Fréttablaðið - 09.01.2020, Blaðsíða 17
Hegðun Ragnars á
meðan á dvöl hans
hjá félaginu stóð var til
algjörrar fyrirmyndar og
algerlega í samræmi við
íþróttamann í hæsta gæða-
flokki.
9 . J A N Ú A R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R16 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
FÓTBOLTI Fyrrverandi félag Ragn-
ars Sigurðssonar, Rostov, brást við
fréttaflutningi þarlendra fjölmiðla
um að ástæða þess að hann hefði
farið frá liðinu hefði verið áfengis-
vandamál. Í frétt Championat, sem
virðist vera uppspretta fréttanna,
sagði að samkvæmt heimildum
síðunnar hefði Ragnar beðið félaga
sína í liðinu, þjálfara og starfsfólk
afsökunar á hegðun sinni en engu
að síður hefði það ekki dugað.
Samningnum hefði verið rift.
Þetta segir Rostov vera uppspuna
frá rótum í yfirlýsingu sem félagið
birti. „Fjölmiðlar birtu upplýsingar
sem vega að æru Ragnars Sigurðs-
sonar, fyrrverandi fyrirliða félags-
ins. Það sem fram kemur þar er lygi
en þar er því haldið fram að Ragnar
glími við áfengisvandamál og það
sé ástæða þess að leiðir hafa skilið
hjá honum og félaginu. Hegðun
Ragnars á meðan á dvöl hans hjá
félaginu stóð var til algjörrar fyrir-
myndar og algerlega í samræmi við
íþróttamann í hæsta gæðaflokki,“
segir í yfirlýsingu félagsins.
„Hann er leikmaður sem ávallt
er hægt að treysta á bæði á erfiðum
tímum og þegar vel gengur. Af þeim
sökum var honum falið að vera
fyrirliði liðsins. Ragnar óskaði eftir
því að vera leystur undan samningi
hjá félaginu og við urðum við beiðni
hans. Ragnar stóð sig vel á þeim
tíma sem hann spilaði fyrir okkur
og gaf sig allan bæði í æfingar og
leiki liðsins. Við förum fram á það
við fjölmiðla að þeir láti af því að
fjalla um málefni sem þeir hafa ekki
hundsvit á,“ segir enn fremur. – bb
SPORT
Rostov segir áfengisvandamál ekki ástæðu fyrir brottför Ragnars
Ragnar í baráttunni í rússnesku
deildinni. NORDICPHOTOS/GETTY
HANDBOLTI Dómaraparið Jónas
Elíasson og Anton Gylfi Pálsson
eru fulltrúar Íslands í dómarastétt
Evrópumótsins sem hefst í dag með
viðureign Hvíta-Rússlands og Serb-
íu annars vegar og Þjóðverja og Hol-
lendinga hins vegar. Fyrsti leikur
þeirra félaga verður á morgun þegar
þeir f lauta á viðureign Austurríkis
og Tékklands í Vínarborg en 10 þús-
und manns, f lestir á bandi heima-
manna, munu troðfylla höllina.
Þeir félagar mættu til Austurríkis
á sunnudaginn og voru nýbúnir
að taka góða æfingu þegar Frétta-
blaðið sló á þráðinn til þeirra. „Við
fengum að vita á þriðjudag hvar
við myndum dæma og hvaða leik.
Það er komin niðurröðun á alla
leiki í fyrstu umferð. En meira er
ekki vitað. Það getur vel verið að
við munum f lakka á milli og færa
okkur til Graz, sem er í tveggja
klukkutíma fjarlægð,“ segja þér
félagar.
Jónas segir að þeir séu komnir
í gott form, ekki aðeins líkamlegt
heldur séu þeir tilbúnir fyrir áskor-
unina einnig andlega. „Við erum
búnir að fá efni frá dómaranefnd
EHF til að skoða og svo höfum hist
mikið og farið yfir málin sjálfir. Við
erum búnir að æfa eins og hundar
og erum í virkilega góðu formi. En
við teljum líka mikilvægt að hafa
hausinn í lagi og vera í andlegu góðu
jafnvægi. Við höfum nýtt Jóhann
Inga til að hjálpa okkur og farið inn
á andlegu hliðina. Þess vegna teljum
við okkur vera tilbúna bæði andlega
og líkamlega.“
Anton bendir á að það geti tekið
á að standa frammi fyrir 10 þúsund
áhorfendum og taka erfiða ákvörð-
un á augnabliki. „Það verður svaka-
leg pressa og gott að hafa hausinn í
lagi og fá þá aðstoð til að stilla sig
inn á rétt spennustig. Ekki vera of
spenntur og ekki of slakur. Finna
þennan gullna meðalveg.“
Þeir segja að engar sérstakar
áherslubreytingar verði á mótinu.
Að ekkert nýtt sé undir sólinni að
þessu sinni. Línan hafi verið sett
fyrir nokkru og áherslan sé að
halda henni. „Það er þetta sama.
Barningur inni á línu og passa
upp á hornamenn sem hefur verið
í hartnær tvö ár að þeir séu ekki
að taka löng skref og stíga inn í
hornamenn. Það eru ekki neinar
kúvendingar eins og stundum sést
á HM þar sem er nánast nýtt mót.
Dómaranefndin leggur áherslu að
halda sömu línu, þegar er farið í
andlit, hornamenn og línu. Ekki
fara búa til nýjan leik þegar mótið
hefst.“
Félagarnir hafa það fínt í Vín og
segja að það hafi verið fínt að fá
smá sól í kroppinn um leið og þeir
lásu um óveðrið sem geisaði hér á
Klakanum. „Við vorum að koma úr
ræktinni og erum í fínum málum.
Það kom sólarglenna en svolítið
svalt. Ekkert eins og heima,“ segir
Jónas.
Anton segir að þeir séu spenntir
að fá að blása í f lautuna og fara að
byrja. Undirbúningur hafi verið
strembinn og nú sé komið að stóru
stundinni. „Við erum tilbúnir í
þetta. Við lögðum mikið í undir-
búninginn og viljum fara að byrja.
Klæjar í puttana að fá aðeins að
blása.“
benediktboas@frettabladid.is
Tilbúnir bæði andlega og líkamlega
Jónas Elíasson og Anton Gylfi Pálsson blása í flautuna á EM í handbolta sem hefst í dag. Þeir dæma fyrsta leik Austurríkis á mótinu þar
sem 10 þúsund manns munu öskra og tralla í stúkunni. Þeir hafa undirbúið sig vel, eru búnir að æfa vel – bæði líkamlega og andlega.
Andlega heilsan mikilvæg
Jóhann Ingi Gunnarsson hefur
ekki aðeins verið þeim Jónasi
og Antoni innan handar í að-
draganda EM því hann hefur
einnig komið að því að halda
fyrirlestra fyrir aðra dómara á
mótinu. Í samtali við heimasíðu
mótsins segir að Jóhann að þó
engir dómarar séu eins sé það
hans hlutverk að láta alla trúa á
sjálfa sig. „Sjálfstraust er vöðvi
sem hægt er að þjálfa. Ég segi að
það sé vöðvi vegna þess að það er
eitthvað sem þú getur þjálfað og
þú getur þjálfað hugarheima.
Ef dómarar koma með sjálfs-
traust út á völl þá sést það úti á
velli með jákvæðri líkamstján-
ingu. Ef ekki þá skynja leikmenn
og þjálfarar það og nota það gegn
þeim. Það smitast til áhorfenda
og þá höfum við vandamál,“ segir
Jóhann meðal annars.
Hann hefur verið í þessu
hlutverki síðan 2012 og segir að
andlega hliðin skipti sífellt meira
máli. „Fyrir 30 árum fannst fólki
sem vildi tala um tilfinningar
sínar og það sem væri að gerast
í þeirra hugsunum að eitthvað
væri að þeim. Nú er andlegur
undirbúningur jafn mikilvægur og
líkamlegur undirbúningur. Norska
kvennalandsliðið er með tvo sál-
fræðinga ef þær þurfa að tala við
einhvern sem dæmi.“
Anton og Jónas hafa verið besta dómarapar landsins lengi, hafa dæmt á HM, EM og Ólympíuleikum. 11 dómarapör dæma í riðlakeppninni. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR