Fréttablaðið - 02.01.2020, Side 2

Fréttablaðið - 02.01.2020, Side 2
Veður SV 8-13 og él í kvöld, en bjart veður NA-lands. Gengur í hvassa norð- austanátt með snjókomu á Vest- fjörðum í nótt. Snýst í N- og NV á morgun, víða 10-15 m/s en 13-20 A-til síðdegis. SJÁ SÍÐU 20 10-60% AFSLÁTTUR ÚTSALAN ER HAFIN SMÁRATORGI | KRINGLAN | GLERÁRTORGI | LINDESIGN.IS Fjórtán fengu fálkaorðu NÁTTÚRA „Það var alveg magnað að sjá þetta,“ segir Jón Viðar Sigurðs- son jarðfræðingur í Hafnarfirði sem var ásamt eiginkonu sinni að aka vestur Skeiðarársand um klukkan hálfellefu á nýársmorgun er þau urðu vitni að miklu sjónarspili á himni. „Maður sér nú oft glitský en þetta var einu stigi hærra,“ segir Jón Viðar sem kveðst ekki vita hvers vegna skýin voru eins litsterk og raun bar vitni og sjá má af meðfylgjandi mynd sem hann tók og gaf Frétta- blaðinu leyfi til að birta. Glitský myndast í heiðhvolfinu í um fimm- tán til þrjátíu kílómetra hæð. „Þetta sést eingöngu við sólar- upprás og við sólsetur um miðjan vetur og yfirleitt sér maður eitt og eitt glitský á stangli en þetta var afar stórt og mikið,“ lýsir Jón Viðar. Um sé að ræða ský í mjög mikilli hæð sem endurspegli ljósið og brjóti það upp. Væntanlega sé það vegna þess að þessi ský voru óvenju stór ský og í mikilli hæð sem þau urðu svona glæsileg. „Oftast eru þetta frekar daufir litir en þetta voru æpandi skærir og sterkir litir í þetta skipti,“ segir Jón Viðar sem kveður glitskýin hafa verið sýnileg í um það bil fimmtán mínútur eða þangað til sólin var komin svo hátt á loft að fyrirbrigðið hvarf. Að sögn Jóns Viðars urðu ekki mörg vitni að glitskýjunum í gær. „Það var nýársmorgunn og fáir á ferli þannig að ég stoppaði snarlega. Aðrir virtust bara ekki vera að horfa í himininn. Hugsanlega hafa menn frekar bara haft augun á veginum,“ útskýrir hann. Í raun hafi þó verið afar erfitt að koma ekki auga á skýin. „Þetta var bæði fyrir sunnan okkur og norðan, þetta fyllti hálfan himininn. Þessi ský eru í of boðs- legri hæð og eru tjásukennd þannig að það lítur út eins og myndirnar séu ekki í fullkomnum fókus en þær eru það samt,“ segir Jón Viðar. Aðspurður hvort hann lesi ein- hverja framtíðarspá út úr glitskýj- unum þennan nýársmorgun segir Jón Viðar að skýin boði engan spá- dóm. „Þetta er bara náttúran að bjóða gleðilegt ár á litskrúðugan hátt,“ segir jarðfræðingurinn. gar@frettabladid.is Nýárskveðja í glitskýi barst á Skeiðarársand Jarðfræðingurinn Jón Viðar Sigurðsson upplifði mikla sýningu á Skeiðarár- sandi í gærmorgun. „Þetta fyllti hálfan himininn,“ segir Jón Viðar um skær og litsterk glitský á lofti. „Maður sér nú oft glitský en þetta var einu stigi hærra.“ „Það lítur út eins og myndirnar séu ekki í fullkomnum fókus en þær eru það samt,“ segir Jón Viðar Sigðurðsson. Þeir sem fálkaorðu fengu í gær eru Árni Oddur Þórðarson, Daníel Bjarnason, Gestur Pálsson, Guðni Kjartansson, Guðrún Hildur Bjarnadóttir, Guðríður Helgadóttir, Jóhanna Gunnlaugsdóttir, Margrét Bjarnadóttir, Ólafur Haukur Símonarson, Ólöf Hallgrímsdóttir, Sigurborg Daðadóttir, Sigurður Hannesson, Sigurður Reynir Gíslason og Valgerður Stefánsdóttir. Hér eru þau samankomin ásamt forsetahjónunum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR SAMFÉLAG Á fjórða hundrað manns á öllum aldri mætti hið árlega nýárs- sund Sjósunds- og sjóbaðsfélags Reykjavíkur í Nauthólsvík í gær. Elsti var áttræður, yngsti tveggja. „Sífellt f leiri velja að byrja nýtt ár á svellköldu sjósundi. Við bjugg- umst ekki við svona mörgum. Það var mikil stemning.“ Sú hefð hefur skapast að fólk mætir í alls konar búningum til sundsins. „Þetta er besta leiðin til að byrja árið ferskur,“ segir Ragnheiður hlæjandi. Ragnheiður segir sjóbaðsfélagið hafa fagnað í gær 10 ára afmæli. Það var fámennur hópur sem mætti saman í sjósund í ársbyrjun 2010. Síðan þá hafi þetta vaxið ótrú- lega og hefur í raun og veru orðið sprenging. Sjórinn sem er venjulega 0 gráður var um tvær gráður í gær. – ds Í furðufötum í nýárssundi Kátína hjá sjósundsfólki. MYND/RAGNHEIÐUR VALGARÐSDÓTTIR +PLÚS SAMFÉLAG Flugeldasala á vegum Landsbjargar gekk mjög vel í ár þrátt fyrir aukna umræðu um loft- mengun af völdum flugelda. Þór Þorsteinsson, formaður Landsbjargar, telur að salan sé svipuð í ár en segir endanlegar sölu- tölur ekki liggja fyrir. Hann segir að umræðan undanfarið hafi ekki beinlínis verið hliðholl f lugelda- sölu og því hafi björgunarsveitirnar búist við minni eftirspurn. Sú varð ekki raunin. Flugeldasalan er langstærsti tekjugrundvöllur björgunarsveit- anna. „Skiptir algjörum sköpum fyrir okkur og almannavarnir í landinu. Á heildina litið erum við gríðarlega ánægð með söluna í ár,“ segir formaðurinn. – ds Flugeldasalan vonum framar 2 . J A N Ú A R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.