Fréttablaðið - 09.01.2020, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 09.01.2020, Blaðsíða 34
Tryggðu þér áskrift Í KVÖLD KL. 19:05 KAUPTU STAKAN LEIK: Brynhildur Guðjóns-dóttir leikstýrir Vanja frænda eftir Tsjekhov, jóla- og afmælisleik-riti Borgarleikhússins, sem frumsýnt verður 11. janúar. Hún gefur sér tíma í við- tal þó að nóg sé að gera við að hnýta lausa enda í undirbúningnum. „Ég hef áhuga á því hvað fer í leikskrána og skipti mér af því,“ segir hún bros- andi. „Í fyrra settum við ítarefni með Ríkarði III, til dæmis ættartré, því fjölskyldusagan var flókin – líka grein um fallvalta lukku sem mið- aldamaðurinn trúði á og við ættum í raun að trúa á enn.“ Nú er það hið rússneska 120 ára gamla verk Vanja frændi, sem allt snýst um og lærdómurinn sem það færir nútímanum. Brynhildur segir magnað að þar sé meðal annars fjallað um nákvæmlega sömu hluti og umræðan snýst um á okkar tímum. „Fólk horfir upp á hnignandi skóga, þornandi tjarnir og fækkun innan dýraríkisins. Þarna er iðnbyltingin byrjuð og þeir framsýnustu hafa áhyggjur af náttúrunni.“ Leikritið gerist í rússneskri sveit, að sögn Brynhildar. „Vanja frændi sér um umsýslu stórs óðals, ásamt systurdóttur sinni. Allt snýst um að halda búinu gangandi til að geta haldið uppi lífsstíl fyrrverandi mágs hans sem hefur misst konuna en er fínn prófessor og býr í borginni. Þegar leikritið hefst hefur Vanja frændi áttað sig á því að sjálfur á hann enga ást, engin börn og öllum er sama um hann. Hann leikur bara aukahlutverk í eigin lífi og upplifir hörmulega krísu.“ Brynhildur segir orð á kærleiks- kúlu Ragnars Kjartanssonar lista- manns – Það er fallegt en sorglegt að vera manneskja – eiga við þetta verk. „Þetta eru orð sem Tsjekhov mælti einhvern tíma og fékk að láni frá Somerset Maugham. Þau lýsa þessum grátbroslega rússibana sem lífið er, stundum er það upp og stundum niður og til að geta upplif- að mikla gleði verður manneskjan að hafa mátað sig við sorgina.“ Við sögu kemur meðal annars heillandi einfari, Astrow læknir, að sögn Brynhildar. „Astrow er annt um landið, hann hefur áhyggjur af vélvæðingunni sem eyði skógunum, ferðast um sveitir og talar fyrir náttúruvernd. Þau element óma í gegnum verkið og með meðulum leikhússins leggjum við áherslu á að ná þeim nútíma hugsunarhætti út úr þessum gamla texta. Við þurfum ákveðinn galsa til að dramatíski undirtónninn lifi af og þarna er einstigi að feta en mikil stoð hefur verið í Hafliða Arngrímssyni, marg- fróðum dramatúrg leikhússins. Það er táknrænt að ein persónan, Jelena, dansar einmitt hálfgerðan línu- dans. Hún er Helena fagra innan gæsalappa, hin nýja eiginkona prófessorsins, kornung, gullfalleg og f luggáfuð. Vanja elskar Jelenu, Jelena girnist lækninn, Sonja elskar hann líka – allt er í kross.“ Glæný þýðing Gunnars Þorra Péturssonar (Gunnarssonar rithöf- undar) á verkinu, beint úr frum- málinu, er glæsileg, að mati Bryn- hildar. „Við eigum nýja kynslóð leikritaþýðenda, það er mikil gjöf, því í Vanja frænda er orðið svolítið upphafið. Ekki svo að skilja að við séum að búa til einfaldað nútíma- mál, Gunnar Þorri er síst á þeim buxunum, fræðimaðurinn sem hann er, en það er eitthvað brak- andi og skýrt við tungumálið hans og þá er auðveldara fyrir leikarana að samsama sig því og senda það til áhorfenda.“ Brynhildur segir um stórskotalið að ræða á sviðinu. „Valur Freyr Ein- arsson leikur Vanja frænda. Aðrir leikarar eru Unnur Ösp Stefánsdótt- ir, Hilmir Snær Guðnason, Jóhann Sigurðarson, Sigrún Edda Björns- dóttir, Margrét Helga Jóhannsdótt- ir, Katrín Halldóra Sigurðardóttir, Arnar Dan Kristjánsson og Halldór Gylfason. Þetta er kastið okkar, dásamlegt kast. Sýningin er fyrst og fremst gríðarlega flókin leikara- vinna sem allt veltur á. Leikararnir taka flugið og listrænir stjórnendur eru líka snillingar: Börkur Jónsson hannar leikmyndina og Filippía Kristjánsdóttir búninga, Björn Bergsteinn lýsir, Þórður Gunnar gerir hljóðmyndina og Bjarni Frí- mann semur tónlistina.“ Grátbroslegur rússibani eins og lífið er Leikritið Vanja frændi verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu á laugardag. Það er frá árinu 1899 en fjallar þó um nútímaleg mál – áhyggjur af náttúrunni og ástarflækjur. Brynhildur leikstjóri er afar ánægð með leikmynd Barkar Jónssonar í Borgarleikhúsinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Unnur Ösp, Valur Freyr og Hilmir Snær í hlutverkum. MYND/GRÍMUR BJARNASON Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is Hvað? Hvenær? Hvar? Fimmtudagur hvar@frettabladid.is 9. JANÚAR 2020 Myndlist Hvað? Ritlist og myndlist Hvenær? 14.00-17.00 Hvar? Grafíksalurinn, Tryggvagötu Helga Arnalds opnar sýningu þar sem hún vinnur með djúpþrykk, háþrykk, teikningar, akrílmyndir og þrívíð veggverk, ávallt með bókina sem uppsprettu. Tónlist Hvað? Teenage Songbook of Love and Sex Hvenær? 21.00 Hvar? Tjarnarbíó, Tjarnargötu Teenage Choir of Love and Sex er kór fólks á aldrinum 15-19 ára. Hann syngur lög sem hann hefur samið sjálfur um eigin reynslu af rómantískum samböndum og kynlífi. Verkið var sýnt við góðar viðtökur á Reykjavík Dance Festi- val síðastliðið haust. Hvað? Jazz, jazz Hvenær? 21.00-23.00 Hvar? Petersen svítan Söngkonan Stína Ágústsdóttir og gítarleikarinn Andrés Þór leika i Petersen svítunni í Gamla Bíói. Á efniskránni verða lög úr ýmsum áttum í útsetningum dúettsins. Aðrir viðburðir Hvað? Tónlist, högglist, skart Hvenær? 21.00 Hvar? Mengi, Óðinsgötu 2 Super Natsuki Tamura mun reiða fram ýmsa veraldlega og óverald- lega hluti og bjóða vinum sínum og samstarfsmönnum á svið. Meðal þeirra sem fram koma eru Kaori Asahiro, Satoru Kita, Amon Bey og Sævar Helgi Jóhannsson. Miðaverð 2.000 kr. Stína Ágústsdóttir syngur í Petersen svítunni í Gamla Bíói. M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 25F I M M T U D A G U R 9 . J A N Ú A R 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.