Fréttablaðið - 28.02.2020, Blaðsíða 4
Eðlilegra væri að
sveitarfélagið fengi
til sín stærri hlutdeild af
tekjunum.
Þórdís Lóa Þór-
hallsdóttir,
formaður borgar-
ráðs
SAMGÖNGUR Ríkið varð af 2,6 millj-
arða króna skatttekjum árið 2019
vegna afsláttar virðisaukaskatts
á hrein orkubíla. Er þetta í fyrsta
skipti sem nýskráningum slíkra
bíla fækkar, en árið 2018 varð ríkið
af rúmum þremur milljörðum.
Afsláttur af virðisaukaskatti er
stærsta aðgerð stjórnvalda í orku-
skiptum á bílaf lotanum. Sams
konar afsláttur á við um rafhjól frá
árinu 2020. Jökull Sólberg, ráðgjafi
hjá Parralel Ráðgjöf, segir að þessir
afslættir skilji eftir stórt gat í fjárlög-
um og ríkið sé verr í stakk búið til
að uppfylla samgöngusáttmálann
frá 2019. Verið sé að veita afslátt af
bílum en á sama tíma að reyna að
vinda ofan af bílaumferðinni. Telur
Jökull veggjöld nærtækustu lausn-
ina.
„Ríkið þarf að fjármagna sáttmál-
ann samfara orkuskiptunum. Við
erum þegar komin með gulrótina
en við þurfum prik á móti,“ segir
Jökull en segir jafnframt að það
að koma veggjöldum á sé pólitískt
mjög erfitt og óvinsælt. „Gulrætur
eru vinsælar, en ekki prikin.“
Sveiflur í kaupum á nýjum bílum
eru gríðarlega miklar á Íslandi og
árið 2019 varð algert hrun. Um
13.600 nýir bílar seldust þá, miðað
við 21.200 árið 2018 og 25.800 árið
2017. Þegar íslenskar tölur eru born-
ar saman við Evrópusambands- og
EFTA-löndin er munurinn í tugpró-
sentum talinn flest öll ár, hvort sem
er fjölgun nýskráninga eða fækkun.
Jökull telur að smæð markaðarins
eigi þar stóran þátt en líka hversu
stór breyta bíllinn er í efnahag
Íslands. „Við flytjum út fisk og ál og
Urðu af 2,6 milljarða tekjum
vegna afslátta á hreinorkubíla
Ráðgjafi segir að fylla þurfi gatið í fjárlögum sem skattaafslættir af hreinorkubílum valdi til að hægt
sé að uppfylla samgöngusáttmálann sem skrifað var undir á síðasta ári. Veggjöld séu þar nærtækasta
lausnin. Um 78 prósent nýskráðra bíla á síðasta ári voru olíuknúin og bílaflotinn endurnýjast of hægt.
Hreinorkubílar voru 22 prósent nýskráðra bíla í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30
laugardaga 8.00 -16.00
sunnudaga 9.00 -16.00
Austurströnd 14 • Hringbraut 35
....................................................Sími: 561 1433
www.bjornsbakari.is
MUNDU EFTIR GÖMLU GÓÐU
AFMÆLISKRINGLUNNI
- fyrir 25-30 manns
PREN
TU
N
.IS
Jökull
Sólberg.
DÓMSMÁL Hæstiréttur mun dæma
um hvort og að hvaða marki sveit-
arfélögum sé heimilt að skerða fjár-
hagsaðstoð til einstaklinga vegna
tekna maka þeirra. Ákvörðun
réttarins var birt á vef Hæstarétt-
ar í gær en með henni var fallist
á beiðni einstaklings um endur-
skoðun á dómi Landsréttar frá 19.
desember síðastliðnum þar sem
komist var að þeirri niðurstöðu
að Reykjavíkurborg hefði verið
heimilt að skerða fjárhagsaðstoð
til einstaklings á grundvelli tekna
maka hans.
Málið skírskotar til tuttugu
ára gamals dóms Hæstaréttar í
Öryrkjabandalagsmálinu svokall-
aða sem fjallaði um stjórnarskrár-
varinn rétt þeirra sem höllustum
fæti standa í samfélaginu til fram-
færslu og félagslegrar aðstoðar.
Með tímamótaniðurstöðu taldi
rétturinn að þrátt fyrir að það gæti
átt við málefnaleg rök að styðjast
að greiðslur til einstaklinga tækju
nokkurt mið af tekjum framfærslu-
skylds maka mætti slík tekjuteng-
ing ekki skerða lágmarksréttindi
þau sem tryggð eru í stjórnar-
skránni.
Dómu r Hæst arétt ar í máli
Öryrkjabandalagsins tók fyrst og
fremst til laga um almannatrygg-
ingar og fjallaði um heimild lög-
gjafans til að skerða örorkubætur
á grundvelli tekna maka. Það mál
sem rétturinn hefur nú fallist á að
taka til umfjöllunar varðar hins
vegar fjárhagsaðstoð sveitarfélaga
en þeim hefur verið veitt ákveðið
frelsi og sjálfstæði um tilhögun
slíkrar aðstoðar með vísan til
ákvæðis stjórnarskrárinnar um
sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga.
Hið nýja fordæmi sem Hæsti-
réttur boðar mun því fjalla um tvö
ákvæði stjórnarskrárinnar; ann-
ars vegar um sjálfsákvörðunar-
rétt sveitarfélaga og hins vegar um
lágmarksréttindi einstaklinga til
félagslegrar aðstoðar. – aá
Hæstiréttur fjallar um mannréttindi og sjálfstæði sveitarfélaga
Daníel Ísebarn
Ágústsson hrl. er
lögmaður stefn-
anda málsins.
m. kr. 0
1.000 m. kr. 1.000
2.000 m. kr. 2.000
3.000 m. kr. 3.000
4.000 m. kr. 4.000
✿ Nýskráningar á umhverfisvænum bílum
2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019
n Nýskráning n Niðurfelling
f lytjum bíla inn í staðinn. Bílar eru
mjög stór hluti af efnahagnum og
eignum fólks,“ segir hann.
Jökull segir að sú mikla aukning
sem varð í sölu árið 2015 til 2017
og hrunið 2018 og 2019 segi til um
efnahaginn en einnig að endurnýj-
anir hjá bílaleigum geti haft sitt að
segja. „Þegar efnahagurinn kólnar
er endurnýjun bíla eitt það fyrsta
sem gefur eftir. Fólk keyrir frekar
áfram á eldri bílum og notar verk-
stæðin í staðinn fyrir að farga,“ segir
hann.
Aðspurður hvenær orkuskipt-
unum ljúki segist Jökull ekki bjart-
sýnn á að það verði í bráð. „Sam-
göngustofa hefur ekki tekið þetta
saman en í tölum frá Finnlandi
sjáum við að meðalaldur bíla sem er
fargað þar er 21 ár,“ segir hann. Þó
að hlutfall hreinorkubíla fari vax-
andi þá gerist þetta hægt og á síð-
asta ári voru 78 prósent nýskráðra
bíla ekki knúin af hrein orku. „Þessir
bílar verða enn á götunni eftir 20 ár.
Bílar endast mjög lengi og flotinn er
að breytast mjög hægt. Við þurfum
að fara að banna nýskráningar á
sprengihreyfilsbílum nema í ein-
hverjum undantekningartilfellum
ef við ætlum að standa við loftslags-
skuldbindingar okkar.“
kristinnhaukur@frettabladid.is
Í Fréttablaðinu í gær var greint
frá því að 57 karlar hefðu starfað
sem leikarar í Borgarleikhúsinu
árið 2019 og 27 konur. Rétt er að í
leikhúsinu störfuðu 29 karlar sem
leikarar og 25 konur. Þá leikstýrðu
fimm konur þar verkum en ekki
þrjár.
Allar nýjustu fréttir og blað
dagsins eru fáanleg á
www.frettabladid.is
Í Fréttablaðinu í gær var missagt
að Ragnar Bjarnason heitinn hefði
átt þrjú börn með Helle Birthe
Bjarnason, eftirlifandi eiginkonu
sinni. Hið rétta er að barn þeirra er
Henrý Lárus. Ragnar átti tvö börn
úr fyrra hjónabandi með Gerði
Ólafsdóttur. Þau eru Bjarni Ómar
og Kristjana. Beðist er velvirðingar
á þessum mistökum.
LEIÐRÉTTINGAR
REYKJAVÍK Kostnaður Reykjavíkur-
borgar vegna móttöku ferðamanna
er langtum hærri en tekjurnar
samkvæmt niðurstöðum ábata-
greiningar sem starfshópur Reykja-
víkurborgar um mótun ferðastefnu
lét framkvæma.
Greiningin var kynnt í borgarráði
í gær og þar kemur fram að árið 2018
hafi beinar og óbeinar tekjur borg-
arinnar af ferðaþjónustu numið
tæpum 10,5 milljörðum króna en
kostnaður rúmum 18,7 milljörðum.
Kostnaður umfram tekjur var því
rúmlega 8,3 milljarðar.
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, for-
maður borgarráðs og formaður
starfshópsins, segir borgina ekki
líta á kostnað umfram tekjur sem
tap en að niðurstaða greiningar-
innar sé sláandi. „Við sem erum að
reka sveitarfélögin vitum að við
erum ekki að fá miklar tekjur af
ferðamönnum,“ segir hún.
„Þó svo að sveitarfélögin séu
pakkfull af fólki þá renna litlar
tekjur til sveitarfélaganna. Bæði
virðisaukaskattur og gistinátt-
agjald rennur til ríkisins,“ segir
Þórdís Lóa.
Þær tekjur sem í greiningunni
teljast sem beinar tekjur til borgar-
innar eru fasteignagjöld fyrirtækja,
aðgangseyrir í sundlaugar og á
listasöfn og tekjur Höfuðborgar-
stofu. Óbeinar tekjur eru útsvar
og fasteignagjöld þeirra starfs-
manna sem sinna ferðaþjónustu.
Þá telst rekstur Höfuðborgar-
stofu og styrkveitingar sem beinn
kostnaður. „Óbeinn kostnaður er
svo kostnaður við grunnþjónustu
þeirra starfsmanna sem bætast í
borgina með fjölgun ferðamanna,
svo sem vegna skóla og leikskóla,“
segir Þórdís.
„Samband sveitarfélaga hefur
unnið að því að gistináttagjaldið
fari til sveitarfélaganna og það er
inni í ríkisstjórnarsáttmálanum
en það virðist enginn vera að f lýta
sér og við viljum bara benda á það
augljósa í þessu,“ segir hún.
„Þó að þessi mikli kostnaður fylgi
ferðaþjónustunni er hún vel þess
virði en eðlilegra væri að sveitar-
félagið fengi til sín stærri hlutdeild
af tekjunum sem ferðamaðurinn
býr til,“ segir Þórdís Lóa. – bdj
Kostnaður Reykjavíkurborgar vegna
ferðamanna mun hærri en tekjurnar
1 Danskur fréttastjóri greinist með COVID-19 Fyrsta tilfellið
af kórónaveirusmiti hefur verið
staðfest í Danmörku. Um er að
ræða fréttastjóra hjá sjónvarps-
stöðinni TV2.
2 Farþegar bíða brottfarar í sex flugvélum vegna afísingar
Brottförum frá Keflavíkurflugvelli
seinkaði vegna afísingar. Sex vélar
biðu brottfarar.
3 Starfsmaður Fossvogsskóla í heimasóttkví Starfsmaðurinn
hyggst vera í tveggja vikna sóttkví
eftir dvöl á svæði þar sem tilfelli af
kórónaveirunni hafa komið upp.
2 8 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð