Fréttablaðið - 02.01.2020, Qupperneq 14
Fyrst komu þeir og sóttu kommúnistana; ég sagði ekkert því að ég var ekki kom mú n i s t i . Síð a n sóttu þeir gyðingana; ég sagði ekkert því að
ég var ekki gyðingur. Þá komu þeir
til þess að sækja verkamennina,
félaga í stéttar félögum; ég var ekki
í stéttarfélagi. Þar á eftir sóttu þeir
kaþólikkana; ég sagði ekkert því
að ég var mótmælandi. Loks komu
þeir til þess að sækja mig og eng-
inn varð eftir sem gat sagt neitt.“
Í þessum fræga prósa séra Martin
Niemöller fólst ádrepa á skoðana-
og kjarkleysið á tímum seinni
heimsstyrjaldarinnar. Þetta var
samfélags- og sjálfsgagnrýni í senn.
Skoðanaleysi getur af sér sinnu-
leysi og ef eitthvað er ógn við lýð-
ræðið í nútímasamfélagi er það
afskiptaleysi. Afskiptalaust sam-
félag er gróðrarstía lýðskrums og
sérhagsmuna þar sem almanna-
hagsmunir víkja. Sömu öf l nýta
plássið til að grafa undan jaðar-
settum hópum, sjálfsögðum mann-
réttindum og alþjóðasamfélaginu.
Það sjáum við í dag bæði austan
hafs og vestan. Áróður þessara af la
einkennist af hentistefnu og það er
alið á ótta, sundrung og óhróðri.
Tortryggninni gefnir vængir. En
á endanum snýst þetta aðeins
um eitt; völd. Þeirra völd. Ekkert
annað. Sinnuleysi gagnvart lýð-
skrumi og öfgum er því ekki í boði.
Afhjúpandi ár
Árið 2019 af hjúpaði að mörgu leyti
þau sérhagsmunaöf l sem hafa fest
rætur sínar innan íslensks sam-
félags. Fámennir aðilar ráða hér
miklu. Áhrif þeirra ná til stjórn-
kerfisins, hagsmunasamtaka og
stjórnmálaf lokka. Tryggt er að
við þessu rótgróna kerfi verði ekki
hróf lað.
Þegar óréttlætið er síðan dregið
fram í dagsljósið eru viðbrögð
stjórnvalda fyrirsjáanleg; hópar
eru skipaðir til að skoða og greina.
Nefndir og hópar eru hins vegar
ekki ígildi aðgerða. Til þess þarf
pólitískan vilja. Ég nefni nokkur
dæmi:
Með auðlindanefndinni árið
2000 náðist þverpólitísk samstaða
um hvernig standa ætti að auð-
lindamálum í framtíðinni. Reynt
var að setja niður áralangar deilur
og óeiningu um kvótakerfið og
sjávarútveginn. Þar var tillaga sett
fram sem fól í sér tímabindingu
samninga og að greiða ætti sann-
gjarnt gjald fyrir afnotaréttinn.
Tvö grundvallaratriði sem enn
hefur ekki láðst að innleiða. Tutt-
ugu árum síðar. Ekki síst vegna
þess að helstu samtök sjávarút-
vegsins sneru baki við þessari sátt-
argjörð um almannahagsmuni. Það
var engin tilviljun. Hið sama gildir
um brýna uppfærslu á stjórnar-
skránni sem enn hefur ekki litið
dagsins ljós.
Brostin loforð Framsóknar- og
Sjálfstæðisf lokksins árið 2013, um
þjóðaratkvæði um áframhaldandi
aðildarviðræður við Evrópusam-
bandið voru heldur engin tilviljun.
Ekki heldur að hagsmunamál eins
og jafnt vægi atkvæða, breytingar
á sjávarútvegs- og landbúnaðar-
ker f inu, óstöðug ur g jaldmið-
ill, vaxtakjörin og áhrif þeirra á
íslensk heimili eru ekki á dagskrá
ríkisstjórnarinnar. Allt eru þetta
mál sem hróf la við hennar helstu
bakhjörlum. Ríkisstjórnarinnar
með kyrrstöðusáttmálann.
Fyllt upp í pólitískt tómarúm
Með stofnun Viðreisnar var fyllt
upp í tómlegt skarð á hinu pólit-
íska litrófi. Við erum nútímalegur,
frjálslyndur og alþjóðasinnaður
f lokkur. Umhyggja og frjálslyndi
eru undirstaða okkar og eru sam-
ofin í einn vef sem ekki verður
slitinn í sundur. Við erum f lokkur
kerfisbreytinga og höfum óhikað
lagt fram mál því til stuðnings. Við
höfum ruggað bátnum þegar þess
hefur þurft. Við skynjum þá kröfu
almennings að stjórnmálin verði
að vera mannlegri, gegnsærri og
skilvirkari.
Við megum vera ósammála og
tala fyrir hugsjónum okkar. Hafa
skoðun á málum án þess að verða
afvegaleidd af þeim sem hrópar
hæst og býður mest. Við getum
ekki staðið hjá og beðið eftir því
að einhver annar haldi uppi sjónar-
miðum okkar eða tali okkar máli.
Við verðum að byrja hjá okkur
sjálfum. Þess vegna verðum við
sem trúum á frjálst, opið og mann-
úðlegt samfélag að taka afstöðu.
Stíga fram og taka slaginn. Orð
Niemöller eru góð áminning um
að það er ekki sjálfgefið að einhver
annar muni gera það.
Ég óska landsmönnum öllum
gleði og gæfu, ástar og kærleika á
nýju ári.
Hættulegt sinnuleysi
Það er óhætt að fullyrða að mannkynið standi frammi fyrir gríðar-legum áskorunum. Á síðasta áratug hefur tæknin breytt sam-
félaginu í grundvallaratriðum.
Breytingarnar sjáum við á efnahag
og viðskiptum, samfélagi, og jafn-
vel lýðræðinu – þar sem tæknin
hefur á öllum sviðum orðið hluti af
hversdagslífi okkar. Hún er alltum-
lykjandi og hefur breytt daglegum
samskiptum, sjálfsmynd og sam-
verustundum.
Við höfum áður gengið í gegnum
miklar breytingar. En það sem er
nýtt við þessa tækni er sá gríðar-
legi hraði sem breytingar eiga sér
stað á. Þessi tæknibylting mun
halda áfram að gjörbreyta þjóð-
félaginu á áður óþekktum hraða.
Ný tækni mun ekki aðeins koma í
stað vöðvaaf ls, heldur líka hugar-
af ls að einhverju marki. Innan
fárra áratuga verður þátttaka ein-
staklingsins í samfélaginu senni-
lega með allt öðrum hætti en við
höfum þekkt hingað til.
Við Íslendingar höfum ekkert
val um að sitja hjá – en hvernig við
munum fóta okkur á þessu breyt-
ingaskeiði mun m.a. ráðast af því
hversu djörf og framsækin við
leyfum okkur að vera. Það felast
nefnilega mikil tækifæri í nýrri
tækni. Framleiðni getur aukist
gríðarlega og möguleikar skapast
til vistvænni framleiðslu, til bind-
ingar kolefnis og útfösunar jarð-
efnaeldsneytis sem eru nauðsynleg
viðbrögð við loftslagsbreytingum.
Síðast en ekki síst getur hún nýst
til að jafna stöðu milli ríkari og
fátækari hluta heimsins og ríkari
og fátækari einstaklinga samfélags-
ins. En bara ef við gætum þess að
auður sem skapast með betri vélum
og færri höndum safnist ekki upp
hjá örfáum einstaklingum. Því
tæknin getur átt sér skuggahliðar
ef ekki er rétt haldið á spilunum.
Fyrirhyggja og framtíðarsýn
Eitt elsta áhyggjuefnið er þess
vegna að einhverju leyti skortur
okkar Íslendinga á fyrirhyggju og
framtíðarsýn, vangeta til að sjá
heildarmynd. Að festast í sama far-
inu. Þótt okkur hafi farnast vel að
mörgu leyti megum við ekki nota
það sem afsökun fyrir stöðnun.
Það felst t.d. ótrúleg skammsýni í
því að leggja sífellt fram fjárlög þar
sem ýmist er skammtað of naumt
eða vanáætlað í mikilvæga innviði.
Skammsýnin birtist ekki síst í því
að í svo ríku landi búi tugþúsundir
við skort. Það er ekki bara ómann-
úðlegt og ósanngjarnt – það er líka
óskynsamleg efnahagsstjórn að
ef la ekki sérhvern einstakling til
að nýta hæfileika sína sér og öðrum
til hagsbóta. Ójöfnuður og fátækt
sogar nefnilega mátt úr samfélagi
sem þarf á því að halda að sækja
fram, á tímum mikilla breytinga.
Aflmikil og skapandi þjóð
Tæknin ryður einnig að einhverju
leyti úr vegi skorðum sem okkur
Íslendingum hafa verið settar í
gegnum tíðina sem fámennri þjóð í
stóru landi langt frá umheiminum.
Framleiðslugeta okkar hefur alltaf
takmarkast af þessu. Með því að
skapa meiri verðmæti úr litlu, með
hugviti og nýtingu á hinni staf-
rænu tækni, getum við dregið úr
þeim vanda sem fámennið og fjar-
lægðin skapa. En ef ling nýsköp-
unar gerist ekki af sjálfu sér. Við
þurfum að byggja grunn undir
hana. Við verðum að þora að ráðast
í byltingarkennda sókn í mennta-
málum og stóref la nýsköpun og
rannsóknir. Við þurfum að tryggja
börnum um allt land aðgang að
fyrsta f lokks skólum og búa þeim
til umgjörð til að rækta hæfileika
sína. Þannig getum við byggt æ
meira á hugviti í stað þess að ein-
blína á frumframleiðslu drifna
áfram af nýtingu náttúruauðlinda.
Auka fjölbreytni atvinnulífs með
áherslu á smærri fyrirtæki um allt
land. Umfram allt þurfum við að
hafa þor og framsýni til að ráðast
í breytingar á skattkerfinu; deila
gæðum jafnar og tryggja að auð-
lindir okkar skili almenningi sann-
gjörnum arði, þannig að við getum
þróað öruggara samfélag þar sem
allir fá að njóta sín.
Við höfum einfaldlega ekki efni
á skammsýni – að reka samfélagið
aðeins frá degi til dags, bregðast
aðeins við vanda sem kemur upp
eða láta reka á reiðanum þegar
verst lætur. Áðurnefndar breyt-
ingar sem eru að verða samfara
nýrri tækni beinlínis krefjast þess
að við tef lum fram djörfum og
frumlegum lausnum og horfum
lengra fram í tímann. Við þurfum
nýja ríkisstjórn sem getur tekist á
við slíkt.
Vendipunktur
Þorgerður
Katrín
Gunnarsdóttir
formaður
Viðreisnar
Logi Már
Einarsson
formaður
Samfylkingar-
innar
Við megum vera
ósammála og tala
fyrir hugsjónum okkar.
Hafa skoðun á málum án
þess að verða afvegaleidd af
þeim sem hrópar hæst og
býður mest.
Við höfum einfald-
lega ekki efni á
skammsýni - að reka sam-
félagið aðeins frá degi til
dags, bregðast aðeins við
vanda sem kemur upp eða
láta reka á reiðanum þegar
verst lætur.
Þótt spár liðinna áratuga um hvernig heimurinn y rði árið 2020 haf i ekki ræst hefur staða heimsins líklega aldr-ei verið eins góð og
nú, á heildina litið, og aldrei eins
mikil tækifæri til að laga það sem
út af stendur. En þrátt fyrir þann
ótrúlega árangur sem vestræn sið-
menning hefur náð á 2-3.000 árum
er nú sótt að grunnstoðunum sem
áttu stærstan þátt í að skila þeim
árangri.
Réttur einstaklinga eða hópa
Líklega hefur ekkert reynst mikil-
vægara við að skapa þann árangur
sem nútímamenn njóta góðs af
en aukinn réttur einstaklingsins.
Á því byggjast lögin og jafnræði
fyrir lögum, mannréttindi, eignar-
réttur, málfrelsi og f lestar aðrar
grunnstoðir vestræns samfélags.
Ímyndarstjórnmál samtímans
snúast hins vegar að miklu leyti
um að skipta fólki í hópa og skil-
greina einstaklinginn út frá stöðu
og einkennum. Það sem fólk segir
og gerir, réttur þess, er svo metinn
út frá því hvaða hópi það tilheyrir.
Vegið að tjáningar- og skoðana-
frelsi
Þegar stefna gengur ekki upp er
algengt að hugmyndafræðin verði
sífellt öfgakenndari. Frávik frá rétt-
trúnaðinum eru bönnuð og fyrir
þau skal refsað. Í slíku öfgaum-
hverfi eykst samkeppnin um það
að vera betri og hreinni í trúnni en
næsti maður. Þeim sem falla utan
hópsins eru eignaðar allar hinar
verstu kenndir en innan hópsins
sanna menn sig með því að vera
enn hreintrúaðri en félagarnir og
nýta hvert tækifæri til að sýna það.
Bresk i r it höf u ndu r inn J.K .
Rowling hefur ekki látið sitt eftir
liggja við að verja mörg af hugðar-
efnum rétttrúnaðarmanna. Nú rétt
fyrir jólin ákvað hún þó að koma
til varnar konu sem misst hafði
vinnuna fyrir þá hættulegu iðju
að tísta. Konan hafði skrifað eitt-
hvað um mikilvægi þess að verja
mannréttindi allra en látið fylgja
sögunni að hún teldi ekki rétt að
karlar fengju að nýta búningsklefa
kvenna og stunda kvennaíþróttir
með því eina að skrá sig sem konur.
Fyrir vikið var henni sagt upp
störfum. Í tísti skrifaði Rowling
nokkrar skynsamlegar línur um
að öllum ætti að vera frjálst að lifa
sínu lífi eins og þeir vilja en bætti
svo við „… en að reka konur úr
vinnu fyrir að lýsa því yfir að kyn
sé raunverulega til?“
Þessi spurning nægði til að stór
hópur fólks réðst á Rowling og
hóf baráttu fyrir því að henni yrði
útskúfað. Þeir sem komu til varnar,
t.d. breski leikarinn Ricky Gervais,
fengu sambærilega meðferð.
Því miður er þetta bara eitt dæmi
af ótalmörgum um að öfgamenn
níðist á þeim sem ekki fylgja rétt-
trúnaðinum eða leyfa sér að spyrja
spurninga. Það telst nú orðið sér-
stakt fag að leita að skrifum eða
athugasemdum fólks áratugi aftur
í tímann í von um að finna til-
efni til að veitast að því. Þannig
varð bandaríski grínistinn Kevin
Hart að segja sig frá því að kynna
Óskarsverðlaunahátíðina eftir að í
ljós kom að fyrir fjölmörgum árum
hafði hann sagt brandara sem tald-
ist óviðeigandi.
Stigmagnandi öfgar
Ein af af leiðingum þessarar nýju
öfgastefnu er sú að hlutir á borð við
kaldhæðni, háð, ýkjur og jafnvel
grín almennt skiljast ekki lengur.
Allt er túlkað á versta veg og nýtt
til nornaveiða.
Jafnvel á Íslandi hafa aktívistar
fengið lögregluskilríki og það verk-
efni að hafa eftirlit með og túlka
eftir eigin höfði það sem borgar-
arnir segja. Innleiðing hugsana-
lögreglu og ótal aðrar af leiðingar
ímyndarstjórnmálanna ganga í
berhögg við sígildar hugmyndir
um frjálslyndi og þær grundvallar-
reglur sem árangur nútímasam-
félags byggist á. Þegar farið er að
nota vald ríkisins með þeim hætti
er ómögulegt að segja hversu langt
yfirvöld ganga við að sneiða af því
sem áður töldust almenn mann-
réttindi. Það má sjá á fjölda óhugn-
anlegra dæma frá öðrum löndum.
Áhrif á lýðræðið
Jafnvel sjálf lýðræðishugsjónin á
undir högg að sækja enda byggir
hún á jöfnum rétti einstaklinga.
Þegar þjóðaratkvæðagreiðsla eða
kosningar skila ekki þeirri niður-
stöðu sem ráðandi rétttrúnaðaröf l
ætlast til er öllum ráðum beitt til að
reyna að vinda ofan af niðurstöð-
unni. Eitt besta dæmið er Brexit-
kosningin þar sem hluti þeirra
sem töpuðu atkvæðagreiðslunni
kallaði meirihlutann öllum illum
nöfnum, heimska þjóðernissinna,
einangrunarsinna, rasista o.s.frv.
Þegar þannig var búið að skil-
greina meirihlutann sem óæðra
fólk var dregin sú ályktun að slíkt
fólk ætti ekki að hafa áhrif. Með
öðrum orðum. Sumir hópar eru
betri en aðrir og eiga að hafa vit
fyrir hinum.
Fyrr í mánuðinum sýndu breskir
kjósendur að þeir væru ekki til-
búnir til að beygja sig undir öfgar
ímyndarstjórnmálanna. Vonandi
er það til marks um það sem koma
skal í f leiri löndum á nýju ári.
Verjum árangur liðinna ára og alda
Sigmundur
Davíð
Gunnlaugsson
formaður
Miðflokksins
Ein af afleiðingum
þessarar nýju
öfgastefnu er sú að hlutir á
borð við kaldhæðni, háð,
ýkjur og jafnvel grín al-
mennt skiljast ekki lengur.
2 . J A N Ú A R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R12 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð