Fréttablaðið - 28.02.2020, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 28.02.2020, Blaðsíða 17
Ég er stundum spurð hvaða viðskiptatækifæri felist í því fyrir fyrirtæki að stuðla að sjálf bærni og samfélagsábyrð. Svar mitt er einfalt: Ég myndi vilja heyra rökin fyrir viðskiptatæki- færum sem stuðla ekki að sjálf- bærni og samfélagsábyrgð,“ segir Hrund Gunnsteinsdóttir, fram- kvæmdastjóri Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð. Hrund segir rannsóknir og dæmin sýna að samfélagsleg ábyrgð dragi úr áhættu í fjár- festingum, skili betri afkomu, ánægðara starfsfólki og nái til stækkandi hóps neytenda sem velja slíkar vörur og þjónustu. „Enda hvers vegna ættum við að fjárfesta eða stofna til reksturs sem er hvorki sjálf bær né samfélags- lega ábyrgur? Hlutverk fyrirtækja hefur breyst síðastliðin 50 ár, frá því að Nóbelsverðlaunahafinn Milton Friedman talaði fyrir því að hagsmunir hluthafanna ættu að tróna efst. Þá annaðhvort gerðu fyrirtæki sér ekki grein fyrir áhrifum sínum á náttúru og sam- félög, eða voru of lítil til að hafa áhrif á félagslegt og efnahagslegt jafnvægi. Þetta var meðal annars þema á ársfundi Alþjóðaefna- hagsráðsins (e. World Economic Forum) í Sviss í byrjun árs, en þar eiga aðild stærstu fyrirtæki heims. Í ljósi hnattvæðingar, loftslags- breytinga, tækniþróunar og örrar þróunar í atvinnulífi nútímans er ljóst að ábyrgð atvinnulífsins er mikil. Það skiptir máli að huga að sjálf bærni og samfélagsábyrgð á grunnstigum. Að horfa til þess hvernig verðmæti eru búin til, ekki bara hvernig þeim er varið.“ Mikil ógn af loftslagsvá Hrund tók við starfi framkvæmda- stjóra hjá Festu fyrir um ári. Festa var stofnuð árið 2011 af fyrirtækj- unum Símanum, Rio Tinto, Lands- bankanum, Össuri, Landsvirkjun og Íslandsbanka. „Leiðtogar þessara sex fyrir- tækja höfðu þá framtíðarsýn að mikilvægt væri að innleiða sam- félagsábyrgð í fyrirtækjarekstur á Íslandi. Síðan hefur það gerst hér á Íslandi og alþjóðlega að þessi málaflokkur hefur tekið risa- stökk. Þar kemur aðallega tvennt til; loftslagsbreytingar sem okkur Hvers vegna ættum við að fjárfesta í eða stofna til reksturs sem er hvorki sjálf bær né samfélags- lega ábyrgur? F Ö S T U DAG U R 2 8 . F E B R ÚA R 2 0 2 0 Samfélagsábyrgð fyrirtækja Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Festu, segir tilefni til bjartsýni þegar litið er til framtíðar og að mannkynið þurfi á hugviti og hugrekki að halda til að bæta heiminn. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Þurfum skýran ásetning með gleði og festu í hjarta Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð, segir bæði gefandi og gaman að vinna með fyrirtækjum, stofnunum og sveitarfélögum þegar kemur að sjálfbærni og samfélagsábyrgð fyrir samfélagið, afkomu fólks og vistkerfi jarðar. Framhald af síðu ➛2 Kynningar: Festa, Landsbankinn, ÁTVR, Nettó, Grænvangur, Isavia, Arion banki, Vörður, Verkís, KPMG, Bónus, Samskip, Vodafone, Ölgerðin, Terra, Hótel Fljótshlíð, VIRK, Eimskip KYNNINGARBLAÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.