Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.02.2020, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 28.02.2020, Qupperneq 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —5 0 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R F Ö S T U D A G U R 2 8 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 OUTLANDER PHEV ALLTAF JAFN VINSÆLASTUR HEKLA · Laugavegur 170 · Sími 590 5000 · Mitsubishi.is Verð frá 4.690.000 kr. MENNING Þorleifur Örn Arnars­ son leikstjóri mun setja upp eina sýningu í Þjóðleikhúsinu á hverju leikári næstu árin. Einnig mun hann vinna með leikhúsinu að því að efla alþjóðlegt samstarf og veita listræna ráðgjöf. Þorleifur gegnir nú stöðu yfirmanns leiklistarmála hjá Volks­ buhne, hinu virta leikhúsi í Berlín. Hann hefur hlotið fjölda viður­ kenninga fyrir störf sín í leikhúsi og var árið 2018 útnefndur leikstjóri ársins í Þýskalandi fyrir Die Edda. Þorleifur mun leikstýra við erlend leikhús samhliða því að leikstýra fyrir Þjóðleikhúsið. Fyrsta frum­ sýning hans verður á næsta leikári, þar er um að ræða nýja leikgerð hans á Rómeó og Júlíu eftir William Shakespeare. – kb Þorleifur Örn Arnarsson til liðs við Þjóðleikhúsið Þorleifur Örn Arnarsson, leikstjóri. Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins, fékk í gær af henta fyrstu Mottumars-sokkana sem Gunnar Hilm- arsson hannaði. Dóttir hönnuðarins, Isabel Mía, fékk þann heiður að af henda sokkana. Á Mottumars verður nú lögð sérstök áhersla á mikilvægi hreyfingar sem forvarnar gegn krabbameinum. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI 2,6 milljörðum varð ríkissjóður af í fyrra vegna skatta­ afslátta af hreinorkubílum. SAMGÖNGUR Afsláttur af virðis­ aukaskatti á hreinorkubíla leiddi til þess að ríkið varð af um 2,6 milljarða króna skatttekjum í fyrra. Jökull Sólberg, ráðgjafi hjá Parallel Ráðgjöf, segir þetta skilja eftir gat í fjárlögum. Ríkið sé þannig í verri stöðu til að uppfylla samgöngu­ sáttmálann sem undirritaður var á síðasta ári. „Ríkið þarf að fjármagna sáttmál­ ann samfara orkuskiptunum. Við erum þegar komin með gulrótina en við þurfum prik á móti,“ segir Jökull. Veggjöld séu nærtækasta leiðin til að vega upp á móti tekju­ tapinu. Það verði bæði erfitt og óvinsælt pólitískt að koma þeim á. Tekjutapið vegna umræddra afslátta nam um þremur milljörð­ um króna árið 2018. Afslættirnir eru stærsta aðgerð stjórnvalda vegna orkuskipta í samgöngum. Hrun varð í sölu á nýjum bílum á síðasta ári en þá voru þeir um 13.600 talsins miðað við 21.200 árið 2018 og 25.800 árið 2017. Aðspurður segist Jökull ekki bjartsýnn á að orkuskiptum ljúki í bráð. Hlutfall hreinorkubíla fari vissulega vaxandi en það gerist hægt. Á síðasta ári voru 78 prósent nýskráðra bíla ekki knúin af hrein­ orku. „Þessir bílar verða enn þá á göt­ unum eftir 20 ár,“ segir Jökull. Ætli Íslendingar að standa við lofts­ lagsskuldbindingar sínar þurfi að banna nýskráningar sprengihreyf­ ilsbíla nema í undantekningartil­ vikum. Aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum gerir ráð fyrir því að nýskráningar bíla sem ganga ein­ göngu fyrir jarðefnaeldsneyti verði bannaðar árið 2030. Hreinorkubílar eru í dag rúm sex prósent fólksbíla­ f lotans en hreinorkubílar eru um 45 prósent nýskráðra fólksbíla það sem af er þessu ári. – khg / sjá síðu 4 Ríkið eigi að mæta tekjutapi með veggjöldum Ráðgjafi hjá Parallel Ráðgjöf segir afslátt af virðis- aukaskatti á hreinorkubíla búa til gat í fjárlögum sem þurfi að fylla. Veggjöld séu þar nærtækasta leiðin en það geti reynst pólitískt erfitt og óvinsælt. Hreinorkubílar voru um 22 prósent nýskráðra bíla á síðasta ári. Aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum gerir ráð fyrir að nýskrán­ ingar bíla sem ganga ein­ göngu fyrir jarðefnaelds­ neyti verði bannaðar 2030.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.