Fréttablaðið - 28.02.2020, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 28.02.2020, Blaðsíða 32
Kolefnisspor Ölgerðarinnar hefur minnkað um 54 prósent frá 2016. Það er mikið gleðiefni og við vitum ekki af öðru fyrirtæki sem hefur nú þegar náð því markmiði. Við erum þó hvergi nærri hætt og ætlum að setja okkur enn metn- aðarfyllri markmið á næstu árum. „Við vinnum að samfélagsábyrgð af alvöru og tökum þann þátt inn í allar ákvarðanir, stórar sem smáar, í starfsemi okkar og við viljum vinna að henni af heilum hug,“ segir Málfríður Guðný Kol- beinsdóttir, sérfræðingur í umbótastjórnun og sjálfbærni hjá Ölgerðinni. Þar er unnið með umbætur fyrir umhverfismál á hverjum degi og tekin mörg ný skref í rétta átt. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Það skiptir rótgróið fyrirtæki eins og Ölgerðina miklu máli að sinna samfélagslegri ábyrgð, segir Málfríður Guðný Kolbeinsdóttir, sérfræðingur í umbótastjórnun og sjálf bærni hjá Ölgerðinni. Þannig nái fyrirtækið samkeppnisforskoti og styðji við þá framtíðarsýn fyrirtækisins að vera fyrsta val viðskiptavinarins og neytenda. „Við vinnum að sam- félagsábyrgð af alvöru og tökum þann þátt inn í allar ákvarðanir, stórar sem smáar, í starfsemi okkar og við viljum vinna að henni af heilum hug.“ Á 100 ára afmæli Ölgerðarinnar árið 2013 hófst vinna að samfélags- ábyrgð fyrir alvöru að hennar sögn en sama ár birti fyrirtækið fyrstu skýrslu sína um samfélags- ábyrgð. „Nú eru liðin sjö ár og við höfum komist langt á þessum tíma í átt að sjálf bærara fyrirtæki. Við erum þó hvergi nærri hætt enda er samfélagsábyrgð stöðugt ferðalag og stöðugar umbætur frá degi til dags.“ Allt að 600% umhverfisvænna Meðal stærri verkefna á sviði sam- félagslegrar ábyrgðar sem Ölgerðin vinnur að má nefna að allar plastflöskur eru úr 50% endur- unnu plasti, kolefnisspor fyrirtækisins hefur minnkað um 54% á fjórum árum og sífellt er unnið að því að gera fyrirtækið umhverfis- vænna. Auk þess minnir Málfríður á að það sé allt að 600% umhverfis- vænna að velja íslenska drykkjarvöru. „Við fengum EFLU verkfræðistofu til að reikna út kolefnisspor mis- munandi tegunda umbúða hjá okkur og sýna helstu niðurstöður, út frá umhverf- islegum sjónarmiðum, að ekki er ákjósanlegt að tappa á drykki erlendis og flytja inn fullar umbúðir. Greiningin tók mið af framleiðslu og flutningi umbúða og var allt að 600% umhverfisvænna að velja íslenska drykkjarvöru.“ Plastflöskur úr 50% endurunnu plasti Í skýrslunni sem EFLA vann kom í ljós að hlutfall endurunn- inna efna í framleiðslu umbúða skiptir verulegu máli hvað kolefnissporið varðar. „Á þessu ári munu allar plastflöskur okkar vera úr 50% endurunnu plasti auk þess sem við munum létta allar 0,5 lítra plastflöskur um 1,5 grömm. Umhverfisvænna að framleiða heima Á 100 ára afmæli Ölgerðarinnar árið 2013 hófst þar vinna að samfélagsábyrgð fyrir alvöru. Á sjö árum hefur margt breyst en starfsmenn eru þó hvergi nærri hættir. Kristall er íslensk framleiðsluvara en mun umhverfisvænna er að framleiða drykkjarvörur hér heima en að flytja þær inn. Þannig verða flöskurnar 5,5 grömmum léttari en árið 2008.“ Samkvæmt skýrslu EFLU verður 50% endurunnið plast sú umbúða- gerð sem er með minnstu kolefnis- losunina af þeim umbúðum sem eru í boði. „Með því að skipta úr 0% í 50% endurunnið plast minnkar kolefnisspor umbúðanna um 17% og verður kolefnisspor þess minna en áldósanna og gler- flaskna.“ 54% minna kolefnisspor Árið 2015 setti Ölgerðin fram yfirlýsingu, ásamt 103 öðrum fyrirtækjum, um að minnka kol- efnissporið sitt um 40% til ársins 2030 og ná þannig sameiginlegum loftslagsmarkmiðum Íslands með ríkjum ESB og Noregi. Hún segir að frá árinu 2016 hafi kolefnisspor Ölgerðarinnar minnkað um 54% og markmiðinu fyrir 2030 sé því náð. „Þetta er mikið gleðiefni og við vitum ekki af öðru fyrirtæki sem hefur nú þegar náð þessu markmiði. Við erum þó hvergi nærri hætt og ætlum að setja okkur enn metnaðarfyllri mark- mið á næstu árum.“ Hún segir markvissar aðgerðir hjá Ölgerðinni í umhverfis- málum hafa skilað þessum árangri. Ölgerðin hóf að raf- magnsvæða bílaflota sinn og eru nú allir áfyllingarbílar fyrirtækisins rafmagnsbílar. Einnig hefur verið markviss vinna í því að setja í forgang endurnýjanlega orku umfram aðra óumhverfis vænni orku. „Þetta auk margra annarra þátta hefur skilað sér í því að við náðum markmiðunum okkar. Við viljum vera til fyrirmyndar og á meðan við vinnum í því að ná þessari losun niður erum við að kolefnis- jafna allan okkar rekstur.“ Umhverfisvænt brugghús Í brugghúsi Ölgerðarinnar var jafnframt hugað að umhverfis- málum, að sögn Málfríðar. „Varmi sem til verður á kælikerfum í brugghúsinu er nýttur til að bræða snjó á bílastæðinu. Allt hrat, svo sem korn og humlar, sem fellur til við bjórframleiðslu er nýtt í svína- fóður af fyrirtækinu Stjörnugrís en bara á síðasta ári voru það um 620 tonn. Þriðjungur af öllu geri sem fellur til í framleiðslu er nýtt í bjórsjampó sem er samstarfs- verkefni með Verandi. Fjárfest hefur verið í nýjum búnaði sem hefur sparað vatnsnotkun töluvert og fleiri verkefni eru í gangi með umhverfissjónarmið að leiðar- ljósi.“ Starfsmenn Ölgerðarinnar munu halda áfram að vinna að því að minnka kolefnislosunina og gera starfsemina umhverfisvænni frá degi til dags, segir Málfríður. „Stóru verkefnin fyrir þetta ár er að létta allar plastumbúðir fyrir drykkina okkar og gera þær umhverfisvænni með því að nota endurunnið hráefni. Einnig mun halda áfram vinna við að koma öllum fólksbílaflota okkar yfir í rafmagnsbíla. Auk þessara verk- efna vinnum við með stöðugar umbætur á hverjum degi fyrir umhverfismálin okkar og tökum þannig mörg skref í rétta átt.“ 16 KYNNINGARBLAÐ 2 8 . F E B R ÚA R 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U RSAMFÉLAGSÁBYRGÐ FYRIRTÆKJA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.