Fréttablaðið - 28.02.2020, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 28.02.2020, Blaðsíða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —5 0 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R F Ö S T U D A G U R 2 8 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 OUTLANDER PHEV ALLTAF JAFN VINSÆLASTUR HEKLA · Laugavegur 170 · Sími 590 5000 · Mitsubishi.is Verð frá 4.690.000 kr. MENNING Þorleifur Örn Arnars­ son leikstjóri mun setja upp eina sýningu í Þjóðleikhúsinu á hverju leikári næstu árin. Einnig mun hann vinna með leikhúsinu að því að efla alþjóðlegt samstarf og veita listræna ráðgjöf. Þorleifur gegnir nú stöðu yfirmanns leiklistarmála hjá Volks­ buhne, hinu virta leikhúsi í Berlín. Hann hefur hlotið fjölda viður­ kenninga fyrir störf sín í leikhúsi og var árið 2018 útnefndur leikstjóri ársins í Þýskalandi fyrir Die Edda. Þorleifur mun leikstýra við erlend leikhús samhliða því að leikstýra fyrir Þjóðleikhúsið. Fyrsta frum­ sýning hans verður á næsta leikári, þar er um að ræða nýja leikgerð hans á Rómeó og Júlíu eftir William Shakespeare. – kb Þorleifur Örn Arnarsson til liðs við Þjóðleikhúsið Þorleifur Örn Arnarsson, leikstjóri. Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins, fékk í gær af henta fyrstu Mottumars-sokkana sem Gunnar Hilm- arsson hannaði. Dóttir hönnuðarins, Isabel Mía, fékk þann heiður að af henda sokkana. Á Mottumars verður nú lögð sérstök áhersla á mikilvægi hreyfingar sem forvarnar gegn krabbameinum. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI 2,6 milljörðum varð ríkissjóður af í fyrra vegna skatta­ afslátta af hreinorkubílum. SAMGÖNGUR Afsláttur af virðis­ aukaskatti á hreinorkubíla leiddi til þess að ríkið varð af um 2,6 milljarða króna skatttekjum í fyrra. Jökull Sólberg, ráðgjafi hjá Parallel Ráðgjöf, segir þetta skilja eftir gat í fjárlögum. Ríkið sé þannig í verri stöðu til að uppfylla samgöngu­ sáttmálann sem undirritaður var á síðasta ári. „Ríkið þarf að fjármagna sáttmál­ ann samfara orkuskiptunum. Við erum þegar komin með gulrótina en við þurfum prik á móti,“ segir Jökull. Veggjöld séu nærtækasta leiðin til að vega upp á móti tekju­ tapinu. Það verði bæði erfitt og óvinsælt pólitískt að koma þeim á. Tekjutapið vegna umræddra afslátta nam um þremur milljörð­ um króna árið 2018. Afslættirnir eru stærsta aðgerð stjórnvalda vegna orkuskipta í samgöngum. Hrun varð í sölu á nýjum bílum á síðasta ári en þá voru þeir um 13.600 talsins miðað við 21.200 árið 2018 og 25.800 árið 2017. Aðspurður segist Jökull ekki bjartsýnn á að orkuskiptum ljúki í bráð. Hlutfall hreinorkubíla fari vissulega vaxandi en það gerist hægt. Á síðasta ári voru 78 prósent nýskráðra bíla ekki knúin af hrein­ orku. „Þessir bílar verða enn þá á göt­ unum eftir 20 ár,“ segir Jökull. Ætli Íslendingar að standa við lofts­ lagsskuldbindingar sínar þurfi að banna nýskráningar sprengihreyf­ ilsbíla nema í undantekningartil­ vikum. Aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum gerir ráð fyrir því að nýskráningar bíla sem ganga ein­ göngu fyrir jarðefnaeldsneyti verði bannaðar árið 2030. Hreinorkubílar eru í dag rúm sex prósent fólksbíla­ f lotans en hreinorkubílar eru um 45 prósent nýskráðra fólksbíla það sem af er þessu ári. – khg / sjá síðu 4 Ríkið eigi að mæta tekjutapi með veggjöldum Ráðgjafi hjá Parallel Ráðgjöf segir afslátt af virðis- aukaskatti á hreinorkubíla búa til gat í fjárlögum sem þurfi að fylla. Veggjöld séu þar nærtækasta leiðin en það geti reynst pólitískt erfitt og óvinsælt. Hreinorkubílar voru um 22 prósent nýskráðra bíla á síðasta ári. Aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum gerir ráð fyrir að nýskrán­ ingar bíla sem ganga ein­ göngu fyrir jarðefnaelds­ neyti verði bannaðar 2030.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.