Fréttablaðið - 09.01.2020, Blaðsíða 33
Bíó Paradís hefur nýtt ár þar sem fjölmargt bitastætt er að finna fyrir hina kvikmynda-g löðu . Blaðamaðu r hitti Hrönn Sveins-
dóttur framkvæmdastjóra og Ásu
Baldursdóttir dagskrárstjóra og
forvitnaðist um það helsta sem er
á dagskrá.
Talið berst fyrst að hlutverki
hússins. „Bíó Paradís er eina list-
ræna kvikmyndahús landsins. Við
erum að veita almenningi aðgang
að kvikmyndamenningu og sýnum
allt það sem hin kvikmyndahúsin
eru ekki að sýna. Flestar kvik-
myndir sem sýndar eru í kvik-
myndahúsum á Íslandi koma frá
Hollywood og þar af leiðandi er Bíó
Paradís mikilvæg og stórkostleg
viðbót við kvikmyndamenning-
una,“ segir Hrönn, sem hóf störf sem
framkvæmdastjóri í ársloks 2011.
„Bíó Paradís hóf starfsemi árið
2010 og það gekk á ýmsu fyrstu
árin. Við vorum til dæmis ekki með
alvöru sýningarbúnað til að geta
sýnt nýjustu kvikmyndirnar. Ása
koma hingað sem dagskrárstjóri
árið 2013 og við fórum að mæta á
stærstu kvikmyndahátíðir heims
og semja um kaup á myndum. Við
leggjum mikla áherslu á að breikka
hópinn sem kemur hingað og það
hefur gengið vel.“
Þáttur í því að breikka hópinn
eru sýningar á svokölluðum partí-
myndum. „Við sýnum vinsælar
eldri myndir sem höfða til fólks
sem hefur ekki endilega áhuga á
listrænum kvikmyndum,“ segir Ása.
„Þetta eru myndir, oft frá níunda og
tíunda áratugnum, sem fólk vill sjá í
fullum sal af fólki sem hefur áhuga
á því sama og það sjálft. Þarna má
allt. Það má öskra ef Patrick Swayze
rífur sig úr að ofan og það má syngja
með í söngatriðum. Við erum með
bar og það má fara með drykk inn í
salinn. Þetta er upplifunarbíó.“ Sem
dæmi um vinsælar myndir í þessum
flokki nefnir Ása Mamma Mia sing
along, Back to the Future, Rocky
Horror Picture Show og Stella í
orlofi. „Við erum einmitt að auglýsa
eftir hugmyndum á Facebook þar
sem fólk getur lagt inn sína tillögu
að föstudagspartísýningum fyrir
árið 2020,“ segir Ása.
Pólsk félagsmiðstöð
„Við erum með fastan dagskrár-
lið, Svarta sunnudaga, þar sem
við sýnum kvikmyndaperlur og
klassík, allt niður í þöglar myndir
og nostalgíumyndir sem eiga sinn
sess í kvikmyndasögunni,“ segir
Ása. „Pólskar myndir eru fyrirferð-
armiklar á dagskránni. Það er rík
kvikmyndahefð í Póllandi og hér á
landi búa fjölmargir Pólverjar. Við
frumsýnum nýjar pólskar myndir
um leið og þær eru frumsýndar í
Póllandi. Stundum er uppselt langt
fram í tímann. Við erum eiginlega
orðin pólsk félagsmiðstöð.“
Íslenskar myndir eru svo vitan-
lega í stöðugum sýningum. „Þetta
kvikmyndahús er sjálfseignarstofn-
un í eigu kvikmyndagerðarfólks og
hefur verið hugsað sem vettvangur
fyrir íslenska kvikmyndagerð. Við
sýnum ekki bara leiknar myndir
heldur líka heimildarmyndir, stutt-
myndir og listrænar sjálfstæðar
myndir. Allar íslenskar myndir eru
með enskum texta svo allir þeir sem
búa á Íslandi en tala kannski ekki
íslensku hafa tækifæri til að sjá þær.
Gullregn eftir Ragnar Bragason
verður frumsýnd 10. janúar með
pólskum texta og enskum,“ segir
Hrönn.
Umdeildur Polanski
Það er sannarlega margt áhugavert
á dagskrá Bíó Paradísar þetta árið.
Hæst hlýtur þó að bera franska
kvikmyndahátíð sem er í fyrsta
sinn haldin í húsinu. Hátíðin
fagnar tuttugu ára afmæli sínu
þetta árið. „Við sýnum þverskurð
af því besta úr franska kvikmynda-
heiminum,“ segir Ása. „Opnunar-
myndin er La Belle Époque, Fagra
veröld, sem sló í gegn í Cannes
fyrr á árinu. Svo erum við með
myndina sem allir eru að tala um
og hefur unnið til fjölda verðlauna,
Portrait of a Lady on Fire. Þar segir
frá ungri listakonu sem er fengin
til að mála mynd af ungri brúður
sem hefur engan áhuga á mann-
inum sem hún er að fara að giftast.
Listakonan verður ástfangin af við-
fangsefni sínu.
Á samfélagsmiðlum báðum við
fólk að segja okkur hvaða klass-
ísku frönsku mynd það vildi sjá og
fengum 300 tillögur. Ein varð ofan
á og það er hin klassíska Amélie frá
2001.“
Nýleg verðlaunamy nd ef tir
Roman Polanski, J’accuse, sem á
ensku nefnist An Officer and a Spy
og fjallar um Dreyfus-málið, verð-
ur sýnd á hátíðinni. Nauðgunar-
ákærur gegn Polanski gera að verk-
um að allt sem hann kemur nálægt
verður eldfimt og vekur deilur, og
það á einnig við um þessa mynd.
„Einhverjum á kannski eftir
að misbjóða að við skulum sýna
mynd eftir Polanski. Þetta er mynd
sem vann Silfurljónið í Feneyjum
og tilnefnd til Evrópsku kvik-
myndaverðlaunanna. Myndin
verður á dagskrá af því að hún
hefur fengið feikna góða dóma og
unnið til verðlauna. Við höfum
þegar fengið athugasemdir frá
femínískum öf lum í samfélaginu
vegna sýningar á myndinni en það
er ekki hlutverk okkar að ritskoða
menningu. Fólk getur ákveðið
sjálft hvort það vill sjá hana eða
ekki,“ segir Hrönn.
Fræðsla fyrir grunnskóla
„Við erum í frábæru samstarfi við
Breska þjóðleikhúsið og sýnum
reglulega vinsælustu sýningarnar
þaðan. Næst á dagskrá núna í janú-
ar er uppfærsla á Present Laughter
í leikstjórn Matthew Warchus –
þannig að við hvetjum alla til þess
að koma á fremsta bekk og hlæja
með okkur!“ segir Ása.
Þýsk kvikmyndahátíð verður að
venju, nú haldin í ellefta sinn. „Hún
er vinsælasti viðburðurinn frá upp-
hafi en þar sýnum við það besta úr
þýskri kvikmyndamenningu. Við
erum með fyrstu og einu Alþjóð-
legu barnakvikmyndahátíðina á
Íslandi. Rússneskir kvikmynda-
dagar og Pólskir kvikmyndadagar
verða haldnir og ekki má gleyma
Stockfish-kvikmyndahátíðinni og
RIFF,“ segir Ása.
Að lokum minna þær stöllur á
kvikmyndafræðslu fyrir grunn-
skólastig. Við erum að ala upp
kynslóð kvikmyndaunnenda sem
njóta leiðsagnar Oddnýjar Sen,“
segir Ása. „Það er svo mikilvægt að
kunna að lesa myndmál, ekki síður
en ritmál,“ segir Hrönn. „Án þess að
skilja myndmál og stílbrögð kvik-
myndalistarinnar þá skilur maður
ekki fjölmiðla.“
Mikilvæg og
stórkostleg viðbót
Partí-myndir, ódauðleg klassík og kvik-
myndahátíðir á dagskrá Bíó Paradísar
á nýju ári. Hrönn Sveinsdóttir fram-
kvæmdastjóri og Ása Baldursdóttir dag-
skrárstjóri hafa breikkað hóp gesta.
Hrönn og Ása í upplifunargír í bíóinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Mynd Polanski um Dreyfus-málið verður sýnd á franskri kvikmyndahátíð.
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
9 . J A N Ú A R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R24 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
MENNING