Fréttablaðið - 09.01.2020, Blaðsíða 37
Þótt vetrarkuldinn ríki enn og vafalaust séu nok k r ir mánuðir í að það fara að hlýna, sakar ekki að velta fyrir sér hvað verður
heitt í fatatískunni í vor. Maður
getur jafnvel verið hagsýnn og
tveimur skrefum á undan með
því að þræða útsölurnar og
sjá hvort ekki finnist eitthvað
af vortískunni á rekkunum.
Neon-litir voru til dæmis vin-
sælir á síðasta ári og verður
lítil breyting þar á samkvæmt
erlendum tískuspekúlöntum,
því er kjörið að nýta tækifærið
og fjárfesta í þeim á hagstæð-
ara verði sé áhuginn fyrir
hendi.
steingerdur@frettabladid.is
Tískan
í vor
Gervileður
Frábær þróun. Leður hefur fest sig
í sessi í fatastískunni síðustu aldir
og mun því líklega ekki hverfa af
sjónarsviðinu á næstunni. Það er
samt frábær þróun að notkun þess
sé á undanhaldi og gervileður sé að
verða vinsælla og vinsælla. Betra
fyrir umhverfið, dýrin og okkur.
Svo er það einfaldlega flottara og
ódýrara.
Millisíð pils
Mjög hentugt fyrir íslenska veðráttu þar sem styttri
pils get oft verið smá áhætta vegna veðurs og vinda.
Svo eru þau oft í svo fallegu og praktísku sniði.
Aðsniðnu „pencil“-pilsin í sömu sídd halda svo áfram
að vera vinsæl. Svo er auðvelt að klæða pils í þessari
sídd upp eða niður. Hlý peysa brett ofan í pilsið fyrir
hversdagslegt útlit, falleg skyrta við pilsið fyrir vinnuna
og í aðsniðnum hlýrabol virkar þetta saman eins og
glæsilegasti kjóll, fullkomið fyrir fínustu tilefni.
Bleikur og rauður saman
Taraji P. Henson og Mandy Moore klæddust báðar
bleikum og rauðum kjólum á Emmy-verðlaunahátíð-
inni í haust. Hingað til hefur þessi litasamsetning þótt
frekar væmin og óspennandi en í vor verður hún að
öllum líkindum áberandi. Skemmtilegt og vorlegt.
Nýtt ár er hafið og
því um að gera að
skoða vortískuna.
Hér eru nokkur
alveg ómissandi
trend sem þykja
líkleg til að verða
áberandi nú í vor.
9 . J A N Ú A R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R28 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
LÍFIÐ