Fréttablaðið - 09.01.2020, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 09.01.2020, Blaðsíða 26
Lærisveinar Erlings eru að fara í erfitt próf. NORDICPHOTOS/GETTY HANDBOLTI Eyjamaðurinn Erlingur Richardsson mun stýra liði Hol­ lands í fyrsta leik karlaliðs Hol­ lands á Evrópumóti í kvöld þegar það mætir tvöföldum Evrópumeist­ urum Þýskalands í Þrándheimi. Þetta verður í fyrsta sinn sem karla­ lið Hollands tekur þátt í stórmóti í handbolta síðan Holland lenti í 11. sæti á HM í Þýskalandi 1961. Erling­ ur tók við liðinu fyrir þremur árum en hann hafði áður stýrt liði Füchse Berlin í Þýskalandi, West Wien, kvenna­ og karlaliði HK, kvennaliði Vals, kvennaliði ÍBV og nú karlaliði ÍBV í annað sinn á ferlinum. Handbolti hefur verið á uppleið í Hollandi en til þessa hefur kvenna­ landslið Hollands farið fyrir þeirri uppbyggingu. Undanfarin ár hefur hollenska kvennalandsliðið verið með þeim fremstu í heiminum og kórónuðu þær uppgang sinn með fyrsta titli sínum í desember síðast­ liðnum þegar liðið vann til gullverð­ launa á heimsmeistaramótinu sem fór fram í Japan. Hollenska liðið er eitt fjögurra liða sem eru nýliðar á Evrópumót­ inu ásamt Bosníu Hersegóvínu, Lettlandi og Portúgal. Holland er í riðli með Lettlandi en fær heldur erfiðari andstæðinga í formi Þjóð­ verja og ríkjandi Evrópumeistara Spánverja í hinum tveimur leikj­ unum í riðlakeppninni. Það er því hæpið að sjá að Erlingur nái að koma liðinu lengra en í riðlakeppn­ ina að svo stöddu en honum tókst að brjóta ísinn. Leikmenn hollenska liðsins leika nokkrir í heimalandinu, tveir í Belg­ íu, sex í Þýskalandi og í Póllandi, Frakklandi og Danmörku og mun ef laust mikið mæða á Luc Steins, leikmann Toulouse, við að bera uppi sóknarleik liðsins. Þessi öflugi miðjumaður sem er rétt rúmlega 1,7 metrar á hæð er öflugur í návígjum og útsjónarsamur. Þá verður áhuga­ vert að fylgjast með hinum nítján ára Niels Versteijnen sem er samn­ ingsbundinn þýska stórveldinu Flensburg. Erlingur verður ekki eini íslenski þjálfarinn á mótinu sem stýrir öðru liði en því íslenska því Krist­ ján Andrésson mun stýra sænska liðinu á heimavelli. Kristján tók við sænska liðinu á haustdögum 2016 og er því að fara á sitt annað Evrópumót og fjórða stórmót með sænska landsliðið en jafnframt það síðasta. Kristján lætur af störfum með sænska liðið að mótinu loknu til þess að einbeita sér að starfi sínu sem þjálfari þýska liðsins Rhein­ Neckar Löwen. Undir stjórn Krist­ jáns komst sænska liðið í úrslita­ leikinn fyrir tveimur árum en þurfti að lúta í gras gegn Spánverjum í úrslitaleiknum. – kpt Eyjamaður við stýrið hjá hollenska landsliðinu Guðjón er að fara á sitt 22. stórmót með Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ÞÓRSTEINN HANDBOLTI Guðjón Valur Sigurðs­ son, fyrirliði íslenska liðsins, er að fara á sitt 11. Evrópumót í röð en hann er eini leikmaðurinn sem hefur tekið þátt í öllum Evrópumót­ unum á þessari öld. Guðjón Valur fór á sitt fyrsta Evrópumót árið 2000 og hefur verið þátttakandi á öllum mótunum síðan. Þessi frábæri vinstri hornamaður hefur leikið 52 leiki á þessum 11 mótum og skorað 270 mörk sem gerir hann að markahæsta leik­ manni í sögu mótsins. Nikola Karabatic, leikmaður franska liðsins, sem leikur með Guðjóni Vali hjá PSG fylgir fast á hæla honum með 256 mörk og annar samherji þeirra hjá franska stór­ veldinu, Daninn Mikkel Hansen, kemur þar á eftir með 194 mörk. – hó Heldur áfram að bæta eigið met Hollenska liðið er eitt fjögurra liða sem eru að þreyta frumraun sína á EM. HANDBOLTI Didier Dinart, fyrr­ verandi varnartröll franska liðsins og núverandi þjálfari liðsins, getur orðið sá fyrsti til þess að verða Evr­ ópumeistari bæði sem leikmaður og þjálfari í karlaf lokki. Dinart varð Evrópumeistari sem leikmaður með Frakklandi árin 2006 og 2010. Auk þessara tveggja titla varð hann heimsmeistari 2001, 2009 og 2011 og Ólympíumeistari tvisvar sinnum í Peking árið 2008 og Lond­ on 2012. Dinart tók við stjórnartaumun­ um hjá franska liðinu haustið 2016 og stýrði liðinu til sigurs á heims­ meistaramót­ inu á heima­ velli í upphafi ársins 2017. Þ á v a r ð liðið í þriðja sæti á Evrópu­ mót i nu á r ið 2018 og va nn bronsverðlaun á heimsmeist­ aramótinu á síðasta móti. – hó Getur brotið blað í sögunni Mikkel Hansen hefur farið fyrir gullaldarliði Dana sem hefur unnið æði marga titla og gætu Danir enn bætt við titlasafnið á næstu árum. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA HANDBOLTI Evrópumótið í hand­ bolta hefst í 26. sinn í dag og fer það fram í fyrsta sinn í þremur löndum, Austurríki, Noregi og Sví­ þjóð. Ísland er meðal þátttakenda í ellefta skiptið í röð og hefur leik á laugardaginn þegar Strákarnir okkar mæta Dönum í Malmö. Danir þykja sigurstranglegir í aðdraganda móts sem ríkjandi heims­ og Ólympíumeistarar og þá gætu Svíþjóð og Noregur farið langt á þessu móti. Líklegt er þó að ríkjandi Evrópumeistarar Spán­ verja og þrefaldir Evrópumeist­ arar Frakka munu veita Dönunum mesta samkeppni um titilinn eftir­ sótta þetta árið. Reyna að jafna afrek Frakka Danska landsliðið í handbolta er handhafi Ólympíugullsins og heimsmeistaratitilsins eftir að hafa unnið HM í heimahögum sínum á síðasta ári. Danska liðið vantar því aðeins Evrópumeistaratitilinn til að vera handhafi allra þriggja stærstu titlanna á sama tíma fyrir Ólympíuleikana sem fara fram á ný í sumar. Skandinav íuþjóðir hafa átt góðu gengi að fagna á EM í gegnum tíðina. Svíar réðu lögum og lofum fyrstu ár keppninnar og unnu fjórum sinnum í f imm tilraun­ um, aðeins Rússum (1996) tókst að stöðva hið goðsagnakennda sænska lið. Síðan þá hafa Frakkar (2006, 2010 og 2014), Þjóðverjar (2004, 2016), Danir (2008 og 2012) og ríkjandi Evrópumeistarar Spán­ verja unnið titilinn. Til þessa hefur aðeins franska landsliðinu tekist að vera hand­ hafi allra þriggja stærstu titlanna í handbolta. Frakkar unnu alla þá titla sem í boði voru frá því að þeir höfðu betur gegn Íslandi í úrslita­ leiknum í Peking árið 2008 þar til á Evrópumótinu 2012 þegar Danir stöðvuðu sigurgöngu Frakka á EM í Serbíu. Svíþjóð var hársbreidd frá því að ná þessu fyrst árið 2000 en þurfti að horfa á eftir gullverðlaununum til Rússa í úrslitaleiknum á Ólymp­ íuleikunum í Sydney. kristinnpall@frettabladid.is Annarra að stöðva Danina Evrópumótið í handbolta í karlaflokki hefst í dag. Danska liðið þykir sigurstranglegt og eygir afrek sem aðeins Frökkum hefur tekist að ná, að vera handhafi þriggja stærstu titlanna í handbolta á sama tíma. Svíar eru sigursælasta þjóðin á EM frá upphafi með 4 meistaratitla. Frakkar (3) geta jafnað það met í ár. S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 17F I M M T U D A G U R 9 . J A N Ú A R 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.