi áhuga á f lugi til Akureyrar en til Kef lavíkur. „Þetta eru oft endur- komuferðalangar, sem hafa þegar skoðað suðvesturhornið og vilja upplifa eitthvað nýtt. Einnig eru þetta ferðamenn sem hafa áhuga á að ferðast hingað á vetrartíma, meðal annars til þess að fara á skíði. Það er því okkar trú að allir muni hagnast á því ef önnur gátt er opnuð inn í landið. Þetta er þjóðhagsmál,“ segir Þorvaldur. Hann segir aðstandendur Niceair mjög meðvitaða um að fjármögnun fyrirtækisins þurfi að vera traust enda fer öll óvissa um rekstrarhæfi flugfélaga illa í mögulega viðskipta- vini. „Ef af verkefninu verður þá er ljóst að við munum tryggja fjár- magn til þess að reka félagið svo lengi sem á þetta skal láta reyna, eða 24-36 mánuði, þannig að f lug- farþegar geta óhræddir bókað flug fram í tímann, ef af verður.“ Helsta hindrunin varðandi áætl- anir félagsins sé Akureyrarf lug- völlur. Hann sé löngu sprunginn og nauðsynlegt sé að fjárfesta í upp- byggingu vallarins. „Það voru gríð- arleg vonbrigði að sjá að ekki ætti að setja neitt fjármagn í uppbyggingu hér. Uppsöfnuð þörf er um 2,5 millj- arðar króna og algjörlega fráleitt að sú þörf sé hunsuð. Ekki bara út frá ferðamennsku heldur er líka mikil- vægt, út frá öryggissjónarmiðum, að til sé fullbúinn varaf lugvöllur fyrir Keflavík. Umferð um Kef lavík hefur þre- faldast á tíu árum, á sama tíma og stjórnvöld hafa skorið niður fjár- magn til varaflugvalla Keflavíkur,“ segir Þorvaldur. Nýleg dæmi afjúpi neyðarástand þegar Keflavík lokast. Hann sé þó vongóður um að stjórn- völd muni sjá að sér í málinu. Eins og áður segir er undirbún- ingsvinna í fullum gangi og reiknar Þorvaldur með að tíðinda sé að vænta í lok apríl. bjornth@frettabladid.is Undirbúa nýtt flugfélag til að tengja Eyjafjörð við Evrópu Hópur fjárfesta á Eyjafjarðarsvæðinu kannar nú til hlítar grundvöll fyrir áætlunarflugi milli Akureyrar og Evrópu. Verkefnastjórinn segir að eftirspurnin sé til staðar en fjársvelti Akureyrarflugvallar sé helsta hindrunin. Samgönguáætlun geri ekki ráð fyrir fjárfestingum í vellinum sem hafi verið mikil vonbrigði. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson leiðir verkefnið fyrir hönd öflugra fjárfesta. Við erum sannfærð um að grundvöllur sé fyrir ætlunarflugi milli Evrópu og Íslands um Akureyrarflugvöll. 1 0 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 M Á N U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.