Fréttablaðið - 09.01.2020, Blaðsíða 7
VIÐSKIPTI Hönnunar- og fata-
versluninni Jónu Maríu í Bæjarlind
verður lokað á næstunni, fyrirtækið
framleiðir eigin vörur hér á landi.
Alls koma tólf manns til með að
missa vinnuna. Jóna María Norð-
dahl, klæðskeri og eigandi fyrir-
tækisins, segir marga þætti spila
inn í.
„Það eru breyttir verslunarhættir
ásamt breytingum í markaðssetn-
ingu. Svo eru það launin, þau eru
alltaf að hækka, líka leigan,“ segir
Jóna María. „Við framleiðum allar
okkar vörur á Íslandi og hefðum
ekki viljað breyta því þannig að
þegar við horfðum til framtíðar
mátum við stöðuna þannig að við
gætum ekki hækkað vöruverðið í
takt við hækkun kostnaðar og því
var bara eitt í stöðunni, að rifa segl-
in núna á meðan við enn þá ráðum
ferðinni.“
Verslunin var opnuð í Kópavogi
fyrir fimm árum og hefur einbeitt
sér að kvenfatnaði en býður einnig
upp á skart. „Þetta var bara draumur
sem rættist. Við gátum haldið þetta
út í fimm ár,“ segir Jóna María. Hún
segir að hún hafi hannað, framleitt
og selt yfir 11.000 flíkur á ári þann-
ig að víða í fataskápum íslenskra
kvenna leynast f líkur frá henni.
Jóna María segir að eftir hrun
hafi mikill áhugi verið á íslenskri
hönnun og innlendri framleiðslu.
„Það er að draga úr því núna. Hlut-
irnir eru að breytast, við höfum séð
íslensku fatamerkin hverfa eitt af
öðru sem er mjög sorglegt en allt er
breytingum háð. Fólk er að ferðast
miklu meira til útlanda nú en áður
og kaupir mikið þar. Fyrir utan allt
það sem hægt er að kaupa á netinu.“
Einnig er aukin samkeppni frá
erlendum fatakeðjum sem hafa
opnað verslanir hér á landi á síð-
ustu árum. „Það er virkilega sárt
að loka, ég viðurkenni það. Eitt erf-
iðasta sem ég hef gengið í gegnum.
En maður verður að trúa að allar
breytingar leiði að einhverju góðu.
Ég geng frá borði alveg gríðarlega
þakklát öllum þeim yndislegu
konum sem hafa keypt og gengið í
fötunum frá mér í gegnum árin og
líka öllu því frábæra starfsfólki sem
staðið hefur vaktina með mér.“
Jóna María fór fyrst út í rekstur
árið 2005 með framleiðslu á fylgi-
hlutum og handgerðu skarti fyrir
erlenda ferðamenn. Sú framleiðsla
kemur til með að halda áfram. Það
var svo fyrir tilviljun að á árunum
eftir hrun fór Jóna María út í fata-
framleiðslu sem leiddi til þess að
hún opnaði verslunina. „Þetta er
búið að vera ótrúlega skemmtilegt
en líka virkilega erfitt og gríðar-
lega mikil vinna. Ég er búin að læra
mikið á þessum tíma,“ segir Jóna
María.
Versluninni verður lokað þegar
útsölunni lýkur, líklega eftir rúmar
tvær vikur. Fyrir utan skartgrip-
ina segir hún framtíðina í óvissu.
„Kannski fer ég bara að gera eitt-
hvað allt annað.“ arib@frettabladid.is
Kvenfataframleiðandi
í Kópavogi skellir í lás
Hönnunar- og kvenfataversluninni Jónu Maríu verður lokað á næstunni.
Fyrirtækið framleiðir föt og skartgripi hér á landi. Tólf missa vinnuna. Eig-
andinn segir breytt verslunarmynstur og háan launakostnað spila stóran þátt.
Jóna María segir virkilega sárt að loka versluninni. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Við höfum séð
íslensku fatamerkin
hverfa eitt af öðru sem er
mjög sorglegt en allt er
breytingum háð.
Jóna María Norðdahl, klæðskeri
VERÐ FRÁ 99.900 KR.
Á MANN M.V. TVO FULLORÐNA & 2 BÖRN
TENERIFE 1. - 8. FEBRÚAR
NÁNAR Í SÍMA 585 4000 EÐA Á UU.IS
GARA SUITES 4*
MATSUI
ÞVOTTAVÉL
M612WM17E
PS4
SHADOW OF
THE TOMB RAIDER
PS4SHADOWOTTR
KENWOOD
ÖRBYLGJUOFN
K20MSS10E
GOOGLE HOME
MINI
GOOGLEHMINIS GOOGLEHMINIH
SAMSUNG
GALAXY A50
SMA505BLA -PIN -WHI
9.795
áður: 14.990
29.995
áður: 39.995
5.995
áður: 7.995
39.995
áður: 49.990
1.995
áður: 4.994
-34%
-25%
-25% -20%
-60%
útsala
AÐEINS
40 STK.
AÐEINS
30 STK.
AÐEINS
50 STK.
SAMSUNG
GALAXY S10+
SMG975128WHI 119.995
áður: 139.995
20.000 kr.
afsláttur
HVAÐ ER AÐ
FRÉTTA?
Frettabladid.is færir þér nýjustu
fréttir dagsins og ítarlega umöllun
um málefni líðandi stundar.
Ekki missa af neinu, fylgdu
Fréttablaðinu á Facebook
BANDARÍKIN Donald Trump Banda-
ríkjaforseti boðaði hertar við-
skiptaþvinganir á Írani í kjölfar
loftskeytaárásar þeirra á herstöðvar
Bandaríkjanna í Írak. Á blaða-
mannafundi í gær sagði Trump að
enginn hefði fallið í árásinni, en á
annarri herstöðinni voru 70 her-
menn frá Noregi.
Árás Írana var gerð í hefndar-
skyni fyrir víg Bandaríkjamanna á
hershöfðingjanum Qasem Soleim-
ani. Var útlit fyrir á tímabili að það
stefndi í stríð á milli þjóðanna. Bæði
embættismenn í Íran og Trump
Bandaríkjaforseti hafa gefið til
kynna að slíkt sé ekki í kortunum.
„Íran virðist vera að halda sér til
hlés, sem er gott fyrir alla sem eiga
í hlut og mjög gott fyrir heiminn
allan,“ sagði Trump. Hann hafði
áður gefið til kynna að ef Íranir
myndu hefna sín væru Bandaríkja-
menn búin að finna 52 skotmörk í
landinu sem yrði eytt hratt.
Trump eyddi miklu púðri á
blaðamannafundinum í að ræða
Soleimani, sem hann sagði vera
hryðjuverkamann sem hefði verið
að skipuleggja árásir á Bandaríkja-
menn. Víg hans væru skilaboð til
annarra hryðjuverkamanna. „Ef þið
viljið halda lífi, þá skulu þið ekki
ógna lífi okkar.“ Hét Trump því að
Íranir myndu aldrei verða sér úti
um kjarnorkuvopn.
Beindi Trump svo spjótum sínum
að ríkisstjórn forvera síns Baracks
Obama, sem hefði í raun fjármagn-
að árásir Írana með kjarnorku-
samningunum árið 2015 þar sem
Bandaríkin gerðu upp gamla skuld.
Trump ræddi í gær við Jens Stolt-
enberg, framkvæmdastjóra Atlants-
hafsbandalagsins, um stöðuna.
Lagði Trump áherslu á að bandalag-
ið myndi leggja meira af mörkum í
Miðausturlöndum. – ab
Auknar viðskiptaþvinganir á Írani
Trump hét því að Íranir myndu aldrei eignast kjarnavopn. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
Enginn féll í loftskeyta-
árás Írana á herstöðvar
Bandaríkjamanna í Írak.
Rúmlega 70 norskir her-
menn voru á annarri her-
stöðinni.
9 . J A N Ú A R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð