Fréttablaðið - 28.02.2020, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 28.02.2020, Blaðsíða 28
Bónus er fyrsta matvörukeðja landsins til að kolefnis- jafna rekstur verslana sinna. Baldur segir að það séu spennandi og umhverfis- vænir tímar fram undan hjá Bónus og að samfélagsleg ábyrgð hafi sjaldan verið mikilvægari en einmitt nú. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Hjá Bónus er boðið upp á sama verð um land allt, rekstur verslana er kolefnis- jafnaður, sorp er f lokkað vandlega og plastnotkun hefur minnkað gríðarlega. Bónus hefur lagt sitt af mörkum hvað varðar lýðheilsu landsmanna með því að hafa aldr- ei selt tóbak í verslunum sínum og vinnur gegn matarsóun með því að selja mat á síðasta snúningi með afslætti. „Það er hægt að sýna fram á samfélagslega ábyrgð á svo marga vegu og má því segja að stærsta samfélagsverkefni Bónuss sé ef til vill okkar ábyrga verðstefna. Í 31 ár höfum við boðið upp á sama verð í öllum verslunum okkar um allt land og á sama tíma lægra verð en gengur og gerist,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónuss. „Þetta hefur margoft verið staðfest í verðlagskönnunum ASÍ.“ Skiptir neytendur máli „Við vitum að rekstur stórrar versl- anakeðju hefur vitaskuld áhrif á umhverfið og við viljum gera allt sem við getum til að stuðla að verndun umhverfis og náttúru, enda er loftslagsváin eitt stærsta verkefnið sem samfélagið stendur frammi fyrir sem heild,“ segir Baldur. „Það eru margar áskoranir, en við teljum okkur vera að fara í rétta átt og vera í takt við það sem neytendur vilja sjá í sinni mat- vöruverslun. Góð umhverfisstefna og árangursríkar aðgerðir stórra fyrirtækja skipta neytendur sífellt meira máli og okkur líka. Eitt af því sem er gott við að hafa góða og virka umhverfis- stefnu, fyrir utan að huga betur að umhverfinu okkar, er að þessar aðgerðir eru fjárhagslega hag- kvæmar,“ segir Baldur. Fyrsta matvörukeðjan til að kolefnisjafna „Bónus er fyrsta matvörukeðja landsins til að kolefnisjafna rekstur verslana sinna. Í samstarfi við Kolvið gróðursettum við 6.670 tré til að dekka kolefnisfótspor reksturs ársins 2018 á tveggja hektara svæði við Úlfljótsvatn, en verslanir okkar eru í dag 31 talsins, nítján á höfuðborgarsvæðinu og tólf á landsbyggðinni,“ segir Baldur. „Klappir grænar lausnir hf. býður upp á umhverfisstjórn- unarhugbúnað sem hjálpar fyrir- tækjum og stofnunum að reikna út sitt eiginlega kolefnisfótspor út frá öllum viðeigandi þáttum, svo sem úrgangi, hita, rafmagns- og vatns- notkun og fleira. Hugbúnaðurinn hefur nú verið innleiddur í verklag Bónuss, sem hefur hjálpað og mun halda áfram að hjálpa okkur að ná enn betri árangri í umhverfis- málum.“ Niðurstöður úr mælingu á kol- efnisfótspori Bónusverslana fyrir árið 2019 munu detta í hús á næstu dögum,“ segir Baldur. „Í sumar verður svo farið í hinar eigin- legu mótvægisaðgerðir fyrir árið 2019 þar sem vissum fjölda trjáa verður plantað í þennan sama skóg á Úlfljótsvatni og bætast þá við þau 6.670 tré sem þar eru fyrir. Skógurinn verður því brátt hinn myndarlegasti.“ Einnig leitast Bónus við að versla eins mikið við innlenda fram- leiðendur og hægt er til að minnka innflutning og þar með minnka kolefnisfótsporið. Minnka sífellt plastnotkun „Flokkun sorps skiptir miklu máli hjá Bónus. Við flokkum úrgang og erum alltaf að bæta okkur á hverju ári, en eins og gefur að skilja fylgir mikið sorp rekstri eins og okkar,“ segir Baldur. „Samkvæmt tölum frá Terra mældist urðun sorps 14% minni árið 2019 en árið áður og að sama skapi var hægt að endur- vinna 4% meira árið 2019 en 2018. Þessar tölur sýna að við erum á réttri braut hvað varðar flokkun og magn úrgangs. Við leggjum líka mikla áherslu á að minnka plastnotkun okkar og notum mun minna plast en áður og það er alltaf að minnka. Við erum sífellt að skora á okkar birgja að gera slíkt hið sama og ef þeir standa sig vel verður þetta mun auðveldara fyrir okkur. Til dæmis fóru Bónus súpurnar úr plast- fötum yfir í pappaumbúðir og nú er allt nýbakaða bakkelsið að fara úr pokum og bökkum úr plasti í pappaöskjur. Við þessar aðgerðir mun plastnotkun í þessum vöru- Bónus hefur sýnt gott fordæmi í 31 ár Frá stofnun hefur eitt stærsta samfélagsverkefni Bónuss verið að bjóða sama lága verðið um land allt, en auk þess hugar keðjan vel að umhverfisvernd og takmarkar sóun. Bónus hvetur viðskiptavini sína til að nota fjölnota burðarpoka og net og hefur gefið viðskiptavinum um 100 þúsund fjölnota poka. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR f lokki minnka um allt að 90%. Umbúðir utan um ferskt nauta- hakk og hamborgara frá Íslands- nauti eru nú komnar í 100% endur- vinnanlegar umbúðir og er notast við 70% minna plast en áður. Bónus var fyrsta matvöru- verslunin á landinu til að hætta með plastburðarpoka og bjóða í staðinn upp á lífniðurbrjótanlega poka,“ segir Baldur. „Þessir pokar brotna 100% niður á nokkrum mánuðum, eiga að flokkast með lífrænum úrgangi og geta á end- anum orðið að moltu. Fyrst og fremst hvetjum við við- skiptavini okkar til að nota fjöl- nota burðarpoka og til að mynda gaf Bónus viðskiptavinum sínum 100 þúsund fjölnota poka til að reyna að ýta undir notkun þeirra á sama tíma og Bónus skipti út plastburðarpokum,“ segir Baldur. „Fólk þarf bara að temja sér að taka þá með, þeir vilja oft gleymast heima. En við bjóðum þó enn upp á líf niðurbrjótanlega poka ef sá fjölnota gleymist.“ Tóbakslaus í 30 ár „Bónus hefur verið án tóbaks í öll sín 30 ár og aldrei selt sígarettur 12 KYNNINGARBLAÐ 2 8 . F E B R ÚA R 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U RSAMFÉLAGSÁBYRGÐ FYRIRTÆKJA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.