Fréttablaðið - 28.02.2020, Blaðsíða 10
Frá degi til dags
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is,
Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is
LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Hörður
Ægisson
hordur@frettabladid.is
Væntingar
um skjóta
efnahags-
lega við-
spyrnu,
byggðar á
misráðinni
bjartsýni
um að
útbreiðsla
veirunnar
væri í rénun,
eru ekki að
ganga eftir.
Það verður
aldrei tekið
til baka ef
hingað berst
mengað kjöt
eða pestir.
Járn & Gler ehf. • Skútuvogur 1h. Barkarvogsmegin
104 Reykjavík • S. 58 58 900 • www.jarngler.is
Bjóðum upp á sjálfvirkan
hurðaopnunarbúnað,
hurðir og gluggakerfi
ásamt uppsetningu
og viðhaldi á búnaði.
Áratuga reynsla.
Hún var afgerandi skoðanakönnunin sem MMR gerði á dögunum „Hversu andvíg(ur) eða fylgjandi ertu innflutningi til Íslands á hráu
ófrosnu kjöti?“ Niðurstaðan kom ekki á óvart. Frekar
og mjög andvíg innflutningi voru 56% aðspurðra en
mjög og frekar fylgjandi 27% þeirra sem afstöðu tóku.
Konur reyndust vera andvígari innflutningi en karlar
og ungt fólk á aldrinum 18-29 ára sá hópur sem kemur
kannski mest á óvart og þó ekki en 54% þeirra voru
mjög andvíg eða fremur andvíg. En aðeins 9% mjög
fylgjandi. Þessi könnun er sú fyrsta sem gerð er eftir að
stjórnvöld gáfust upp fyrir ESB og opnuðu fyrir inn-
flutningi á hráu kjöti í veröld vondra frétta um sjúk-
dóma í dýrum og pensilínnotkun bæði í dýr og fóður
dýranna. Og ekki síður þar sem faraldrar sjúkdóma
halda áfram að herja á landbúnað eins og til dæmis hin
afríska svínapest núna.
Allir landsmenn eru meðvitaðir um að íslenskur
landbúnaður er einstaklega heilbrigður og hér eru uppi
strangari kröfur en í nokkru öðru landi um notkun
lyfja og um að farga hjörðum sem smitast hafa af salm-
onellu- eða kampýlóbakter-smiti. Nú er mikilvægt að
eftirlitsaðilar standi vörð um að skilyrðum sé fylgt og að
innflytjendur vandi sín vinnubrögð. Það verður aldrei
tekið til baka ef hingað berst mengað kjöt eða pestir.
Þetta er ekki bara spurning um að rétt skjöl fylgi kjötinu
heldur hitt að það sé rannsakað út frá okkar kröfum.
Prufur teknar og settar í rannsókn hér. Hitt er svo jafn-
mikilvægt og fyrr að stjórnvöld styðji við landbúnað í
öllum greinum landbúnaðarins. Best væri að setja sér
5-10 ára áætlun um að íslenskir bændur framleiði allt
kjöt, allar mjólkurvörur og allt grænmeti sem Íslend-
ingar og gestir þeirra ferðamennirnir neyta á Íslandi.
Til þess þarf að skapa velvilja hjá stjórnmála-
mönnunum. Hann er hjá þjóðinni samkvæmt þessari
skoðanakönnun. Sá stjórnmálaflokkur sem þorir að
setja þessa stefnu á oddinn er á framtíðarvegi. Áfram
íslenskir bændur, þið skarið framúr með heilnæmar
landbúnaðarvörur.
Íslendingar vilja sitt kjöt
frá sínum bændum
Guðni Ágústsson
fyrrverandi
ráðherra
Spurningin er ekki lengur hvort heldur hve mikil áhrif kórónaveirufaraldursins verða á heims-hagkerfið. Eftir að hafa fyrst stórlega vanmetið þau hafa viðbrögð fjárfesta á fjármálamörk-uðum beggja vegna Atlantshafs verið harkaleg
í vikunni. Hlutabréfavísitölur hafa fallið eins og steinn
og fjármagnið leitar nú í skjól öruggari eigna á borð við
bandarísk ríkisskuldabréf og gull. Íslenski markaðurinn,
sem óttast að veiran sé að breiðast út um Evrópu með
tilheyrandi höggi á ferðaþjónustuna, hefur ekki farið
varhluta af þessari þróun – og sumpart hafa viðbrögðin
verið enn ýktari en á erlendum mörkuðum. Úrvals-
vísitalan hefur lækkað um níu prósent á aðeins fjórum
dögum. Hlutabréfaverð Icelandair hefur tekið langmestu
dýfuna, eða um nærri 30 prósent, og markaðsvirði flug-
félagsins því skroppið saman um 14 milljarða.
Fyrri smitfaraldrar virðast hafa lítið forspárgildi um
þróun mála. Staðfest smit af völdum kórónaveirunnar
á heimsvísu, en tilfellum utan Kína fjölgar nú ört, eru
orðin fleiri en 80 þúsund talsins og dauðsföll nálgast
þrjú þúsund. Til samanburðar greindust um átta þúsund
manns með SARS-veiruna, sem átti einnig upptök sín
í Kína og olli dauða um 800 manns, á árunum 2002
til 2003. SARS-veiran dró þá niður hagvöxt í Kína um
eitt prósentustig en áhrifin í öðrum helstu hagkerfum
heimsins voru hverfandi. Nú er staðan allt önnur. Kín-
verska hagkerfið stendur undir um 17 prósentum heims-
framleiðslunnar, borið saman við aðeins fjögur prósent
2003, og er miðpunkturinn í helstu framleiðslukeðjum
alþjóðlegra fyrirtækja. Ef það hriktir í þeim hefur það
alvarleg og keðjuverkandi áhrif um allan heim.
Fyrir íslenska þjóðarbúið, sem er í miðri niðursveiflu,
kemur útbreiðsla veirunnar á óheppilegum tíma. Sem
lítið opið hagkerfi er Ísland afar háð alþjóðaviðskiptum
og því munum við finna vel fyrir því ef það fer að
hægjast á vexti í okkar helstu viðskiptalöndum. Tíma-
bundið hökt í utanríkisviðskiptum, eins og fram kom
í umfjöllun Markaðarins í vikunni, verður hins vegar
smáræði miðað við samdráttinn í eftirspurn sem raun-
gerist þegar fólk fer að halda að sér höndum í neyslu og
ferðalögum samtímis því sem veiran breiðist út til fleiri
landa. Bjartsýni neytenda mun dragast saman og þá um
leið fjárfestingar fyrirtækja. Væntingar um skjóta efna-
hagslega viðspyrnu, byggðar á misráðinni bjartsýni um
að útbreiðsla veirunnar væri í rénun, eru ekki að ganga
eftir og peningamálayfirvöld, einkum í Evrópu þar sem
vextirnir eru við núllið, eru í afar aðþrengdri stöðu.
Aðeins er talið tímaspursmál hvenær veiran berst
hingað til lands. Við það munu efnahagslegu áhrifin
verða meiri og beinni, eins og við höfum séð í öðrum
löndum. Helstu áhyggjurnar lúta að ferðaþjónustunni,
sem stendur undir um 40 prósentum af gjaldeyristekjum
þjóðarbúsins, þar sem hætta er á að afbókunum taki
að fjölga og ferðamönnum fækki eftir því sem veiran
breiðist út. Flest ferðaþjónustufyrirtæki, sem hafa
þurft að takast á við hvert áfallið á fætur öðru, eru að há
varnarbaráttu og mega því illa við frekari skakkaföllum.
Jákvæðu fréttirnar eru að stjórnvöld ráða yfir fjölmörg-
um vopnum í vopnabúri sínu, meðal annars lækkun
vaxta ásamt öðrum aðgerðum til að örva hagkerfið, til að
bregðast við þessari dökku stöðu sem er að teiknast upp.
Það er ekki lengur spurning um val heldur nauðsyn.
Uggur og ótti
Óupplýstir leiðtogar
Yfirvöld hafa sætt gagnrýni úr
nokkrum áttum fyrir viðbrögð
sín við kórónafaraldrinum
sem nú skekur heimsbyggðina.
Óupplýstir leiðtogar hafa
blaðrað um að loka landinu
og loka þá sem eru í áhættu-
hópi saman í sóttkví í stórum
rýmum. Þórólfur Guðnason
sóttvarnalæknir jarðaði þær
hugmyndir með vísindaþekk-
ingu sína að vopni og var það vel.
Svona upphrópanir eru kannski
eðlilegar í ljósi þess að margir
eru skelkaðir vegna faraldursins.
Það veldur þó vonbrigðum að
áhrifafólk haldi ekki ró sinni
og enn sárari væru vonbrigðin
ef popúlískir stjórnmálamenn
ætluðu að nýta sér ótta almenn-
ings til atkvæðaveiða. Núna er
hvorki stund né staður til að sá
fræjum efasemda um hvernig
yfirvöld takast á við vandann.
Slíkt skilar einfaldlega engu
nema meiri ótta og það mun bara
gera verkefnið erfiðara.
Treystum sérfræðingum
Það er einfaldlega engin ástæða
til þess að vantreysta mati sér-
fræðinganna á stöðunni. Fyrsta
smitið mun brátt greinast hér á
landi og við verðum einfaldlega
að treysta því að mat heilbrigðis-
yfirvalda sé rétt. Að íslenska
heilbrigðiskerfið sé í stakk búið
til þess að takast á við verkefnið.
Mikilvægast er að hver og einn
horfi í eigin barm og fari eftir til-
mælum heilbrigðisyfirvalda.
bjornth@frettabladid.is
2 8 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R10 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN