Fréttablaðið - 09.01.2020, Blaðsíða 9
200
150
100
50
0
30.6.17 30.9.17 31.12.17 31.3.18 30.6.18 30.9.18 31.12.18 31.3.19 30.6.19
✿ Lausafjárhlutföll bankanna í krónum
Í prósentum
n Arion banki n Íslandsbanki n Landsbankinn
Stóru viðskiptabankar landsins
gera ekki athugasemdir við nýjar
kröfur Seðlabankans um lágmark
lausafjárhlutfalls bankanna í krón-
um. Hagfræðingur Samtaka fjár-
málafyrirtækja segir óvíst hvaða
áhrif kröfurnar muni hafa á bank-
ana. Þær séu þó líklegri til þess að
draga úr útlánagetu þeirra fremur
en hitt.
„Það má velta því fyrir sér hve
hagfellt það er – nú þegar hagkerfið
er í niðursveif lu – að magna auk
þess niðursveiflu í útlánaframboði,“
segir hagfræðingurinn Yngvi Örn
Kristinsson í samtali við Markað-
inn.
Samkvæmt breyttum lausafjár-
reglum Seðlabankans, sem kynntar
voru í liðnum mánuði, verður inn-
leitt í skrefum fimmtíu prósenta
lágmarks lausafjárhlutfall í krón-
um. Lágmarkið verður þrjátíu pró-
sent á þessu ári, fjörutíu prósent á
því næsta og loks fimmtíu prósent
árið 2022.
Þrátt fyrir að lausaf járstaða
bankanna – Arion banka, Íslands-
banka og Landsbankans – í krón-
um hafi almennt farið versnandi
á umliðnum árum – en hágæða
lausafjáreignir þeirra í krónum
drógust saman um 182 milljarða
króna frá miðju ári 2017 til miðs árs
2019 – uppfylla þeir allir þær kröfur
sem Seðlabankinn setur í nýju regl-
unum. Þó má geta þess að lausafjár-
hlutfall Landsbankans í krónum var
tæplega 45 prósent í lok júní í fyrra
og hafði þá verið undir fimmtíu pró-
sentum frá því um mitt ár 2018.
Staðan styrkst undanfarið
Lausafjárstaða bankanna í krónum
hefur styrkst nokkuð á allra síðustu
mánuðum, eins og tekið var fram í
nýlegri fundargerð fjármálastöðug-
leikaráðs, og á það sérstaklega
við um Arion banka. Þannig fór
umrætt lausafjárhlutfall bankans
úr 116 prósentum í 171 prósent á
þriðja fjórðungi síðasta árs. Hefur
bankinn nefnt að þessi sterka staða
geri honum kleift að huga að endur-
kaupum á bæði eigin hlutabréfum
og eldri og óhagstæðari heildsölu-
fjármögnun en eins og kunnugt
er stefnir bankinn að því að stór-
minnka á næstu misserum lánasafn
sitt til fyrirtækja.
Ekki hafa áður verið settar sér-
stakar kröfur um lágmark lausafjár-
hlutfalls bankanna í krónum – líkt
og gert er um heildarlausafjárhlut-
fall þeirra auk samsvarandi hlut-
falls þeirra í erlendum gjaldmiðlum
– en slík lágmörk í innlendum gjald-
miðli hafa til að mynda verið sett í
Noregi og Svíþjóð.
Í rökstuðningi Seðlabankans
fyrir lágmarkinu segir meðal ann-
ars að þar sem efnahagsreikningar
og lausafjáráhætta lánastofnana sé
að mestu leyti í krónum sé eðlilegt
að krafa sé gerð um lausafjárforða
í krónum. Mikilvægt sé að lána-
stofnanir búi yfir lausu fé í krónum
sem geri þeim kleift að standa skil á
eðlilegu útflæði og mæta sveiflum á
milli daga og vikna.
Fyrirhyggjuleysi Seðlabankans
Bankarnir ítreka í svörum við fyrir-
spurn Fréttablaðsins sterka lausa-
fjárstöðu sína sem uppfylli vel
þær kröfur sem Seðlabankinn geri
til þeirra. Miðað við þau svör má
gera ráð fyrir að nýjar reglur Seðla-
bankans muni hafa takmörkuð, ef
nokkur, áhrif á útlánagetu þeirra.
Haraldur Guðni Eiðsson, for-
stöðumaður samskiptasviðs Arion
banka, bendir á að með því að setja
nú sérstakt lágmark fyrir lausa-
fjárhlutfall í krónum séu takmark-
aðir möguleikar hérlendra banka
til þess að fjármagna lausafjár-
stöðu sína með erlendum lausafjár-
eignum. Bankinn telji hins vegar
ekki að sérstakar hindranir felist
í þessum takmörkunum „enda er
óhagkvæmt að fjármagna íslensk-
ar lausafjárstöðu með erlendum
eignum, miðað við vaxtakjör ein-
stakra mynta“, eins og segir í svari
Haraldar Guðna.
Aðspurður um þrengri lausafjár-
stöðu viðskiptabankanna í krónum
segir Yngvi Örn hana skýrast að
hluta til af ófyrirséðum afleiðing-
um af viðskiptum Seðlabankans á
innlendum mörkuðum.
„Minnkandi lausafé í krónum
sem sumir bankarnir glíma við
kemur að einhverju leyti til vegna
fyrirhyggjuleysis Seðlabankans,“
nefnir Yngvi Örn. Sem dæmi hafi
sú ákvörðun Seðlabankans að leyfa
Íbúðalánasjóði að geyma lausafé á
reikningnum sínum dregið úr pen-
ingaframboði í hagkerfinu. Inngrip
Seðlabankans á gjaldeyrismarkaði
– með sölu gjaldeyris – hafi auk þess
haft sömu áhrif.
Hann bendir þó á að Seðlabank-
inn hafi brugðist við vandanum
síðasta haust með því að fækka
þeim aðilum sem geta átt við-
skiptareikning í bankanum, þar á
meðal Íbúða lánasjóði, en umrædd
breyting tekur gildi 1. apríl næst-
komandi. kristinningi@frettabladid.is
Gæti dregið úr útlánagetu bankanna
Hagfræðingur SFF segir nýjar lausafjárreglur Seðlabankans líklegri til þess að draga úr útlánagetu bankanna en hitt. Til stendur að
innleiða í skrefum fimmtíu prósenta lágmarks lausafjárhlutfall í krónum. Lausafjárstaða bankanna hefur styrkst síðustu mánuði.
Lausafjárkröfur hafa verið hertar í kjölfar fjármálakreppunnar en til marks um það tók hagfræðideild Landsbank-
ans fram síðasta sumar að þær væru orðnar meira hamlandi fyrir lánavöxt en eiginfjárkröfur. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Það má velta því
fyrir sér hve hagfellt
það er – nú þegar hagkerfið
er í niðursveiflu – að magna
auk þess niðursveiflu í
útlánaframboði.
Yngvi Örn
Kristinsson,
hagfræðingur
Samtaka fjár-
málafyrirtækja
182
milljarðar króna var
lækkun á hágæða lausafjár-
eignum bankanna í krónum
frá miðju ári 2017 til miðs
árs 2019.
Það er ótækt að enn sé ósamið við
meginþorra launafólks á opinber-
um vinnumarkaði nú níu mánuðum
eftir að samningar þar losnuðu, að
sögn Halldórs Benjamíns Þorbergs-
sonar, framkvæmdastjóra Samtaka
atvinnulífsins. Langþráður stöðug-
leiki í íslensku efnahagslífi blasi við
ef rétt verði haldið á málum.
„Þetta ár mun að miklu leyti
skera úr um það hver framvindan
verður á næstu tveimur til þremur
árum. Þess vegna legg ég áherslu
á það að við tökum réttar ákvarð-
anir út frá þeim kjarasamningum
sem fyrir liggja og fyrir mér er það
aðalatriði á næstu vikum að gengið
verði frá kjarasamningum við opin-
bera starfsmenn á þeim nótum sem
kveðið var á um í lífskjarasamn-
ingnum,“ sagði Halldór Benjamín
á blaðamannafundi samtakanna í
hádeginu í gær.
Gengið hefði verið frá kjara-
samningum við um 95 prósent
launafólks á almennum vinnu-
markaði síðasta vor og nú yrði hið
opinbera að fylgja í kjölfarið. Þar
hefðu kjarasamningar dregist mjög
úr hófi.
„Við erum í þeirri einstöku stöðu
að ef hið opinbera fylgir í kjölfar
almenna markaðarins, þá erum við
komin með sniðmát sem við trúum
að geti skapað grunn að góðri efna-
hagslegri stöðu landsins,“ nefndi
Halldór Benjamín. – kij
Hið opinbera semji á
nótum lífskjarasamnings
Halldór
Benjamín
Þorbergsson.
MARKAÐURINN
9 . J A N Ú A R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð