Fréttablaðið - 09.01.2020, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 09.01.2020, Blaðsíða 2
Þegar öllu er á botninn hvolft snýst þetta blessaða líf um það að gefa af sér Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Breiðabliks Veður Suðvestan hvassviðri eða stormur og talsverður éljagangur í dag, en hægari og bjart veður um landið austanvert. Frost 0 til 7 stig. SJÁ SÍÐU 22 SAMFÉLAG „Í fyrra fylltum við nánast stúkuna og fólk hefur tekið ótrúlega vel í þetta,“ segir Gunn­ leifur Gunnleifsson, markvörður í Breiðabliki og fyrrverandi leik­ maður HK. Hann, ásamt liðsfélög­ um, mun á laugardaginn, 11. janúar, spila góðgerðarleik í knattspyrnu til að heiðra minningu Bjarka Más Sigvaldasonar sem lést langt fyrir aldur fram á síðasta ári eftir harða baráttu við krabbamein. „Leikurinn er á milli Breiðabliks og HK en Bjarki var alinn upp í HK og var ótrúlega öf lugur fótbolta­ maður,“ segir Gunnleifur. „Hug­ myndin er sú að styrkja eitt góð­ gerðarfélag á hverju ári og í ár varð Ljónshjarta fyrir valinu,“ bætir hann við. „Valið stóð á milli margra góðra félaga en í samráði við Ástrós, eig­ inkonu Bjarka, völdum við Ljóns­ hjarta en félagið vinnur ótrúlega f lott starf fyrir ungt fólk sem hefur misst maka og börnin þeirra,“ segir Gunnleifur. „Það hafa allir tekið ótrúlega vel í verkefnið, bæði leikmennirnir, Kópavogsbúar og aðstandendur mótsins sem tóku því fagnandi að þessi leikur yrði kallaður Bjarka­ leikur og að safnað yrði fyrir góðu málefni,“ segir Gunnleifur. Aðspurður að því hvort sam­ vinna mótherjanna HK og Breiða­ bliks hafi gengið vel, þrátt fyrir að liðin séu keppinautar inni á vell­ inum, segir Gunnleifur að svo sé. „Íþróttafélög eru svo miklu meira en bara keppinautar, innan þeirra fer fram uppeldisstarf og samstarf­ ið á milli félaganna verður betra með hverju árinu. Nú fáum við tækifæri til þess að vinna saman og hjálpa fólki í leiðinni,“ segir hann. „Við höfum gert þetta áður og það gekk ótrúlega vel, svo stefnum við að því að gera þetta einu sinni á ári. Það er auðvelt fyrir íþróttafélög á Íslandi að gefa af sér til samfélags­ ins með þessum hætti og þegar öllu er á botninn hvolft snýst þetta blessaða líf um það að gefa af sér,“ segir Gunnleifur. „Það er bara frábært fyrir okkur að fá þetta tækifæri, vinna saman en fara svo í keppnisgírinn í níu­ tíu mínútur og Breiðablik ætlar að sjálfsögðu að vinna,“ segir Gunn­ leifur brosandi. birnadrofn@frettabladid.is Safna fyrir Ljónshjarta í minningu látins vinar Á laugardaginn spila íþróttafélögin HK og Breiðablik svokallaðan Bjarkaleik. Leikurinn er góðgerðarleikur til að heiðra minningu Bjarka Sigvaldasonar sem lést úr krabbameini á síðasta ári. Allur ágóðinn rennur til Ljónshjarta. Frá leiknum í fyrra, á laugardaginn munu liðin leika í minningu Bjarka Más. Prjónað fyrir Ástralíu 10-60% AFSLÁTTUR ÚTSALAN ER HAFIN SMÁRATORGI | KRINGLAN | GLERÁRTORGI | LINDESIGN.IS Fjöldi manns kom saman á Kex Hosteli í Reykjavík í gærkvöldi til að prjóna poka fyrir pokadýr sem hafa slasast í skógareldunum í Ástralíu. Meira en 500 milljónir dýra hafa drepist í eldunum og kalla dýraverndarsamtök eftir pokunum. Hjónin Viktor Þór og Anna Kristín frá Grindavík gerðu sér sérstaklega ferð til þess að prjóna poka. Vinirnir Erin Jade Turner og Pétur Oddbergur Heimisson stóðu að viðburðinum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SKIPULAGSMÁL Breytingar sem Garðbæingar hyggjast gera á skipulagi í Vífilsstaðalandi vekja upp margar spurningar hjá íbúum í Kópavogi. „Bæjaryfirvöldum í Kópavogi hefur borist mikill fjöldi athuga­ semda og ábendinga frá íbúum við Þorrasali, Þrymsali og Þrúðsali vegna kynntrar tillögu að breyt­ ingum á skipulagi Vífilsstaðalands, einkum Hnoðraholts í Garðabæ,“ segir skipulagsráð Kópavogs sem vill fund með skipulagsyfirvöldum í Garðabæ ásamt fulltrúum íbúa við áðurnefndar götur. Um er að ræða þrjár deiliskipu­ lagsáætlanir sem lúta að blandaðri byggð í Vetrarmýri, fyrirhugaðri íbúðabyggð ásamt verslun og þjón­ ustu í norðurhluta Hnoðraholts og að Rjúpnadal þar sem gert er ráð fyrir kirkjugarði og meðferðar­ stofnun. – gar Margt að athuga við breytingar FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK VEÐUR Enn einn stormurinn gengur yfir landið í dag og hefur verið gefin út gul við vörun á höfuð borgar­ svæðinu og öllu Vestur landi og appel sínu gul við vörun á Vest­ fjörðum og í Breiða firði. Samkvæmt upplýsingum frá Veð­ urstofunni mun mikill éljagangur og skafrenningur fylgja hríðinni. Má búast við víð tækum sam göngu­ truflunum og lokunum á vegum. Gul viðvörun er í gildi á höfuð­ borgarsvæðinu til klukkan 17 í dag. Spáð er suð vestan 15 til 23 metrum á sekúndu með élja gangi. Skyggni verður lé legt í éljum og má búast við slæmum aksturs skil yrðum, einkum í efri byggðum. Svipað er uppi á ten­ ingnum á Suðurlandi. Appel sínu gul við vörun er í gildi til klukkan 18 á á Vest fjörðum og í Breiða firði. Má búast við suð vestan­ hríð með vind hraða á bilinu 20 til 28 metrum á sekúndu. Þegar blaðið fór í prentun var engin viðvörun í gildi á Norður­ landi eystra, Austurlandi og Suð­ austurlandi. – ókp Slæmt veður fram eftir degi Appelsínugul viðvörun er í gildi á Vestfjörðum og í Breiðafirði fram eftir degi. Íslenska karlalandsliðið í handbolta flaug til Kaup- mannahafnar í nótt til að taka þátt í EM í hand- bolta. Fyrsti leikurinn fer fram í Malmö í Svíþjóð á laugardaginn, þá mætir Ísland Ólympíumeist- urum Danmerkur. 9 . J A N Ú A R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.